Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 3
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 3
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL
JOURNAL
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104 – 564 4106
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Magnús Gottfreðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Elsa Valsdóttir
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Haraldsson
Sigurbergur Kárason
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Inga Þórsdóttir er ábyrgðar maður
efnis í þessu fylgiriti
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Esther Ingólfsdóttir
esther@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag fylgirits 91
500
Áskrift
14.900,- m. vsk.
Lausasala
1490,- m. vsk.
Prentun og bókband
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma
efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti,
hvorki að hluta né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar
(höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda
gagnagrunna: Medline (National Library of
Medicine), Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science Edition og
Scopus.
The scientific contents of the Icelandic Medical
Journal are indexed and abstracted in Medline
(National Library of Medicine), Science Citation
Index (SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0254-1394
Átjánda ráðstefnan um rannsóknir
í líf- og heilbrigðisvísindum
í Háskóla Íslands
Verið innilega velkomin á 18. ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um rannsóknir í
líf- og heilbrigðisvísindum. Ráðstefnan er haldin á Háskólatorgi 3.-4. janúar 2017.
Markmið ráðstefnunnar er að kynna og hvetja til samtals um vísindi, auka skilning milli fræði-
greina og möguleika á þverfræðilegu samstarfi sem getur orðið kveikja að nýjum rannsóknum. Á
dagskrá ráðstefnunnar er kynning á tæplega 300 verkefnum í formi fyrirlestra og veggspjalda, þar
af eru tveir fyrirlestrar sérstaklega ætlaðir almenningi. Boðið verður upp á málstofur sem fara að
öllu leyti fram á ensku en það er gert til þess að koma til móts við vaxandi fjölda enskumælandi
starfsfólks og nemenda. Þá verða einnig tvær spennandi gestamálstofur á dagskrá. Umsjón með
rýni ágripa og dagskrá ráðstefnunnar var í höndum undirbúningsnefndar sem naut aðstoðar
rannsóknastjóra og kynningarstjóra á sviðsskrifstofunni. Störf þeirra og fundarstjóra á málstofum
og veggspjaldasýningum eru einnig mikilvæg svo markmið ráðstefnunnar megi nást.
Lykilhlutverk Heilbrigðisvísindasviðs er að mennta hæft fólk til starfa í heilbrigðisþjónustu
og taka þátt í uppbyggingu og rekstri heilbrigðiskerfis sem þjóðin treystir á. Markmiðið er að
sinna þessu hlutverki í hæsta gæðaflokki. Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands býður upp á 18
námslínur í 6 deildum, auk meistara- og doktorsnáms í helstu grunngreinum sviðsins og sérhæft
framhaldsnám. Rúmlega 2000 manns leggja stund á nám við sviðið, þar af tæplega 70% í BS-námi,
um 15% í kandídats- eða diplómanámi og 15% í rannsóknatengdu meistara- eða doktorsnámi.
Stefna Háskóla Íslands 2012-2016 um að efla rannsóknir hefur skilað sér í miklum árangri starfs-
manna og auknu fé til rannsókna, fleiri hágæða vísindagreinum og fleiri doktorsvörnum. Röskur
fjórðungur starfsmanna sviðsins er nú ráðinn fyrir sjálfsaflafé. Stefnan 2016-2021 er að halda áfram
öflugu rannsóknastarfi og að stórauka gæði náms og kennslu. Þó rannsóknavirkni hafi aukist eru
heilbrigðisvísindagreinar sem telja sig hafa mjög litla möguleika á styrkjum hefðarinnar vegna.
Það er því mikilvægt að koma á fót heilbrigðisvísindasjóði sem hefði að markmiði að breikka og
fjölga rannsókna- og nýsköpunarverkefnum í heilbrigðisvísindum.
Stuðningur við rannsóknarinnviði Heilbrigðisvísindasviðs hefur verið aukinn og auk rann-
sóknastjóra er nú boðið upp á tölfræðiráðgjöf. Sviðið tekur einnig drjúgan þátt í rekstri heilbrigð-
isvísindabókasafns og klínísks rannsóknaseturs sem eru starfrækt innan Landspítala. Auk þessa
hefur Lífvísindasetur verið eflt og Heilsubrunnur er í uppbyggingu í samstarfi við stofnanir í heil-
brigðisþjónustu. Í apríl 2016 hlaut Heilbrigðisvísindasvið alþjóðlega Orpheus-gæðavottun á dokt-
orsnámið. Háskóli Íslands varð þar með 7. háskólinn í Evrópu til að hljóta vottunina. Orpheus eru
alþjóðleg samtök sem meta gæði doktorsnáms í líf- og heilbrigðisvísindum við evrópska háskóla.
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Ísland stendur þannig á tímamótum þar sem öflugt vísinda-
starf og áframhaldandi uppbygging innviða stuðlar að því að sviðið skipi sér í fremstu röð í
alþjóðlegum samanburði.
Velkomin á 18. ráðstefnuna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands.
Inga Þórsdóttir
prófessor og
forseti Heilbrigðisvísindasviðs
Karl Andersen
prófessor við Læknadeild og
formaður undirbúningsnefndar