Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 32
32 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103
fæðingu án inngripa (n=44, 10.7%). Af 101 konu með lágan fæðingarótta
vildi 21 kona (20.8%) fæðingu án inngripa. Af 66 konum með hátt sjálfsör-
yggi varðandi eigin fæðingarþekkingu vildu 15 (22.7%) konur fæðingu án
inngripa. Konur með lágan fæðingarótta voru líklegri til að vilja fæðingu
án inngripa samanborið við konur með meðal fæðingarótta (RRa=2.83;
95%CI; 1.48-5.41) og háan fæðingarótta (RRa=4.86; 95%CI; 1.37-17.27).
Konur með hátt sjálfsöryggi varðandi eigin fæðingarþekkingu voru lík-
legri til að vilja fæðingu án inngripa samanborið við konur með meðal
sjálfsöryggi (RRa=2.81; 95%CI; 1.51-5.22) og lágt sjálfsöryggi (RRa=3.42;
95%CI; 1.43-8.18).
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að ungar konur á Íslandi með
lágan fæðingarótta og hátt sjálfsöryggi varðandi fæðingarþekkingu sína
séu líklegri til að vilja fæðingu án inngripa en ungar konur með hærri
fæðingarótta og lægra sjálfsöryggi varðandi fæðingarþekkingu sína.
E 82 Fæðingarinngrip á Íslandi og tengsl við lífstílssjúkdóma
barnshafandi kvenna: lýðgrunduð rannsókn (1989-2014)
Emma Swift1, Helga Gottfreðsdóttir2, Helga Zoëga3
1Hjúkrunarfræðideild (Ljósmóðurfræði), Háskóli Íslands, 2Hjúkrunarfræðideild, Háskóli
Íslands, 3Læknadeild, Háskóli Íslands
ems23@hi.is
Inngangur: Inngrip í fæðingar hafa aukist á undanförnum árum víða
um heim. Einnig hefur algengi lífstílssjúkdóma, eins og sykursýki og
háþrýstings, aukist. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa breytingum á
notkun algengra fæðingarinngripa á Íslandi yfir 26 ára tímabil og jafn-
framt að kanna hvort sykursýkis- og háþrýstingsgreiningar móður hafi
áhrif á notkun inngripa í fæðingu.
Efniviður og aðferðir: Í þessari lýðgrunduðu rannsókn voru notuð
gögn úr Fæðingaskrá frá árunum 1989-2014. Í Fæðingaskrá má finna
upplýsingar um allar fæðingar barna á Íslandi sem fædd eru þyngri en
500 grömm eða eftir 22. viku meðgöngu. Til grundvallar lágu 114.501
fæðingar yfir 26 ára tímabil. Algengum inngripum var lýst yfir tíma en
einnig eftir félagslegum og meðgöngutengdum þáttum móður. Poisson
aðhvarfsgreining var notuð til að skoða tengsl greininga á sykursýki og
háþrýstingi og algengi inngripa í fæðingar.
Fyrstu niðurstöður: Algengi gangsetningar tvöfaldaðist á tímabilinu (frá
10,6% til 23,4%), og algengi mænurótardeyfingar fór úr 28,0% í 51,8% á
sama tímabili. Algengi keisaraskurðar breyttist lítið (frá 12,1% í 15,8%).
Fæðingarinngrip eru frekar nýtt hjá konum sem hafa greiningu um há-
þrýsting eða sykursýki en sú mikla aukning sem orðið hefur á fæðingar-
inngripum skýrist þó ekki fyllilega af fjölgun í þessum hópum.
Ályktanir: Algengi keisaraskurðar var stöðug á Íslandi á árunum 1989-
2014. Á sama tíma tvöfaldaðist algengi gangsetninga og mænurótardeyf-
inga. Þessa aukningu má að einhverju leyti skýra með aukningu á grein-
ingum á háþrýsting og sykursýki. Frekari rannsókna er þörf til að skoða
hvaða ástæður liggja að baki mikilli aukningu í notkun gangsetninga og
mænurótardeyfinga í fæðingum á Íslandi.
