Úrval - 01.02.1959, Síða 91

Úrval - 01.02.1959, Síða 91
NORÐURLJÓSIÐ TJRVAL yrði hann fyrst að biðja Alice að veðsetja húsið. Honum var það mjög á móti skapi, en hjá því varð ekki komizt. Hann hafði ekki verið nema fimm mínútur í skrifstofu sinni þegar Maitland kom inn. „Svo virðist sem við verðum einum færri á ritstjórn- arfundinum í dag,“ sagði hann. „Balmer er farinn." „Farinn ?“ „Farinn. Flúinn. Hérna er upp- sögn hans." Henry starði sljóum augum á um- slagið sem Maitland fleygði á skrif- borðið. „En hann verður að segja upp með mánaðar fyrirvara." „Ætli það. Hann hefur hara haft vistaskipti, er kominn til Tíðinda. Balmer er alltaf þar sem aura er von." Henry þagði og Maitland hélt áfram: „En það er sjaldan ein báran stök, Henry. Tveir af prenturunum, Perkins og Dodds, eru líka farnir þangað." „Hvað merkir þetta? Eru þeir sannfærðir um að við séum húnir að vera?" „Það held ég varla, en þeir vita að við eigum í erfiðleikum. Þeir hafa sennilega verið keyptir með yfirboði og samningum til langs tíma. filg hugsa að þeir haldi að þeir geti ekki tapað." Henry beit á vörina. Hann hafði treyst á hollustu manna sinna, og góðir menn voru ekki gripnir úr götunni. „Við verðum að snúa okk- ur til vinnumiðlunarskrifstofunnar strax," sagði hann að lokum. „Ég skal senda skeyti til Tyne- castle." „Og líka til Liverpool og Man- chester." Hann kinkaði kolli. Þetta geng- ur. Sjáumst seinna." Eftir skeytasendingar allan daginn tókst þeim loks að fá setjara frá Liverpool og loforð um annan frá Tynecastle í byrjun næstu viku. Það gladdi Henry þegar Lewis kom og bauðst til að vinna eftirvinnu og kvaðst reiðubúinn að gera allt sem hann gæti. Og Poole gat hann treyst, þótt hann hefði vangæfa lund, hann var svarinn óvinur Nye. Umbrot- ið yrði hann að sjá um sjálfur. Þess- ar tilfæringar leystu hnútinn, en liðið var of þunnskipað, og Henry ákvað að fara til sonar síns. Davíð varð að hlaupa í skarðið, um stundar- sakir að minnsta kosti. 6. KAFLI. Klukkan fimm hætti Henry að vinna og lagði af stað til Sleedon. Það var mildur kvöldblær á og ó- Venju kyrrt við sumarhúsið. En svo kom hann auga á Coru við gluggann við vinnu sína. Þegar hún heyrði hann nálgast leit hún upp og það birti yfir svip hennar. Hún spratt á fætur og hljóp til dyranna. Henry komst i gott skap af að sjá hana. 1 fyrsta skipti í marga daga fann hann til léttis. „Mér datt í hug að skreppa snöggvast. Kem ég til óþæginda?" „Þú ert aldrei til óþæginda." Hún tók um báðar hendur hans. „Það er indælt að sjá þig. Ég var að búa mig undir leiðinlegt kvöld." „Því trúi ég ekki. Þú ert aldrei leiðinleg. Hvar er Davíð?" 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.