Úrval - 01.02.1959, Síða 102

Úrval - 01.02.1959, Síða 102
tjRVAL, N ORÐURLJ ÓSIÐ og' lofaði betri árangri í náinni fram- tíð. Greeley lofaði honum að rausa, svo sagði hann: „Af upphæð þeirri sem þessu ólánsama fyrirtæki var í upphafi ætlað eru nú eftir minna en tiu þúsund pund. Með sama áfram- haldi ættu þau að endast í sex vikur. Hvað ætlið þið að gera þá, ef ég' má spyrja?" „Við vonum auðvitað — nú þegar við erum svo nærri settu marki — að við munum fá viðbót.“ Greeley hristi höfuðið. ,,Ég get ekki ráðið Somerville til að leggja fram meira fé. Ef ekki gerist eitt- hvað óvænt, verður að afskrifa allt fyrirtækið." ,,Já," sagði Nye, „en nú hefur ein- mitt slíkt gerzt." Hann kveikti sér í sígarettu og gaf sér góðan tíma. Hann ætlaði ekki að láta þennan ná- haus hrinda sér um koll. Hann kærði sig þó ekki um að fá hann á móti sér. Hann gætti þess því að vera kurteis þegar hann hóf máls á ný: „Mér virðist þið báðir einblína svo á kostnað og prósentur, að þið sjáið ekki lengra. Það var mikið verk að hleypa Tíðindum af stokkunum, og þessi Page hefur reynzt sterkari en við bjuggumst við, og þrátt fyrir ýmsa góða spretti hefur okkur ekki tekizt að ryðja honum úr vegi. Á þetta einblínið þið. En á meðan þið, Greeley, á aðalskrifstofunni hafið horft á okkur og núið höndum, hef ég fylgzt með þvi sem er að gerast hinum megin. Page hefur rekið blað sitt með engu minna tapi en við, og undanfarna tvo mánuði hefur hann verið að leita eftir láni, en ekki feng- ið. Hann hefur notað lánstraust sitt til hins ýtrasta. Þegar reikningarn- ir tóku að hrúgast upp veðsetti hann húsið sitt og líftryggingu sína, seldi postulinssafn sitt og fór fram á það við einn af hinum gömlu starfsmönn- um sínum, að hann sætti sig við 20% launalækkun. Með öllu þessu er þó ekki sagt að hann geti ekki þraukað enn um skeið og gert okk- ur lífið leitt. En það sýnir að hann er mjög illa stæður, og að ekki þarf þungt högg til að velta honum." Greeley ók sér í sætinu. „Þessi skotgrafahernaður gæti haldið áfram endalaust. Og hvaðan ætti þetta lokahögg, ef ég má nota orð yðar, að koma?" Nye hallaði sér áfram og gerði sér nú far um að tala skýrt: „Page á sjálfur húsið sem Norð- urljósið er i, en hann á ekki húsið sem prentsmiðjan er í. Það hús átti maður að nafni Harbottle, vinur föður Page, og nú á ekkja hans það. Leigusamningurinn er gamall og leigan mjög lág. Eg er hérna með ljósprentun af samningnum." Greeley lagði nú við hlustirnar. Smith hlustaði einnig og starði opinmynntur og eins og' dáleiddur á Nye. „Ég komst að þessu öllu fyrir rúm- um mánuði, og ég fullvissa ykkur um að það var ekki fyrirhafnar- laust. 1 byrjun júní komst ég í sam- band við frú Harbottle i gegnum Balmer, sem kom til okkar frá Norð- urljósinu. Ég lagði mig fram um að þóknast henni, ympraði eins og af tilviljun á leigusamningnum, sýndi henni fram á hvað hann væri óhag- stæður og fékk hana að lokum til 96
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.