Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 108

Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 108
TjFRVALi NORÐURLJÖSIÐ því upp I sprautu. „1 þetta sinn ætla ég að gefa þér dálítið róandi. Svo ferðu beint í rúmið.“ Á eftir stóð Henry upp og klæddi sig. Bölsýnisspádómar Bards fengu ekki svo mjög á hann, það var svo margt annað sem upptók huga hans; auk þess hafði honum alltaf fund- izt Ed ganga óhóflega langt í var- færni sinni. En hann gat ekki látið sem hann virti ráð hans að vettugi. „Ég skal fara mér hægt," sagði hann, „eftir viku eða svo.“ Svo bætti hann við með annarlegum róm: „Kannski fyrr." „Það væri eins gott.“ Bard lyfti brúnum. „Þú ert slæmur sjúklingur, en ekki slæmur náungi inn við bein- ið. Komdu til min á morgun, ég ætla að gefa þér nokkrar Dicumarol sprautur. Og hérna —“ Hann rétti Henry nokkur hylki vafin í bómull. ,,Ef þú færð aftur aðkenningu þá brjóttu eitt af þessum og andaðu að þér úr því." Hann fylgdi Henry út i leigubíl og sagði bílstjóranum að aka til Hanleystrætis. Henry lét bílinn aka af stað í áttina heim á leið, en þegar hann kom að næsta götuhorni sagði hann bílstjóranum að aka rak- leitt til skrifstofu ' Norðurljóssins. Hann var alveg búinn að ná sér eftir aðsvifið. Hugsun hans var skýr, verkurinn var horfinn, hann var ekki lengur móður, og kannski var það sprautu Bards að þakka að yfir hann var komin einhver annar- leg ró sem virtist skerpa sjón hans. Henry leit á úrið — tæplega fimm. Það var nógur tími enn. Hann borgaði bílinn og fór hægt upp stigann. Maitland sat við skrif- borðið hans bersýnilega í döprum hugleiðingum. Þegar hann sá Henry spratt hann upp. „Hvað nú?“ Augu hans lýstu undrun og áhyggjum. „Til hvers komstu aftur?" „Til að koma blaðinu út." Maitland fölnaði. „Heyrðu mig nú, Henry. Þú áftir að fara í rúmið.“ „Seinna," sagði Henry. „Hvað áttu við ? Þú veizt að vél- arnar ganga ekki. Við getum ekki prentað eina linu." „Hvað um það. Veiztu ekki að aldrei hefur fallið niður eitt einasta tölublað af Norðurljósinu í hundrað áttatíu og átta ár? Jafnvel ekki þeg- ar James Page varð að skrifa með eigin hendi fregnmiða á tímum Napóleonstríðsins. Meðan ég lifi skal ég einhvern veginn koma því út.“ „Einhvern veginn?" endurtók Maitland. „Hvað áttu við?" „Við fjölritum það bara. Það er hægt að vélrita það á stensil og rúlla því í gegnum fjölritara." „Þú færð í hæsta lagi 800 eintök af stenslinum, og síðustu tvö hundr- uðin verða sennilega mjög óskýr." „Við notum marga stensla. Við skerum efnið niður eins og hægt er. Með því að láta sex véiritara vinna nótt og dag getum við komið út tveggja síðna blaði í 5000 eintökum. Við skulum hætta að tala og byrja að vinna. Biddu Moffatt að hringja á Fjölritunarstofu ungfrú Renshaws til að fá alla þá vélritara og allar þær vélar sem hún getur látið í té. Við borgum eftirvinnu. Komdu með fréttaræmuna frá AP. Og segðu 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.