Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 46

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 46
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 46 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 E 130 MITF, TFEB and TFE3 in melanoma - Regulation and interaction Josué Ballesteros, Ásgeir Ö. Arnþórsson, Kimberley Anderson, Katrín Möller, Margrét H. Ögmundsdóttir, Eiríkur Steingrímsson Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, Iceland jab7@hi.is Introduction: The transcription factor MITF is crucial for melanocyte development and survival and a lineage specific oncogene in melanoma. The closely related TFEB and TFE3 proteins are involved in the biogenesis and function of lysosomes and autophagosomes, regulating the cellular clearance pathways. Methods and data: Using co-immunoprecipitation studies, expression analysis and confocal imaging of these factors, we have investigated the interaction, cross-regulatory relationship and nuclear localization of MITF, TFE3 and TFEB in melanoma cells. Like MITF; TFEB and TFE3 are expressed in melanoma cells and they regulate each other’s expression. Results: We demonstrate that MITF, TFEB and TFE3 interact in mela- noma cells. Transactivation assays show an overlap in the ability to activate expression of autophagy, lysosomal and melanosomal genes but interestingly, some genes are exclusively regulated by one of the factors. Using RACE studies we identified a shorter melanocyte-specific isoform of TFEB. MITF-M is mostly nuclear, whereas TFEB and TFE3 are located in the cytoplasm. Nutrients, mTOR and GSK3β signaling impact the subcellular localization of all the factors in melanoma cells. Conclusion: The relationship between MITF, TFEB and TFE3 is complex and involves gene expression, interaction and signaling. It is important to unravel this relationship in melanoma since these factors and autophagy are considered therapeutic targets in cancer. E 131 Algengi og eðli kyngingarvanda á hjúkrunarheimilum Signý Gunnarsdóttir Læknadeild, Háskóli Íslands signyg@gmail.com Inngangur: Heilkenni sem leggjast frekar á eldra fólk hafa mörg hver áhrif á kyngingu. Skert kyngingargeta getur bæði haft í för með sér áhrif á versnandi heilsu og dregið úr lífsgæðum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga algengi og eðli kyngingarvanda á hjúkrunarheimilum og úrræði við vandanum. Efniviður og aðferðir: Gagna var safnað með fyrirlögn á The Eating Assessment Tool (EAT-10) skimunarlistanum. 63 þátttakendur af 114 íbúum hjúkrunarheimilisins tóku þátt, 44 konur og 19 karlar, meðal- aldur 83,6 ár (miðgildi 85 ár). Ef heildarskor á EAT-10 var ≥3 var talið að kyngingarvandi gæti verið til staðar. Yale Swallow Protocol var lagt fyrir 19 af 27 þátttakendum sem fengu ≥3 á EAT-10 til að skima fyrir ásvelgingarhættu. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að 27 (42,9%) íbúar fengu ≥3 á EAT-10 (M=8,48; sf=5,85; spönn=3-30). Algengustu einkenni kyngingarvandans voru hósti (38,1%), erfiðleikar með vökva og töflur (31,7%) og erfiðleik- ar við að kyngja fastri fæðu (30,2%). 