Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 92

Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 92
TjRVAL Hún hikaði. „Hann fór til Scar- borough . . . til að tala við Evans lækni." „Er hann ekki frískur?" spurði Henry eftir stutta þögn. „Það held ég, en hann hefur verið dálítið kvíðinn upp á síðkastið." „Út af hverju?" „Út af sjálfum sér." „Hræddur um að sér muni versna?" spurði Henry. „Líka það. Það fór að bera á þessu fyrir tveim vikum. Pyrst missti hann áhugann á bókinni sinni. Svo fór hann að tala um hve illa sér hefði liðið áður en við kynnt- umst. Ég reyndi að eyða þessu, en hann hélt áfram: „Ef ég yrði eins aftur, Cora —“ o. s. frv. Svo á mánudaginn kom hann ofan af lofti. „Við hvern varstu að tala?" spurði hann. Engan, sagði ég. „En ég heyrði í einhverjum," sagði hann. „Varstu að tala við sjálfa þig?“ Ég neitaði því auðvitað og reyndi að slá þessu upp i grín. En hann fór að leita í hverjum krók og kima. Auðvitað fann hann engan. Þá leit hann ringl- aður á mig. „Cora," sagði hann, „ég er farinn að heyra ofheyrnir." Eg sagði honum að honum hlyti að skjátiast. En seinna um daginn sagð- ist hann þurfa að tala við lækninn. Hann vildi ekki lofa mér að fara með sér. Hann kvaðst verða að fara einn, annars mundi hann aldrei kom- ast yfir þetta." Henry reyndi að sætta sig við þessi vonbrigði. Hann hafði komið til að leita hjálpar, en í staðinn varð hann nú að veita hjálp. Svo sá hann að augu hennar voru full af tárum og NORÐURLJÓSIÐ hann tók um handlegg hennar. „Komdu, við skulum fá okkur göngu. Utiloftið hressir þig." Þau gengu með fram sjávargarð- inum eins og venjulega, og þótt þau töluðu tæpast orð varð gangan þeim til góðs. TJti hjá vitanum var logn; það var hálfrokkið og kyrrð yfir öllu. Dauft mistur huldi hafsbrúnina og spegilsléttur sjórinn virtist teygja sig út í óendanleikann. Þau stóðu þögul og Henry fannst að samband þeirra hefði aldrei fyrr verið svo náið. Þegar þau komu heim í kof- ann leit hún á hann og í augum hennar las hann ástúð og þakklæti. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart þér,“ sagði hún. „Þú hefur nógar byrðir að bera." „Ég rís undir þeim. Jæja, það er víst bezt að halda heim." „Nei," sagði hún einbeitt. „Þú verður að koma inn og fá þér bita." I rauninni kærði Henry sig ekki um að fara strax, og þegar hún minntist á mat, fann hann að hann var svangur. „Ég ætla að sitja í eldhúsinu og horfa á þig,“ sagði hann. Hinar mjúku öruggu hreyfingar hennar höfðu sefandi áhrif á hann. Það slaknaði á þenslunni sem at- burðir síðustu vikna höfðu viðhaldið í honum, og allt í einu heyrði hann sjálfan sig segja: „Cora, mér finnst ég yngjast upp í návist þinni." „Drottinn minn." Hún brosti til hans. „Þú ert ekki gamall. Ekki í mínum augum." Maturinn sem hún bar honum var bacon og egg með tei og ristuðu brauði og á eftir rabarbaramauk. S6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.