Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 39 X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 Mikilsvert er að niðurgreiða getnaðarvarnir til að konur hafi val um fleiri tegundir getnaðarvarna og geti á öruggan hátt haft stjórn á barneignum. E 105 Alvarleg gula hjá nýburum: nýgengi og áhættuþættir Ása U. Bergmann Þorvaldsdóttir, Þórður Þórkelsson Barnaspítali Hringsins, Háskóli Íslands asaunnur@gmail.com Inngangur: Nýburagula orsakast af auknu magni gallrauða (bilirubin) í blóði. Ef þéttni blóðrauða í blóði nýbura verður mjög há er hætta á að hann nái að fara yfir blóð-heilaþröskuld, sem getur valdið alvarlegum heilaskemmdum. Efni og aðferðir: Gerð var afturskyggn tilfellaviðmiðarannsókn á fullburða nýburum (meðgöngulengd >37 vikur) sem fæddust á Landspítalanum 2008-2014 og mældust með gallrauða ≥350 µmól/L í blóði. Fyrir hvert tilfelli var fundið eitt viðmið í þjóðskrá, parað á fæðingardegi. Nýgengi alvarlegrar nýburagulu (gallrauði ≥350 µmól/L) var reiknað sem fjöldi tilfella árlega miðað við heildarfjölda fullburða barna sem fæddust á Landspítalanum. Niðurstöður: 128 börn uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Nýgengi alvarlegrar gulu yfir allt tímabilið var 0.58%. Börn með alvarlega gulu voru fædd eftir styttri meðgöngulengd en viðmiðin (<0,0001), voru líklegri að vera með mar við fæðingu (p=0,0068), að hafa lést meira fyrstu fimm dagana eftir fæðingu (p=0,0125) og að hafa útskrifast af spítalanum <36 klukkustunda gömul (p=0,0015). Ályktanir: Styttri meðgöngulengd eykur líkur á alvarlegri gulu hjá nýbur- um, jafnvel fullburða börnum. Börn sem útskrifast snemma heim og eru undir eftirliti ljósmóður í heimahúsi eru líklegri til að fá alvarlega gulu en börn sem fylgst er með á sjúkrahúsi. Mikið þyngdartap fyrstu dagana eftir fæðingu, sem yfirleitt er vegna ónógrar fæðuinntöku, eykur einnig líkur á alvarlegri gulu. Hugsanlegt er að hægt sé að minnka líkur á alvarlegri gulu með því að bæta eftirlit með gulu hjá börnum í heimahúsi, til dæmis með notkun húðmæla og að fylgjast betur með næringarinntöku þeirra, til dæmis með því að vigta þau í heimahúsi. E 106 Sulforaphane hindrar mæði-visnuveiru sýkingu í makrófögum Stefán R. Jónsson, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum stefanjo@hi.is Inngangur: Stöðugt vopnakapphlaup er milli lífvera og veira. Veirur nýta sér mörg af próteinum hýsilsins sér til framdráttar og hafa hýsilfrumur komið sér upp margvíslegum vörnum gegn veirusýkingum. Nokkrar veirur nýta sér tjáningu Nrf2 sem er lykilprótein í andoxunarferl- inu. Nýlega kom í ljós að aukning í tjáningu Nrf2 með plöntuefninu Sulforaphane (SFN) hindraði HIV-1 sýkingu í makrófögum en ekki T frumum. Var því athugað hvort að hægt væri að hindra mæði-visnuveiru (MVV) sýkingu í kinda makrófögum með því að auka tjáningu Nrf2 með SFN. Einnig var athugað hvort að munur væri á áhrifum aukinnar Nrf2 tjáningar í makrófögum og choroid plexus (SCP) frumum. Efni og aðferðir: Kinda makrófagar og SCP frumur voru meðhöndlað- ar með 5µM SFN og sýktar með KV1772 sólarhring síðar. Tekin voru sýni daglega og á þriggja daga fresti var SFN og AZT bætt í ræktirnar. Veiruframleiðsla var mæld með RT-qPCR. Niðurstöður: Meðhöndlun með SFN hindraði MVV sýkingu í makrófög- um. Mun minni áhrif voru af SFN í SCP frumum. SFN hafði ekki áhrif á lífvænleika frumnanna. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að hægt er að hindra MVV sýkingu í makrófögum, sem eru náttúrulegar markfrumur veirunnar, með með- höndlum með SFN. E 107 IL-10 phosphorylates STAT 3 but does not show synergistic effects with common gamma chain cytokines Fannar P. Theódórs, Andri L. Lemarquis, Helga K. Einarsdóttir, Björn R. Lúðvíksson Department of Immunology, Landspítali fat2@hi.is Introduction: Selective IgA deficiency (sIgAD) is characterized by the inability of B lymphocytes to produce IgA. It has been shown in vitro that IgAD B cells can produce IgA after combined IL-10 and IL-4 stimulation compared to much weaker response with IL-10 and IL-2 stimulations, even though both IL2 and 4 signal through the common gamma chain. Aim of this study is to profile B and T cell signaling with these cytokines with Phospho flow, a new method of researching intracellular pathways by measuring phosphorylation of signalling molecules. Material and methods: Peripheral mononuclear cells (PBMCs) were stimulated with selected cytokines for 30 minutes and then stained for phosphorylated intracellular proteins of the JAK/STAT and MAP kinase pathways: STAT1, STAT3, STAT5, STAT6 and ERK1/2, P38. Results: No interplay was seen following co-stimulation of different cytokines with IL-10. IL-21, a cytokine known to be important in the induction of IgA production, showed signaling through STAT3 like IL-10. Stimulation by INF- γ, a cytokine known for it´s pro-inflamatory properties, showed phosphorylation through STAT1 and PMA through P38 and ERK1/2. Conclusions: Even though a synergistic augmentative effect on IgA secretion is seen with common gamma chain cytokines in addition to IL-10 no differences in phosphorylation were observed at an early timepoint. The differences may be seen at later timepoints and at different maturation stages of B cells and are important to clarify since by further understanding the signaling pathways important in IgA class switching can provide therapeutic insights using novel drugs targeting intracellular pathways. E 108 The Loss of A-Type Current in the Mitf Mutant Olfactory Bulb Projection Neurons Hallur Reynisson1,2, Diahann A. M. Atacho2, Eiríkur Steingrímsson3, Pétur H. Petersen2, Þór Eysteinsson1 1Department of Physiology, University of Iceland, 2Department of Neuroscience, University of Iceland, 3Department of Biochemistry and Molecular Biology, University of Iceland hallurlitli@gmail.com Introduction: The Mitf transcription factor has been shown to be ex- pressed by projection neurons of the olfactory bulb (OB). However its putative function in neural circuits of the OB is still unknown. It has been shown that Mitf mutant mice show hypersensitivity to novel scents after habituation. In this study we examine the electrophysiological character- istics of olfactory bulb projection neurons (OBPN) from wild type and Mitf mutant mice to better understand this increase in olfactory discrimination. Materials and methods: Olfactory bulbs were removed from C57BI/6J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.