Úrval - 01.02.1959, Síða 88

Úrval - 01.02.1959, Síða 88
tjRVAL NORÐURLJÓSIÐ sent mér dálaglegt framlag til turn- sjóðsins." ,,Ég skil,“ sagði Henry þurrlega. „Auðvitað erum við allir með þér, Henry. En við verðum að vera sann- gjarnir. Upp á síðkastið" — hann leit laumulega á Henry —,,,hafa þeir birt nokkrar af hugleiðingum minum. Og þær hafa orSið vinsælar. Ég fékk bréf frá Nye þar sem hann segir að þær hafi „slegið í gegn“, eins og hann orðar það.“ Henry hélt áfram til skrifstof- unnar og það sauð niðri í honum reiðin. Á eftir ömurlegu hausti kom vetur með rigningu og hagli og snjó- komu eftir að kom fram í febrúar. Henry hafði aldrei unnið jafn kapp- samlega fyrr. Hann hvatti starfs- menn sína og gerði allt til- þess að hvert einasta tölublað væri eins full- komið og frekast var unnt1. En bar- áttan hélt áfram. Mánuðum saman hafði hann rekið blaðið með tapi, og enda þótt hann væri viss um að tapið á Tíðindum væri enn meira, hafði hallinn vaxið uggvænlega. Fyrsta boðorð Henrys sem útgef- anda hafði alltaf verið þjónusta við almenning, en ekki auðsöfnun ein- göngu. Hann seldi blaðið eins ódýrt og hann gat, notaði bezta fáanlegt efni og var örlátur við starfslið sitt. Sjálfur tók hann aðeins 1500 pund i laun, og ef frá var talið húsið í Hanleystræti, sem var á nafni kon- unnar hans, átti hann sjálfur engar eignir. Allar eigur fyrirtækisins — aðrar en „good will“ sem hann mat mikils —: voru bundnar í ríkisskulda- bréfum, alls 100.000 pund. Faðir hans hafði keypt þau eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar rikið var í kröggum. Henry hafði alltaf talið þetta tryggan varasjóð. En nú, þennan morgun í byrjun marz, þegar Henry var að athuga reikninga Norðurljóssins, varð hon- um ljóst hve mjög hann hafði gengið á þennan varasjóð. Hann tók símann og bað um áheyrn hjá Frank Holden forstjóra Norðurlandssparisjóðsins. Klukkan ellefu var hann staddur í skrifstofu Holdens, litlu herbergi inn af afgreiðslunni, klæddu innan með dökku maghony og með sand- blásnu gleri í gluggum. Holden heilsaði honum hjartanlega með handabandi og bauð honum sæti. Feður þeirra höfðu verið nánir vin- ir. Þess vegna átti Henry hægra með að hefja máls á því sem honum lá á hjarta. Hann sagði: „Frank, ég er kominn til að biðja þig um lán.“ „Ég var eiginlega að vona að þú hefðir litið inn svona rétt til að spjalla við mig,“ sagði Holden og brosti lítið eitt eins og til að slæva brodd þess sem á eftir kæmi. ,,Þú veizt, Henry, að þú hefur gengið talsvert nærri okkur upp á siðkastið. Ég býst við að þú vitir hve yfirdrátt- urinn er orðinn mikill." „Auðvitað. En þú hefur skulda- bréfin sem tryggingu." Holden virtist hugsi. „Á hvað voru þau keypt —• 104, var það ekki?“ „Það mun láta nærri." „Þau ganga nú á 63%. Og ég hygg þau eigi eftir að lækka enn meira. Af hverju seldirðu ekki þegar ég réði þér til þess?“ „Sem góður borgari taldi ég það skyldu mína að selja þau ekki.“ 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.