Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 110
tJRVAL
ið var við, að menn voru æstir út
af þessu. Halliday, framkvæmda-
stjórinn hans, hafði fordæmt kaup
Tíðinda á prentsmiðjuhúsinu; það
væri skömm að gamalt æruverðugt
fyrirtæki í Hedleston skyldi vera
hrakið þannig á gaddinn af aðskota-
fuglum. Jim Davies, verkstjórinn
hans, þriggja álna rumur og lands-
liðsmaður í knattspyrnu, mælti ber-
sýnilega fyrir munn allra sinna
manna þegar hann sagði: „Þetta var
sóðabragð, Sir Archie. Einmitt þeg-
ar Page var aftur að fá yfirhönd-
ina. Það ætti að gera eitthvað í
þessu.“
Þessi orð hljómuðu fyrir eyrum
Weatherbys þar sem hann stóð við
gluggann sinn og kveikti í fyrsta
vindlinum þennan morgun. Sjálfur
var hann lítt snortinn af atburðinum;
samt voru hliðar á málinu sem skír-
skotuðu til hans. Hégómagirnd hans
fullvissaði hann um að hann væri
forustumaður í bænum. Þegar hann
afhenti verðlaun á íþróttamótum eða
í gagnfræðaskólanum, hljómuðu
húrrahrópm fyrir Sir Archie eins og
Ijúfur söngur í eyrum hans. Oft
sagði hann í spaugi við konu sína
eftir slíka atburði: „Ellie, þú ert gift
vinsælasta manninum í Hedleston."
Og nú kom hann auga á tækifæri
til að rísa enn hærra í áliti almenn-
ings, jafnframt því sem hann „gerði
sjálfum sér gott um leið“, eins og
hann orðaði það. Fimmtán, jafnvel
tuttugu þúsund punda lán skipti
hann litlu máli, en það mundi næst-
um örugglega nægja Norðurljósinu
til bjargar. Fréttin um það mundi
berast eins og eldur í sinu. Hann
NORÐURLJÖSIÐ
yrði dáður fyrir það að ganga fram
fyrir skjöldu til stuðnings réttlæti
og heiðarleika í viðskiptum, og til
þess að verja heiður Hedleston. Auk
þess mundi það reynast arðbær fjár-
festing þegar kæmi til þingkosninga.
Henry mundi áreiðanlega styðja hann
heilshugar í næstu kosningum. Það
var óhætt að reiða sig á hann, en
það var meira en hægt var að segja
um þennan Nye; hann var full slung-
inn til þess að óhætt væri að treysta
honum. Weatherby hringdi á ritara
sinn.
„Náðu fyrir mig í samband við
Norðurljósið." Meðan hann beið,
flaug honum nýtt í hug. „Nei, náðu
fyrst í frú Weatherby."
Þegar hér var komið sögu, var
Alice komin heim. Hún fór inn í
bókaherbergið og settist. Þetta hafði
Henry kallað yfir hana — frá byrj-
un hafði hún varað hann við, en hann
hafði engu skeytt aðvörunum henn-
ar, þetta var árangurinn. Hún flýði
á náðir skozkunnar eins og hún átti
vanda til þegar hún talaði við sjálfa
sig: „Jæja, frú min góð, þú færð
aldrei að sjá Hawai þína; og mót-
tökuhátíð þin fyrir sinfóníuhljóm-
sveitina er líka farin veg allrar ver-
aldar.“ Svo hugsaði hún til fram-
tíðarinnar. Hún ætlaði að vera Henry
trú, hún hafði verið honum góð
kona, þrátt fyrir allt. Áætlanir um
fórnfýsi flögruðu um huga hennar.
Hún ætlaði að gera sitt til að fram-
fleyta fjölskyldunni. Auðvitað mundi
hún fyrst selja skartgripi sína. Ekki
svo að skilja að hún ætti mikið af
þeim, Henry hafði aldrei haft smekk
fyrir slíku. En þeir myndu að
104