Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 12
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 12 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 E 14 Prevalence and diversity of emotional abuse in childhood in Iceland Jónína Einarsdóttir, Geir Gunnlaugsson Faculty of Social and Human Sciences, University of Iceland je@hi.is Introduction: Parenting styles that include abuse can harm the develop- ment of the child’s brain with short- and long-term impact on his/her health and behavior. The aim of the study is to examine prevalence and diversity of emotional abuse of children in Iceland, and evaluate how such experience influences felt quality of upbringing as an adult. Materials and methods: A random sample of 1500 Icelandic citizens (18 years and older) was drawn from Registers Iceland. Telephone interviews were conducted in October and November 2010 by the Social Research Institute of University of Iceland. Participants were invited to express their perception of their upbringing, and answer questions regarding their experience of eight specific forms of emotional abuse in childhood. Results: Of 966, 663 (69%) had experienced one or more of the eight forms of emotional abuse. Those younger than 30 years were 2.9 times more likely to have such experience compared to those who were older (95% CI 1.9 to 4.3), and males were more likely than females to report such experience (OR 1.5, 95% CI 1.2-2.0). The perception of upbringing to have been bad or acceptable compared to good was significantly related to the number of forms of emotional abuse applied (p <0.0001) and the scope of its application (p<0.0001). Conclusions: More than 2/3 of Icelandic adults report emotional abuse as children, and both scope and diversity of forms impact negatively on felt quality of upbringing. Parenting styles can be changed, e.g. with ed- ucation, social support, and legislation. E 15 Ónæmisstjórnun ofnæmis í hrossum Cornell - Keldur sumarex- emsrannsókn Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Sigríður Jónsdóttir1, Lilja Þorsteinsdóttir1, Sigríður Björnsdóttir2, Bettina Wagner3 1Veiru- og sameindadeild, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Matvælastofnun, 3Dýra- sjúkdómadeild, Cornell Háskóla sibbath@hi.is Inngangur: Sumarexem er ofnæmi í hestum, orsakað af ofnæmisvökum úr biti smámýs, (Culicoides spp.) sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mun hærri í útfluttum hestum en íslenskum hestum fæddum erlendis og því kjörið til að bera saman dýr af sama erfðauppruna, útsett fyrir of- næmisvökum á mismunandi þroskaskeiðum. Rannsaka átti hvort sérvirk mótefni í broddmjólk mera sem bitnar hafa verið af smámýi veiti folöld- um þeirra vörn gegn exemimu. Efniviður og aðferðir: Bornir voru saman þrír árgangar af folöldum undan 15 hryssum og einum stóðhesti. Hryssurnar köstuðu á Íslandi 2011, voru fluttar til Cornell fylfullar ásamt stóðhestinum og köstuðu þar 2012 og 2013. Folöldin frá 2011 voru flutt út tveggja vetra. Hestunum er fylgt eftir með sýnatöku og reglulegri klínískri skoðun í a.m.k. þrjú ár frá útsetningu fyrir flugunni. Niðurstöður: Átta af útfluttu hryssunum (53%) höfðu fengið sumarexem eftir annað sumarið. Fimm af folöldunum sem flutt voru út tveggja vetra sýndu mild einkenni annað sumarið en einungis eitt (7%) var með sum- arexem á þriðja sumri. Folöldin sem fædd voru 2012 í Cornell sýndu engin einkenni fyrstu tvö sumrin en sex voru með mild einkenni þriðja sumarið og tvö af þessum aftur fjórða sumarið en einnig önnur fjögur. Niðurstöður úr þriðja árgangnum eru í vinnslu. Ályktanir: Niðurstöður benda til að hross sem útsett eru fyrir smámýi tveggja vetra séu í lítilli áhættu að fá sumarexem óháð útsetningu frá fæðingu. Mild einkenni sem sjást í eitt eða tvö sumur ætti ekki að greina sem sumarexem en gætu verið merki um ónæmisstjórnun. E 16 Þróun aðferðar til að meðhöndla hross um munn gegn sum- arexemi með byggi sem tjáir ofnæmisvaka Sigríður Jónsdóttir1, Fahad Raza2, Sara B. Stefánsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Eliane Marti3, Bettina Wagner2, Einar Mäntylä4, Jón M. Björnsson4, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1 1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Dýrasjúkdómadeild Cornell háskóla, 3Dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, 4ORF Líftækni sij9@hi.is Inngangur: Sumarexem er IgE miðlað húðofnæmi í hestum orsakað af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Ofnæmisvakarnir sem valda exeminu hafa verið ein- angraðir. Ójafnvægi milli Th1, Th2, og T-stýrifruma er orsök exemsins og því ætti að vera hægt að þróa ónæmismeðferð með örvun á Th1 og T-stýrifrumum. Markmið verkefnisins er að þróa aðferð til að meðhöndla hross um munn með byggi sem tjáir ofnæmisvaka. Efni og aðferðir: Aðferðin var prófuð á hestum á Keldum og sumarexems- hestum í Cornell. Ofnæmisvakarnir Culn2 og Culn4 voru tjáðir í byggi. Sérhönnuð holmél voru notuð til að meðhöndla hesta á Keldum með möluðu Culn2 byggi (n=4) eða óbreyttu byggi (n=3). Sumarexemshestar í Cornell fengu Culn4 bygg (n=3) eða óbreytt bygg (n=3). Tekin voru blóð- og munnvatnssýni, mótefnasvar prófað í elísuprófi og lumminex, húðpróf og klínísk skoðun var gerð á hestunum í Cornell. Niðurstöður: Meðhöndlun á heilbrigðum hestum örvaði Culn2 sértækt mótefnasvar, í blóði og munnvatni, aðallega IgG1 og IgG4/7. Hægt var að efla svarið átta mánuðum síðar. Mótefnin hindruðu að hluta bindingu IgE úr sumarexemshesti við Culn2. Meðhöndlun með Culn4 byggi í einungis þrjá mánuði sýndi minnkaða næmni sumarexemshesta í húðprófi gegn Culicoides extrakti og hliðrun á mótefnasvari frá IgE, IgG3, IgG5 í IgG1 og IgG4/7. Ekki var munur á hópunum í klínískri skoðun. Ályktanir: Aðferðin virðist vænlegur kostur til að meðhöndla hesta með sumarexem en framkvæma þarf rannsóknir á fleiri sumarexemshestum, með fleiri ofnæmisvökum í lengri tíma svo hægt sé að fullyrða um ár- angur. E 17 Þróun baculoveiruferja til bólusetninga gegn sumarexemi í hestum. Tilraunabólusetningar í folöldum Lilja Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur Svansson Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum liljatho@hi.is Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er há í útfluttum hestum. Baculoveirur eru skordýraveirur sem er notaðar til að tjá endur- röðuð prótein en einnig sem genaferjur. Markmið verkefnisins er að hanna baculoveiruferjur fyrir bólusetningu gegn sumarexemi. Efniviður og aðferðir: Framleiddar voru fjórar veiruferjur, þrjár fyrir bólusetningatilraunir og ein fyrir in vitro tilraunir. Veiruferjan, rBac-gB- -CMV.Culn2 notar glýkóprótein B (gB) úr equine herpesveiru 2 (EHV-2) undir stjórn polyhederin stýrils og CMV tjáningarkasettu með Culn2 ofnæmisvakageni. Hinar bólusetningaveiruferjurnar höfðu annaðhvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.