Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 26

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 26
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 26 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 (2-5 ára) en í seinna skiptið (árið 2012) milli 9 og 13 ára. Í bæði skiptin var tal barnsins metið á myndbandsupptökum en auk þess fylltu foreldrar út spurningalista um þróun stamsins. Í seinna skiptið voru börnin enn frem- ur spurð um stamið og framvindu þess. Niðurstöður: Út frá tali barnsins á myndbandsupptökum og svörum á spurningalistum í seinna skiptið kom í ljós að 9 börn, eða 24%, voru með þrálátt stam, 22, eða 58%, voru hættir og vafatilvik voru 7, eða 18%. Vafatilvik voru þau börn þar sem ekki kom stam á upptökum en börnin eða foreldrar þeirra sögðu að börnin stömuðu einstaka sinnum. Farið verður yfir þætti sem hafa áhrif á bata, svo sem kyn, ættarsögu, mál- kunnáttu, einkenni, sögu stamsins og breytileika. Ályktanir: Velt verður vöngum yfir framvindu stams, hvað þýði að bata hafi verið náð og börnin séu hætt að stama. E 62 Þátttaka í peningaspilum og algengi spilavanda meðal leikmanna íslenskra félagsliða í knattspyrnu Daníel Ólason1, Kristján Óskarsson1, Tryggvi Einarsson2, Hafrún Kristjánsdóttir2 1Sálfræði, Heilbrigðisvísindasvið, 2Íþróttafræðisvið, Háskólinn í Reykjavík dto@hi.is Inngangur: Lítið er vitað um þátttöku íþróttafólks í peningaspilum og tíðni hugsanlegs spilavanda í þeim hópi. Í þessari rannsókn var könnuð þátttaka í peningaspilum og algengi spilavanda á meðal leikmanna ís- lenskra knattspyrnuliða sem skráð voru í Íslandsmót KSÍ. Aðferð: Gögnum var safnað með rafrænum spurningalista og var haft samband við þátttakendur í gegnum Facebook síður félagsliða. Samkvæmt KSÍ voru 105 félagslið með um það bil 2.170 leikmenn 18 ára og eldri skráð í Íslandsmót. Alls fengust svör frá 725 leikmönnum á aldrinum 18-41 árs (M = 23,2), eða frá um 33% af heildarfjölda leikmanna. Meirihluti þátttakenda voru karlkyns (75,4%). Niðurstöður: Um 66% leikmanna höfðu spilað peningaspil á síð- ustu 12 mánuðum og tæplega 21% spiluðu vikulega eða oftar. Knattspyrnugetraunir á erlendum vefsíðum voru vinsælasta tegund pen- ingaspila meðal leikmanna en karlar spiluðu meira í nánast öllum gerðum peningaspila en konur. Spilavandi var metinn með Problem Gambling Severity Index (PGSI) og reyndust 3,3% karla og 0,6% kvenna eiga við spilavanda að stríða. Þátttaka í flestum gerðum peningaspila var algengari meðal leikmanna er áttu við nokkurn spilavanda að stríða og var munur milli spilavandahópa áberandi mestur fyrir knattspyrnugetraunir og póker. Athyglisvert var að um 7% leikmanna höfðu veðjað á úrslit eigin leikja á erlendum vefsíðum. Ályktanir: Almennt séð benda niðurstöður rannsóknar til þess að mikil- vægt sé að gera leikmönnum íslenskra knattspyrnuliða grein fyrir mögu- legum skaðlegum afleiðingum reglubundinnar þátttöku í peningaspilum. Einnig kann veðmál leikmanna á úrslit eigin leikja auka hættuna á hag- ræðingu úrslita (match fixing). E 63 Álagseinkenni, streita og almenn kvíðaeinkenni hjá íslenskum handboltamönnum Stefán Stefánsson1, Halldór Halldórsson2, Þorsteinn Óskarsson2 1Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands stefan@styrkurehf.