11 af þeim 19 þátttakendum sem gengust undir frekara kyngingarmat, stóðust það ekki og voru álitnir í ásvelgingarhættu. Ályktanir: Niðurstöður benda til að kyngingarvandi sé til staðar á hjúkr- unarheimilum og að einnig séu þar einstaklingar í ásvelgingarhættu. Fái einstaklingur með kyngingarvanda ekki viðeigandi greiningu og úrræði getur það bæði verið hættulegt heilsu hans og einnig skert lífsgæði. E 132 Leiðir til að seinka flutningi á stofnun: Stuðningi við fjölskyldur fólks með heilabilun Kristín Björnsdóttir, Margrét Guðnadóttir Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands kristbj@hi.is Inngangur: Í þessu erindi verður sagt frá niðurstöðum rannsóknar um stuðning við fólk með heilabilun sem býr heima og aðstandendur þess. Markmið hennar er að greina eðli starfshátta (practice) í þjónustu við fólk með heilabilun sem býr heima og setja fram tillögu að nánari útfærslu heimaþjónustu fyrir þessar fjölskyldur. Rannsóknin er samstarfsverkefni fjögurra landa, Kanada, Hollands, Noregs og Íslands. Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðir í verkefninu er eigindleg (etnógrafísk) þar sem unnið er með gögn úr vettvangsathugunum, viðtöl- um og skrifuðum gögnum. Í þessu erindi verða niðurstöður fyrsta hluta verkefnisins kynntar. Í því fólst orðræðugreining á skriflegum gögnum (heimasíðum og bæklingum félagsamtaka, göngudeilda og dagþjálfana), vettvangsathugunum þar sem þjónusta fer fram (N=8) og viðtölum við lykilstarfsmenn sem tengjast þjónustu við fólk með heilabilun sem býr heima (N=20). Við greiningu gagna beindist athyglin að stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum og fyrirkomulagi og útfærslu á opinberum stuðningi við þessar fjölskyldur. Niðurstöður: Fram kom að á Íslandi liggur ekki fyrir opinber stefnumörk- un í þessum málaflokk. Hins vegar hefur átt sér stað umfangsmikil upp- bygging á þjónustu og stuðningi við fjölskyldur þar sem einstaklingur býr við heilabilun sem sagt verður frá. Þessi þjónusta einkennist af þétt riðnu neti þjónustuþátta þar sem teymisvinna og samhæfing eru lykilhugtök. Enn er þó töluvert verk að vinna því þessi þróunarvinna hefur að tak- mörkuðu leyti náð til heimaþjónustu. Ályktanir: Það er aðkallandi að efla þekkingu um árangursríka heima- þjónustu fyrir fjölskyldur einstaklinga með heilabilun. E 133 Notkun fæðubótarefna hjá öldruðum á Íslandi og tengsl fjölvítamína við dauðsföll Birta Ólafsdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Hjálmfríður Nikulásdóttir2, Guðný Eiríksdóttir2, Tamara B. Harris3, Lenore J. Launer3, Vilmundur Guðnason2, Þórhallur I. Halldórsson1, Kristjana Einarsdóttir1 1Rannsóknastofa í næringarfræði, Matvæla- og næringarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Hjartavernd, 3National Institute on Aging bio3@hi.is Inngangur: Gott næringarástand og mataræði ríkulegt af vítamínum og steinefnum er almennt talið geta verið fyrirbyggjandi gegn krónískum sjúkdómum. Óvissa ríkir hinsvegar um hugsanlegan heilsuávinning fæðubótarefna, sérstaklega í skömmtum hærri en efri mörk daglegrar neyslu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða notkun fæðubótarefna meðal aldraðra og skoða tengingu notkunar fjölvítamína við tíðni dauðs- falla og dauðsfalla af völdum hjarta-og æðasjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um notkun á fæðubótarefnum voru fengnar úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem framkvæmd var á árunum 2002-2006. Þátttakendur voru 5764 og á aldrinum 66-98 ára við upphaf rannsóknarinnar. Upplýsingar um innihaldsefni fæðubótarefna fengust frá Matvælastofnun. Niðurstöður: Flestir þátttakendur (80%) notuðu einhverskonar fæðu- bótarefni. Fáir (<1%) fóru yfir efri mörk daglegrar neyslu vítamína og steinefna með neyslu fæðubótarefna, með undantekningu um B6-vítamín (22%) og sink (14%). Notendur fæðubótarefna voru almennt hraustari en þeir sem ekki notuðu fæðubótarefni. Á eftirfylgdartímanum (miðgildi 5,3 ár) lést 1221 þátttakandi, þar af 525 vegna hjarta- og æðasjúkdóma.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.