Úrval - 01.02.1959, Page 74

Úrval - 01.02.1959, Page 74
ÚRVAL á hótelinu, áður en við heimsækjum hann.“ „Ég býst við að það sé ekki upp á marga fiska.“ „Jú, það er fyrsta flokks hótel. Rauða ljónið.“ „Betur að satt væri. Ég finn það á mér, að ætlunarverk okkar muni taka lengri tíma en þú hefur haldið." „Engar áhyggjur," sagði Smith. „Það ætti að verða auðveldara nú, þegar Mighill hefur helzt úr lest- inni." „Ég skil ekkert í því, að hann skildi gefast upp svona fljótt," sagði Nye og varð hugsi. „Það er svo ólíkt honum Ithiel gamla." „Nýja Sunnudagsblaðið hans er of kostnaðarsamt; hann hefur ekki efni á að leggja fram eins mikið fé og við.“ „Málið er ekki svona einfalt. Mig- hill og Vernon eru hatursmenn. Og Vernon veður ekki heldur í pening- um sem stendur." „Hann hefur ekki verið nískur á fé i þetta fyrirtæki.“ „Veiztu hvers vegna?" „Hann langar að ná í Norður- ljósið." „Nye leit á félaga sinn eins og hann hefði sagt eitthvað heimsku- legt. „Þú átt við að hann þurfi á því að halda." Þeir þögðu meðan bíllinn rann niður brekkuna. 1 dalnum fyrir neð- an blasti Hedleston við augum, hús- in með þakhellunum, grænt hvolfþak ráðhússins og mjó, grá tumspíra Markúsarkirkjunnar. Hvítan reykj- arstrók lagði upp frá eimreið, sem stóð á brautarstöðinni. NORÐURLJÓSIÐ „Þetta er þá borgin okkar," sagði Smith. „Fyrirmyndarborg. Það er ekkert atvinnuleysi og tvö öflug iðju- ver —■ Vélsmiðjan og Skóverksmiðja Stricklands." Þegar þeir komu til „Rauða ljóns- ins," bað hann um tvö einstaklings- herbergi með setustofu. „Búist þér við að dvelja hér lengi," spurði skrifstofumaðurinn. Nye leit á manninn. „Við sjáum nú til, lagsmaður. Hvar er barinn?" Um leið og Nye labbaði inn í barinn, fór Smith upp í herbergið sitt. Hann tók upp farangur sinn, kom fötunum snyrtilega fyrir í fataskápnum og setti mynd af konu sinni á kommóðuna. Þetta var stækkuð mynd, tekin fyrir nokkrum árum, af ungri, laglegri konu, sem var sparibúin og hélt á Biblíu í hanzkaklæddum höndunum. Smith horfði ástúðlega á myndina, síðan hringdi hann bjöllunni og, bað um tvær samlokur með svínakjöti og mjólkurglas. Hann var ekkert á- hyggjufullur þó að Nye væri að fá sér hressingu; hann gat drukkið ó- sköpin öll, án þess að það sæi á honum. Leonard Nye var sniðugur náungi, ef til vill of sniðugur — og Smith ákvað að grípa fyrsta tæki- færið til að láta það koma skýrt fram, að Somerville hafði falið hon- um forustu leiðangurs þeirra. Hann hámaði í sig brauðið, þvoði sér, burstaði sig og skoðaði sig í speglinum, jafnframt því sem hann hugleiddi hinar væntanlegu viðræður við Page. Hann var þaulkunnugur öllúm staðreyndúm málsins og hafði allar tölur varðandi það á reiðum 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.