Úrval - 01.02.1959, Page 74
ÚRVAL
á hótelinu, áður en við heimsækjum
hann.“
„Ég býst við að það sé ekki upp
á marga fiska.“
„Jú, það er fyrsta flokks hótel.
Rauða ljónið.“
„Betur að satt væri. Ég finn það
á mér, að ætlunarverk okkar muni
taka lengri tíma en þú hefur haldið."
„Engar áhyggjur," sagði Smith.
„Það ætti að verða auðveldara nú,
þegar Mighill hefur helzt úr lest-
inni."
„Ég skil ekkert í því, að hann
skildi gefast upp svona fljótt,"
sagði Nye og varð hugsi. „Það er
svo ólíkt honum Ithiel gamla."
„Nýja Sunnudagsblaðið hans er of
kostnaðarsamt; hann hefur ekki efni
á að leggja fram eins mikið fé og
við.“
„Málið er ekki svona einfalt. Mig-
hill og Vernon eru hatursmenn. Og
Vernon veður ekki heldur í pening-
um sem stendur."
„Hann hefur ekki verið nískur á
fé i þetta fyrirtæki.“
„Veiztu hvers vegna?"
„Hann langar að ná í Norður-
ljósið."
„Nye leit á félaga sinn eins og
hann hefði sagt eitthvað heimsku-
legt. „Þú átt við að hann þurfi á því
að halda."
Þeir þögðu meðan bíllinn rann
niður brekkuna. 1 dalnum fyrir neð-
an blasti Hedleston við augum, hús-
in með þakhellunum, grænt hvolfþak
ráðhússins og mjó, grá tumspíra
Markúsarkirkjunnar. Hvítan reykj-
arstrók lagði upp frá eimreið, sem
stóð á brautarstöðinni.
NORÐURLJÓSIÐ
„Þetta er þá borgin okkar," sagði
Smith. „Fyrirmyndarborg. Það er
ekkert atvinnuleysi og tvö öflug iðju-
ver —■ Vélsmiðjan og Skóverksmiðja
Stricklands."
Þegar þeir komu til „Rauða ljóns-
ins," bað hann um tvö einstaklings-
herbergi með setustofu.
„Búist þér við að dvelja hér lengi,"
spurði skrifstofumaðurinn.
Nye leit á manninn. „Við sjáum
nú til, lagsmaður. Hvar er barinn?"
Um leið og Nye labbaði inn í
barinn, fór Smith upp í herbergið
sitt. Hann tók upp farangur sinn,
kom fötunum snyrtilega fyrir í
fataskápnum og setti mynd af konu
sinni á kommóðuna. Þetta var
stækkuð mynd, tekin fyrir nokkrum
árum, af ungri, laglegri konu, sem
var sparibúin og hélt á Biblíu í
hanzkaklæddum höndunum. Smith
horfði ástúðlega á myndina, síðan
hringdi hann bjöllunni og, bað um
tvær samlokur með svínakjöti og
mjólkurglas. Hann var ekkert á-
hyggjufullur þó að Nye væri að fá
sér hressingu; hann gat drukkið ó-
sköpin öll, án þess að það sæi á
honum. Leonard Nye var sniðugur
náungi, ef til vill of sniðugur — og
Smith ákvað að grípa fyrsta tæki-
færið til að láta það koma skýrt
fram, að Somerville hafði falið hon-
um forustu leiðangurs þeirra.
Hann hámaði í sig brauðið, þvoði
sér, burstaði sig og skoðaði sig í
speglinum, jafnframt því sem hann
hugleiddi hinar væntanlegu viðræður
við Page. Hann var þaulkunnugur
öllúm staðreyndúm málsins og hafði
allar tölur varðandi það á reiðum
68