Úrval - 01.02.1959, Side 90

Úrval - 01.02.1959, Side 90
ÚRVAL, NORÐURLJÓSIÐ lagði fæturna. „Jæja, hvað get ég gert fyrir þig? Ég ætla að spila golf á eftir. Við skulum koma okkur að efninu." Henry vék beint að efninu og lagði allan sannfæringarkraft sinn í mál- flutninginn. Bak við kumpánlega framkomu Weatherbys mátti greina vökul augu. Þegar Henry hafði lok- ið máli sínu, tók hann út úr sér vindilinn og horfði á glóðina. ,,Þú ert á ótraustum ís, Henry. Ef hann brestur, hvers virði eru þá eignir þínar? Skrifstofur þínar eru gamal- dags, það ætti að rífa húsið, þú gætir ekki fengið eyri út á það. Prentsmiðjan er nokkurs virði, en hún er í leiguhúsnæði. Og ',,good will“ — hver myndi gefa eyri fyrir slíkt, ef Tíðindin legðu þig að velli?" „Til þess kemur ekki.“ „Þú segir það. En hvernig hefur þér gengið hingað til ? Þessir ná- ungar eru kannski ekki sérlega virðulegir, en þeir kunna tökin. Blaðið þeirra er ekki sambærilegt við Norðurljósið, en það kann að segja fréttir. 1 gær var t. d. ágæt frásögn, vafasöm auðvitað, en skemmtileg, um ítalska greifann og vinkonu hans, sem tekin voru fyrir heroin smygl." „Já,“ sagði Henry beisklega. ,,Á þessu lifa þeir — á glæpum, svik- um og saurlifnaði. Sönn blaða- mennska er heiðarleg atvinnugrein. Það hafa verið í henni miklir menn og eru enn, gáfaðir og heiðarlegir menn sem þekktu skyldur sínar við almenning. Sérðu ekki að það væri svívirða ef svona blað kæmist til áhrifa og valda hér i bænum?" „Heyrðu nú, Henry. Þetta er nú nokkuð djúpt tekið i árinni. Ég er bara að reyna að sýna þér hverja þú átt í höggi við. Ég kæri mig ekki um að horfa á þig skera þig sjálfan á háls. Af hverju hættirðu ekki í tíma? Ég skal gera mitt til að þú fáir sannvirði fyrir þitt.“ „Nei. Ákvörðun minni verður ekki haggað." Weatherby tók út úr sér vindilinn. „Eg hef alltaf talið þig greindan mann, Henry — en hálfgerðan skýja- glóp, þú fyrirgefur að ég segi það. Ég held þú farir mjög heimskulega að ráði þínu núna, en það er þó að minnsta kosti töggur í þér. Okkar á milli sagt þá dáist ég að þér." „Láttu mig þá fá lánið. Tuttugu þúsund pund. Frá byrjun næsta mán- aðar." „Nei, því get ég ekki lofað. Ég verð að ræða það við Holden og hina. Við látum þig vita." Weatherby reis á fætur. 1 krafti áhrifa sinna hafði honum verið boð- ið framboð við næstu kosningar, og hann vissi að þá þyrfti hann á stuðningi blaðs í bænum að halda. En yrði það Norðurljósið eða Tíð- indi ? Án efa hið síðarnefnda. Lán til Henrys kom því ekki til mála. Hann klappaði Henry á öxlina, spurði um Alice og fylgdi honum til dyra. Þessi neitun var þungt áfall fyrir Henry, en hún stælti hann um leið. Hann skyldi ekki gefast upp. Ef sparisjóðurinn vildi ekki lána út á skrifstofuhús Norðurljóssins, gat hann leitað til Byggingafélags Hed- leston. En af þvi að það tæki tíma, 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.