Úrval - 01.02.1959, Side 72
ÚRVAL
vers, Henry. Ég vona að þú sjáir
þér fært að birta þau."
Um leið og dyrnar lukust aftur,
tók Henry blaðið og var að lesa
fyrstu línurnar: „Lilja, blíðasta
blómið" . . . þegar síminn hringdi
Það var rödd Moffatts. ,,Það er ein-
hver Jones í London í símanum."
„Látið mig fá samband."
„Er þetta Henry Page? Hvernig
líður yður, herra. ?“ Áherzlurnar gáfu
til kynna, að sá sem talaði væri
Walesbúi. „Þetta er Trevor Jones,
einkaritari Sir Ithiels Mighills. Sir
Mighill langar mjög til að hitta yður,
annaðhvort í London eða á sveita-
setri sinu í Sussex. Eins fljótt og
hentugleikar yðar leyfa."
Henry þóttist vita, hvað væri I
bígerð. „Ég er smeykur við að ég
megi ekki vera að því,“
„Sir Ithiel býðst fil að senda flug-
vél eftir yður."
„Ég get ómögulega komið."
„Ég fullvissa yður um það, herra
Page, að það mun borga sig fyrir
yður að koma."
„Hvers vegna?"
„Sir Ithiel er kunnugt um að
Norðurljósið er til sölu. Hann bið-
ur yður um að gera ekkert í málinu
fyrr en hann hefur haft tal af yður."
Henry svelgdist á af reiði. Hann
rauf sambandið umsvifalaust. Hver
fjandinn var eiginlega á seyði? Hvað
kom til, að tveir voldugustu blaða-
kóngar landsins voru búnir að fá
augastað á smáblaði úti á landi ?
Hann bældi niður kvíðann og á-
hygg’jurnar og tók til við forystu-
greinina. Enn hringdi síminn, Það
var aðstoðarstúlka Bards læknis,
NORÐURLJÓSIÐ
sem var að minna hann á, að hann
ætti að koma í hina mánaðarlegu
skoðun. Ef allt hefði verið með
felldu, hefði honum gramizt þessi
truflun; nú var hann henni feginn
og hrósaði happi að komast burt
úr skrifstofunni. Hann flýtti sér að
hripa upp aðalefni forystugreinar-
innar og hringdi síðan í ungfrú
Moffatt.
Hún kom inn og hann rétti henni
greinina. „Mig langar til að líta á
þetta, þegar þér hafið vélritað það.
Ég fer núna, en verð kominn aftur
klukkan tvö.“
„Þér ættuð að athuga þetta, áður
en þér farið." Hún rétti honum sím-
skeyti.
Með tilvísun tíl skilaboða frá
Somerville í morgun leyfi ég mér
að heimsækja yður nœstkomandi
þriðjudag. Hlakka tíl að ræða við
yður. Virðingarfyllst. Harold Smith.
Henry var raunar hættur að verða
undrandi, en fingur hans héldu með
krampakenndu taki um símskeytið.
„Ég vildi að ég vissi, hvað þeir
hafa í huga."
„Það kemur fljótlega í ljós," sagði
hún og fór út.
Þegar Henry var orðinn einn, fór
hann að horfa á myndina af stofn-
anda Norðurljóssins, sem hékk á
veggnum andspænis. Langalangafi
hans, Daniel Page, sat þarna svart-
klæddur og virðulegur með hönd und-
ir kinn. Honum fannst einhvernveg-
inn eins og hörkulegt andlitið væri
með meiri alvörusvip en venjulega.
Hann flýtti sér að ná í hattinn og
fór út úr skrifstofunni.
66