Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 110

Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 110
tJRVAL ið var við, að menn voru æstir út af þessu. Halliday, framkvæmda- stjórinn hans, hafði fordæmt kaup Tíðinda á prentsmiðjuhúsinu; það væri skömm að gamalt æruverðugt fyrirtæki í Hedleston skyldi vera hrakið þannig á gaddinn af aðskota- fuglum. Jim Davies, verkstjórinn hans, þriggja álna rumur og lands- liðsmaður í knattspyrnu, mælti ber- sýnilega fyrir munn allra sinna manna þegar hann sagði: „Þetta var sóðabragð, Sir Archie. Einmitt þeg- ar Page var aftur að fá yfirhönd- ina. Það ætti að gera eitthvað í þessu.“ Þessi orð hljómuðu fyrir eyrum Weatherbys þar sem hann stóð við gluggann sinn og kveikti í fyrsta vindlinum þennan morgun. Sjálfur var hann lítt snortinn af atburðinum; samt voru hliðar á málinu sem skír- skotuðu til hans. Hégómagirnd hans fullvissaði hann um að hann væri forustumaður í bænum. Þegar hann afhenti verðlaun á íþróttamótum eða í gagnfræðaskólanum, hljómuðu húrrahrópm fyrir Sir Archie eins og Ijúfur söngur í eyrum hans. Oft sagði hann í spaugi við konu sína eftir slíka atburði: „Ellie, þú ert gift vinsælasta manninum í Hedleston." Og nú kom hann auga á tækifæri til að rísa enn hærra í áliti almenn- ings, jafnframt því sem hann „gerði sjálfum sér gott um leið“, eins og hann orðaði það. Fimmtán, jafnvel tuttugu þúsund punda lán skipti hann litlu máli, en það mundi næst- um örugglega nægja Norðurljósinu til bjargar. Fréttin um það mundi berast eins og eldur í sinu. Hann NORÐURLJÖSIÐ yrði dáður fyrir það að ganga fram fyrir skjöldu til stuðnings réttlæti og heiðarleika í viðskiptum, og til þess að verja heiður Hedleston. Auk þess mundi það reynast arðbær fjár- festing þegar kæmi til þingkosninga. Henry mundi áreiðanlega styðja hann heilshugar í næstu kosningum. Það var óhætt að reiða sig á hann, en það var meira en hægt var að segja um þennan Nye; hann var full slung- inn til þess að óhætt væri að treysta honum. Weatherby hringdi á ritara sinn. „Náðu fyrir mig í samband við Norðurljósið." Meðan hann beið, flaug honum nýtt í hug. „Nei, náðu fyrst í frú Weatherby." Þegar hér var komið sögu, var Alice komin heim. Hún fór inn í bókaherbergið og settist. Þetta hafði Henry kallað yfir hana — frá byrj- un hafði hún varað hann við, en hann hafði engu skeytt aðvörunum henn- ar, þetta var árangurinn. Hún flýði á náðir skozkunnar eins og hún átti vanda til þegar hún talaði við sjálfa sig: „Jæja, frú min góð, þú færð aldrei að sjá Hawai þína; og mót- tökuhátíð þin fyrir sinfóníuhljóm- sveitina er líka farin veg allrar ver- aldar.“ Svo hugsaði hún til fram- tíðarinnar. Hún ætlaði að vera Henry trú, hún hafði verið honum góð kona, þrátt fyrir allt. Áætlanir um fórnfýsi flögruðu um huga hennar. Hún ætlaði að gera sitt til að fram- fleyta fjölskyldunni. Auðvitað mundi hún fyrst selja skartgripi sína. Ekki svo að skilja að hún ætti mikið af þeim, Henry hafði aldrei haft smekk fyrir slíku. En þeir myndu að 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.