Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 112
ÚRVAL,
NORÐURLJÓSIÐ
hefur loksins opnað augu fólksins.
1 allan morgun hafa ringt yfir okk-
ur skeyti og símahringingar. Það
kemur afbragðs forustugrein í Berg-
m'álinu í Tynecastle i dag. Á morg-
un kemur önnur í Sendiboðanum i
Manchester. Hann brosti, í fyrsta
skipti í margar vikur. „Jafnvel
prestastéttin virðist ætla að koma
okkur til stuðnings. Gilmore hringdi
til mín og sagði mér að ræðan hans
á sunnudaginn mundi fjalla um okk-
ur, textinn yrði: Verði ljós.“
,,En, Henry, hvernig ætlarðu að
halda áfram að gefa út blaðið?"
„Fjölritað þangað til á mánudag-
inn, og það ætti að verða okkur
enn meir til góðs.“ Hann brosti.
„Tom Gourlay segir mér að fólk sé
farið að bjóða tólf skildinga í blað-
ið — hann stórgræðir. Á mánudag-
inn byrjum við aftur að prenta.
Seaton ofursti hefur lánað okkur
birgðaskemmu hersins; vélarnar
verða fluttar þangað á morgun."
,,En Henry, þú getur ekki verið
lengi í birgðaskemmunni ?“
„Auðvitað ekki. Það er bara til
bráðabirgða. Ef mér skjátlast ekki
verðum við komnir aftur á okkar
gamla stað fyrir árslok. Sérðu ekki
hvernig vopnin hafa snúizt í hönd-
unum á Tíðinda-mönnunum ? Þeir
keyptu prentsmiðjuhúsið og við höf-
um leigusamning. Þeir eru lögum
samkvæmt neyddir til að ljúka breyt-
ingum innan þriggja mánaöa. Að
þeim tíma liðnum munu þeir verða
komnir á hausinn og fegnir að losna
við það, ef ég er dómbær á hlutina.
Ég skal segja þér, Alice, ég hef
aldrei verið eins hamingjusamur og
nú. Ég hef borgað skuldina við
Pappírsverksmiðjuna, greitt fólkinu
öll ógoldin laun og borgað alla reikn-
inga. Guði sé ■ lof að ég er nú úr
öllum vanda, og ef þú sýnir þolin-
mæði líður ekki á löngu áður en þú
færð húsið aftur á þitt nafn. Ég er
ákaflega vongóður Alice, og fullur
þakklætis. Og nú,“ hann strauk
hendinni þreytulega um ennið, „verð
ég að fara aftur í skemmuna."
Hún leit spyrjandi á hann. „Getum
við þá haldið sinfóníuhljómleikana í
ár ?“
„Auðvitað. Ég ætla að drífa í því.
Það er ágæt auglýsing, og auk þess
höfum við gaman af því.“
„Þá get ég haft móttökuveizlu
eins og venjulega?"
Hann hló sæll og strauk kinn
hennar.
„Já, elskan mín, fyrir alla muni.
Þú veizt að ég vil að þú sért ánægð.
Og' það er verið að tala um að halda
veizlu til heiðurs mér. Þú hefðir
kannski gaman að því líka.“
Alice sat lengi þögul eftir að hann
var farinn. Svo reif hún hægt bréf-
ið sem hún var byrjuð á, tók aðra
örk og byrjaði á ný:
Elsku Rósa mín!
Það hafa óvenjulegir atburðir
gerzt. . .
Niðurlag í næsta hefti.
■k 'k -k
106