Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 79

Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 79
NORÐURLJÖSIÐ URVAL brjósti, eða húsakynnin og fyrir- komulagið — það er eins og þetta sé síðan á steinöld. Bngin lyfta i hjallinum. Tókstu eftir kerlingunni? Og skeggjuðu forfeðrunum á veggj- unum?“ Smith lofaði honum að rausa. Hann hafði orðið fyrir miklum von- brigðum. I stað skjótrar niðurstöðu beið þeirra nú margra mánaða starf, en hann missti þó ekki kjarkinn. Hann mundi fá þeim mun betra tæki- færi til að sannfæra Somerville um dugnað sinn. Strax og þeir voru komnir til hótelsins, fór hann inn í símaklefann og hringdi til aðalskrifstofunnar. Hann skýrði yfirmanni sínum, Gree- ley, frá málavöxtum. Samtalið varð langt. Hann kom aftur til Nye og sagði: ,,Við eigum að halda áfram samkvæmt áætlun. Hafðu engar áhyggjur, þetta getur tekið dálítinn tíma, en við munum Ijúka verkinu." ,,Við!“ sagði Nye. ,,Héðan í frá erum við bara tvær leikbrúður. Þeir kippa í spottana í London. Guð hjálpi okkur ef okkur mistekst." Smith leit á úrið. Klukkan var farin að ganga fimm. „Við skulum fara og hitta Mossbum. Því fyrr sem við byrjum því betra.“ 4. KAFLI. Skömmu eftir að þeir Smith og Nye voru farnir, ók Henry heim. Kona hans og dóttir voru ekki heima, þær höfðu farið í bíó með frú Bard. Þegar hann hafði fengið sér ofur- lítinn matarbita, fór hann upp í vinnuherbergi sitt. Þar sat hann allt kvöldið og reyndi að rýna í fram- tíðina, sem nú var hulin skýjurn óvissunnar. Honum virtist Smith vera sanngjarn maður, ekki sérlega vel gefinn, en sennilega dugandi starfsmaður og ekkert óræsti. Hon- um leizt verr á félaga hans, hann var ekki allur þar sem hann var séð- ur. Hann var miklu greindari og þróttmeiri, það var ástæða til að óttast hann. Þegar Henry kom í skrifstofuna morguninn eftir, var hann í góðu skapi. Þegar ungfrú Moffatt hafði boðið honum góðan dag, rétti hún honum auglýsingapésa, sem var svo nýr af nálinni, að prentsvertan var ekki þornuð. Hún sagði: „Þeir hafa keypt Mossburn Tíðindi". Hann hefði átt að gera ráð fyrir þessum möguleika. 1 Mossburn, sem var bær tólf mílur í burtu, hafði Herbert Rickaby, hinn aldurhnigni eigandi þessa vikublaðs, verið áfjáð- ur í að selja. Hann blaðaði í pésan- um og sá þá, að blaðið ætti eftir- leiðis að heita Dagleg Tíðindi og dreifast í Hedleston og nágrenni. Síðan komu skrumlýsingar um ágæti hins nýja blaðs. Moffatt virti fyrir sér svipinn á andliti hans. „Þeir hafa eina sex menn, sem dreifa þessum bæklingi út í hundruðum eintaka." „Við vitum þó að minnsta kosti hvar við stöndum," sagði Henry. — Klukkan tíu sat hann hinn venjulega fund með aðstoðarritstjórum sínum. „Jæja, góðir hálsar," sagði hann, „það lítur út' fyrir að við eigum von á dálítilli samkeppni. Ég geri ráð fyrir því að þið hafið séð þetta." Hann sýndi þeim pésann. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.