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að áreiðanleikaprófa íslenska þýðingu Sport Anxiety Scale-2 spurningalistans og kanna algengi og fylgni á milli álagseinkenna, íþróttatengdra kvíðaeinkenna og almennr- ar kvíðaröskunar hjá íslenskum handboltamönnum. Efniviður og aðferðir: Spurningalistar voru sendir til 197 leikmanna í efstu tveimur deildum karla í handbolta með tveggja vikna milli- bili. OSTRC spurningalistinn kannar algengi álagseinkenna, SAS-2 spurningalistinn kannar íþróttatengd kvíðaeinkenni og GAD-7 spurn- ingalistinn mælir einkenni almennrar kvíðaröskunar. Kappagildi var notað til að kanna samræmi fyrri og seinni mælingar SAS-2, Kí-kvaðrat próf til samanburðarhópa sem svöruðu OSTRC spurningalistanum og Wilcoxon’s próf til samanburðar niðurstaða SAS-2 og GAD-7. Niðurstöður: Heildarsamræmi íslenskrar þýðingar SAS-2 spurningalist- ans í endurteknum mælingum reyndist hóflegt (56,8%) og fylgnistuðull (ICC3,1) var 0,87. Alls fundu 55,4% þátttakenda fyrir álagseinkennum: 24,1% í mjóbaki, 22,9% í öxl og 21,7% í hné. Hærra hlutfall 30 ára og eldri skráðu álagseinkenni í mjóbaki samanborið við yngri aldurshópa (p<0,01). Hærra hlutfall 18-25 ára skráðu álagseinkenni í hnjám saman- borið við en 30 ára og eldri (p<0,05). Hærra hlutfall hornamanna skráðu álagseinkenni í öxl en línumenn (p=0,04). Meðalstigafjöldi á SAS-2 spurningalistanum var 23,1 stig og á GAD-7 4,2 stig. 9,6% þátttakenda fengu ≥ 10 stig á GAD-7 spurningalistanum, sem bent getur til almennr- ar kvíðaröskunar. Lítil fylgni fannst á milli álagseinkenna, SAS-2 og GAD-7. Ályktanir: Íslensk þýðing SAS-2 virðist áreiðanlegt matstæki í endur- teknum mælingum. Einkenni almennrar kvíðaröskunar eru sambærileg og hjá íslenskum atvinnumönnum í boltaíþróttum, en meiri en hjá al- mennu þýði. Tíðni álagseinkenna í hné og öxl eru sambærileg erlendum rannsóknum en tíðni mjóbakseinkenna er hærri í þessari rannsókn. E 64 Hvert er hlutverk sjúkraþjálfara með íslenskum íþróttaliðum? Bríet Bragadóttir1, Harpa Söring Ragnarsdóttir2, Árni Árnason2 1Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands, 2Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands brietbr@simnet.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna starf sjúkra- þjálfara á Íslandi með íþróttafólki og íþróttaliðum. Fáar rannsóknir hafa farið fram á starfi sjúkraþjálfara með íþróttaliðum hér á landi og erlendis. Rannsókn sem þessi getur gefið vísbendingu um hvernig sjúkraþjálfarar á Íslandi haga starfi sínu með íþróttaliðum og íþróttafólki. Lögð var áhersla á viðveru, meðhöndlun, forvarnir, aðstöðu, þjálfun og samskipti. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur með tölvupósti til allra starfandi sjúkraþjálfara í Félagi sjúkraþjálfara á Íslandi. Svörun spurn- ingalistans var 65%. Við tölfræði úrvinnslu var notast við Kí-kvaðrat og Fisherspróf til að reikna marktæki spurninga sem bornar voru saman. Niðurstöður: 39% sjúkraþjálfara á Íslandi sem svöruðu spurningalist- anum sinntu sjúkraþjálfun íþróttafólks og höfðu 17% sjúkraþjálfara íþróttalið/-fólk í sinni umsjá (þ.e. voru ráðnir til starfa af ákveðnu félagi eða liði). Helsta hlutverk sjúkraþjálfara í keppni var skoðun (95%), greining (95%), meðhöndlun (95%), ráðgjöf (92%), fræðsla vegna meiðsla (92%), undirbúningur íþróttamanns fyrir keppni (94%) og ákvarðanataka eftir meiðsli (92%). Alls unnu 65% sjúkraþjálfara sjálfir eða í samráði við þjálfara liðsins að forvörnum gegn meiðslum og 40% sjúkraþjálfara komu að þjálfun íþróttaliðs/-manna utan þjálfunar slasaðra íþróttamanna. Alls sögðu 32% sjúkraþjálfara að þjálfarar eða aðrir reyndu að hafa áhrif á ákvarðanatöku sína varðandi slasaða íþróttamenn. Þegar borið var saman starf sjúkraþjálfara hjá körfubolta-, knattspyrnu- og handknattleiksliðum fannst enginn marktækur munur. Ályktun: Með svörun spurningalistans hefur fengist ákveðin mynd af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.