E 83 Ástæður valkeisaraskurða og nýgengi öndunarörðugleika hjá
börnum sem fæddust með valkeisaraskurði á Landspítalanum 2000-
2014
Jóhanna V. Ríkharðsdóttir1, Hildur Harðardóttir2, Margrét Sigurðardóttir3, Þórður
Þórkelsson3
1Háskóli Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, Háskóli Íslands, 3Barnaspítali Hringsins
johanna105@gmail.com
Inngangur: Til að minnka líkur á öndunarörðugleikum hjá nýburum
sem fæðast með valkeisaraskurði er mælt með að þeir séu ekki gerðir
fyrr en 39 vikna meðgöngu er náð. Þrátt fyrir þau tilmæli er hluti þeirra
gerður fyrir þann tíma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda
og ástæður valkeisaraskurða sem gerðir voru fyrir 39 vikna meðgöngu
og skoða hvort hægt hefði verið að fresta hluta þeirra þar til 39 vikna
meðgöngu var náð. Jafnframt var kannað nýgengi öndunarörðugleika
hjá börnum sem fæddust með valkeisaraskurði.
Efniviður og aðferðir: Klínískra upplýsinga var aflað úr mæðraskrám
og sjúkraskrám barna sem fæddust með valkeisarskurði á Landspítala
eftir ≥370 vikna meðgöngu árin 2000-2014. Fjölburar voru útilokaðir frá
rannsókninni.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fæddust 2574 börn með valkeisara-
skurði á Landspítalanum eftir ≥37 vikna meðgöngu, þar af 608 eftir 370-
386 vikna meðgöngu. Læknisfræðilegar ábendingar voru til staðar í 207
tilfellum en ekki hjá 401, sem hefði mögulega verið hægt að fresta til ≥390
vikna meðgöngu. Nýgengi öndunarörðugleika hjá börnum sem fæddust
eftir 370-386 vikna meðgöngu var 5,9% en 2,7% eftir >390 vikna meðgöngu
(p<0,001).
Ályktanir: Rannsóknin staðfestir mikilvægi þess að bíða með að gera val-
keisaraskurði þar til 39 vikna meðgöngulengd er náð, til að minnka líkur
á öndunarörðugleikum hjá börnunum. Á Landspítala eru rúmlega 15%
valkeisaraskurða gerðir fyrir 39 vikna meðgöngu án læknisfræðilegrar
ástæðu. Þeim ætti að vera hægt að fresta þar til 39 vikna meðgöngu er náð
og með því minnka nýgengi öndunarörðugleika hjá nýburum, sem fæðast
með valkeisaraskurði, frá því sem nú er.
E 84 Tengsl fæðingastellinga við útkomu spangar eftir innleiðingu
breytts vinnulags á öðru stigi fæðingar á Landspítala
Edda Sveinsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir
Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands
eddasveins@simnet.is
Inngangur: Mikilvægt er að kona í fæðingu hafi val um fæðingarstellingu
en það hefur bæði áhrif á framgang fæðingar og fæðingarreynslu konunn-
ar. Rannsóknir eru misvísandi varðandi stellingar í fæðingu og spangar-
áverka. Um síðustu aldamót jókst tíðni 3° og 4°spangarrifa á Íslandi og
náði 5,6% árið 2008. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar í fæðingarhjálp til
að draga úr áverkum á spöng en líklegt er að sumar þeirra hafi áhrif á þá
stellingu sem konan fæðir barn sitt í.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var hálfstöðluð íhlutunarrannsókn.
Fæðingarstellingar voru skoðaðar í tengslum við nýtt vinnulag sem var
innleitt 2011 til að draga úr tíðni alvarlegra spangaráverka á öðru stigi
fæðingar. Allar konur sem fæddu um leggöng frá 2012-2014 (n=7242) voru
þátttakendur. Horft var til ýmissa þátta varðandi fæðinguna og útkomu
hennar, s.s. fæðingarstærðar, tímalengdar fæðingar, notkunar oxytósíns
auk fæðingarstellingar. Gögnum frá tímabilinu fyrir íhlutun var safnað
afturskyggnt.
Niðurstöður: Fæðingarstelling var eingöngu skráð með markvissum
hætti eftir innleiðingu á breyttu vinnulagi. Algengasta fæðingastellingin
var hálfsitjandi staða (n=4207) með 3% tíðni alvarlegra spangaráverka.
Hæsta tíðnin m.t.t. stellingar var 6% meðal kvenna sem fæddu á fæðingar-
kolli (n=18), í stoðum (n=640) eða annarri óskilgreindri stellingu (n=55).
Eftir innleiðingu dró úr vatnsfæðingum.
Ályktanir: Vinnulagið virðist hafa áhrif á fæðingarstellingar og ljósmæð-
ur gætu haft tilhneigingu til að stýra konunum meira eftir að nýtt vinnu-
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1