Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 78
ÚRVAL
Hérna eru nokkrar fyrirsagnir:
Gleðikonur á Montmartre tcela ein-
mana ferðalanga. Brúður reynist
vera gift tveimur í senn. Striplingur
gengur í lclaustur. Stúlka segir barn
sitt eingetið. ,j2g hef aldrei átt elsk-
liuga“, segir ungfrú Thompkins.
„Ég les ekki meira af þessu við-
bjóðslega bulli. Ég ætla aðeins að
segja ykkur það skírt og skorinort,
að þó að ég væri nauðbeygður að
selja blað mitt, mundi ég aldrei
selja Morgunblaðinu það“.
„Sjáið þér nú til, herra Page.“
Smith var i öngum sínum, þetta leit
sannarlega ekki vel úr. „Við skulum
ekki rasa að neinu. Þér skuluð hugsa
yður um i nokkra daga.“
„Nei, ,þetta er endanleg ákvörð-
un mín."
,,Jæja,“ sagði Nye, ,,þá verðum
við víst að láta 'ySur fá dálitla sam-
keppni. Og trúið mér, hún verður
enginn barnaleikur."
„Ég er smeykur við að þetta séu
alvarleg mistök hjá yður, herra
Page,“ sagði Smith. „Við höfum
ákveðið að koma okkur hér fyrir á
heiðarlegan og lögmætan hátt. Við
höfum gert yður mjög rausnarlegt
tilboð. Þér hafnið þvi. Þess vegna
erum við neyddir til að stofna annað
blað, sem mun keppa við yður."
„Það mun aldrei takast," sagði
Henry. „1 fyrsta lagi er lesendahóp-
urinn hér of lítill fyrir tvö blöð. 1
öðru lagi stendur Norðurljósið svo
föstum fótum, að ekkert getur hagg-
að því. Það er stofnað árið 1769 af
Davíð Page, sem barðist ásamt
Wilkes fyrir prentfrelsinu og réttin-
um til að birta þingtíðindi. Og James
NORÐURLJÓSIÐ
Page, langa-langafi minn, hafði for-
ustuna i baráttunni fyrir afnámi
blaðaskattsins illræmda. Nei, nei,
ykkur mun aldrei takast það.“
„Ef þér viljið veðja," sagði Nye,
„skal ég veðja tveimur móti einum,
að þér verðið hættur blaðaútgáfu
innan átján mánaða."
„Ég veðja aldrei. Og þér getið
ekki hrætt mig. Þið getið aldrei
stofnað hér blað frá grunni".
„Við höfum ýmis ráð, sem ég er
smeykur við að yður sé ekki kunn-
ugt um,“ sagði Smith. „Ég sárbæni
yður að breyta ákvörðun yðar."
Henry hristi höfuðið.
Smith varpaði öndinni og stóð
upp.
„Mig tekur það mjög sárt, að við
skyldum ekki geta komizt að sam-
komulagi og verðum þvi neyddir til
að hefja bairáttuna, því að mér fellur
vel við yður og ég virði yður. Og
ég ætla að lofa yður einu — við
munum berjast heiðarlega og fyrir
opnum tjöldum. Má ég taka í hönd
yðar upp á það?"
Smith rétti fram höndina og tók
þétt í hönd Pages. Nye kveikti í
sígarettu og gekk út úr skrifstof-
unni á undan Smith.
Þegar þeir voru setz’tir í bílinn,
sagði hann: „Ég var búinn að segja
þér, að hann mundi ekki selja."
„Ekki hjálpaðir þú til,“ sagði
Smith snöggt. „Þú gerðir hann bara
erfiðari viðureignar."
„Hann selur hvort sem er aldrei.
Hann er gamall þverhaus, sem aldrei
lætur sig. Við verðum að beygja
hann. Mjúkmáll hræsnari, sem þyk-
ist bera velferð almennings fyrir
72