Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 60

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 60
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 60 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 M 4 Hjarðónæmi hjá óbólusettum börnum í leikskólum eftir upphaf bólusetninga gegn pneumókokkum með tígildu bóluefni Samúel Sigurðsson1, Helga Erlendsdottir2, Birgir Hrafnkelsson3, Karl G. Kristinsson2, Ásgeir Haraldsson4 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Sýklafræðideild, Landspítali, 3Raunvísindadeild, Háskóli Íslands, 4Barnaspítala Hringsins, Landspítala samuelsigurds@gmail.com Inngangur: Bólusetning með tígildu próteintengdu bóluefni (PHiD- CV) hófst árið 2011 fyrir fæðingarárgang 2011. Bólusett er við 3, 5 og 12 mánaða aldur. Eldri börn voru ekki bólusett. Tilgangur: Skoða áhrif á berahlutfall og hjúpgerðir pneumókokka hjá óbólusettum börnum í leikskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir upphaf bólusetningarinnar. Aðferðir: Rannsóknin er árleg þversniðsrannsókn þar sem nefkokssýni hafa verið tekin í mars frá árinu 2009 til 2015 úr börnum frá 15 mismun- andi leikskólum. Sýnin voru ræktuð sértækt fyrir pneumókokkum og hjúpgerð þeirra greind. Aðeins fæðingarárgangar 2010 og eldri voru tekn- ir með í þessari rannsókn. Sýni sem voru tekin 2011 og fyrr (PreVac) voru borin saman við sýni tekin 2013 og síðar (PostVac). Sýni tekin árið 2012 voru ekki tekin með, skilgreind sem millibils ár. Til að jöfn aldursdreifing héldist milli hópa voru aðeins börn ≥3,5 að aldri tekin með. Niðurstöður: 926 börn voru í PreVac og 1026 í PostVac hópunum, ber- ahlutfall var svipað, 62,4% og 64,0%. Í 5,1% og 6,0% tilvika ræktuðust tvær hjúpgerðir. Enginn marktækur munur fannst á aldri (4,90 á móti 4,95, p:0,15) eða kyni. Virkni bóluefnisins gegn bóluefnishjúpgerðum fyrir PostVac borið saman við PreVac hópinn var 57% (45-66%). Fyrir hjúpgerð- ir tengdar bóluefnishjúpgerðunum var 41% (9-62%) fækkun á 6A en ekki marktæk fækkun á 19A. Umræður: Marktæk lækkun í berahlutfalli á bóluefnishjúpgerðum fannst í heilbrigðum óbólusettum börnum í leikskólum. Þess vegna má draga þær ályktanir að PHiD-CV bóluefnið valdi hjarðónæmi hjá eldri óbólu- settum börnum í leikskólum gegn bóluefnishjúpgerðum og hugsanlega einnig hjúpgerð 6A. M 5 Áhrif bólusetninga gegn pneumokokkum á notkun sýklalyfja á Íslandi Elías S. Eyþórsson1, Ásgeir Haraldsson1, Birgir Hrafnkelsson2, Helga Erlendsdóttir3, Karl G. Kristinsson1, Tinna L. Ásgeirsdóttir4 1Læknadeild, 2Raunvísindadeild, Háskóli Íslands, 3Sýklafræðideild, Landspítali, 4Hagfræðideild, Háskóli Íslands ese10@hi.is Inngangur: S. pneumoniae er algengur meinvaldur í öndunarvegasýking- um, svo sem miðeyrnabólgu, skútabólgu og lungnabólgu, og er jafnframt ein algengasta bakterían sem veldur slíkum sýkingum. Árið 2011 var pneumokokkabóluefninu Synflorix® bætt við almennar bólusetningar barna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort upptaka Synflorix® hafi valdið minni notkun sýklalyfja á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Einstaklingsgögn voru fengin úr heilsugæsluskrá, lyfjagagnagrunni og bólusetningaskrá Landlæknisembættisins fyrir árin 2005-2014. Íbúafjöldi eftir aldri og almanaksári var fenginn hjá Hagstofu Íslands. Sýklalyfjaútskriftir voru paraðar saman við komur á heilsugæslu og útskriftargreiningin notuð til að flokka sýklalyf í öndunarfæra- eða þvagfærasýklalyf. Fjöldi sýklalyfjaútskrifta af hvorum flokki fyrir sig var síðan metinn fyrir hvern aldurshóp sem fall af tíma með alhæfðu línulegu líkani með neikvæðri tvíkostadreifingu. Tímabilin fyrir og eftir upphaf bólusetningar voru táknuð með vísibreytu. Tvær breytur voru skilgreind- ar sem tákna leitni, annars vegar fyrir allt tímabilið og hins vegar fyrir tímabilið eftir bólusetningu. Leiðrétt var fyrir árstíðarsveiflum, sjálffylgni og fjölda einstaklinga í aldurshópi eftir árum. Niðurstöður: Sýklalyfjaútskriftir voru að meðaltali 0,54 útskriftir á persónu-ár fyrir bólusetningu og 0,50 útskriftir á persónu-ár eftir bólu- setningu. Ekki fannst marktæk breyting í leitni útskrifta á öndunar- færasýklalyfjum fyrir og eftir bólusetningu í neinum aldurshópi. Sama niðurstaða fékkst þegar einungis voru skoðuð þau tilvik þar sem vitað var að sýklalyfjaútskrift var í kjölfar komu á heilsugæslu með útskriftargrein- inguna miðeyrnabólga, skútubólga eða lungnabólga. Þvagfærasýklalyf voru einnig óbreytt. Ályktanir: Upptaka Synflorix® bóluefnisins í almennar bólusetningar barna hafði ekki áhrif á fjölda sýklalyfjaútskrifta á Íslandi. M 6 Áhrif bólusetningar gegn pneumokokkum á fjölda rörísetninga barna á Íslandi Elías S. Eyþórsson1, Ásgeir Haraldsson1, Birgir Hrafnkelsson2, Helga Erlendsdóttir3, Karl G. Kristinsson1, Tinna L. Ásgeirsdóttir4 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Raunvísindadeild, Háskóli Íslands, 3Sýklafræðideild, Landspítali, 4Hagfræðideild, Háskóli Íslands ese10@hi.is Inngangur: S. pneumoniae er algengur meinvaldur í miðeyrnabólgum. Í ákveðnum tilvikum þegar börn eru með langvarandi vökva í miðeyra eða hafa endurteknar miðeyrnabólgur er talin ástæða fyrir rörísetningu í hljóðhimnu. Slíkt er aðallega gert af háls-, nef og eyrnalæknum utan spítala. Árið 2011 var pneumokokkabóluefninu Synflorix® bætt við al- mennar bólusetningar barna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif upptöku Synflorix® á fjölda rörísetninga hjá börnum. Efniviður og aðferðir: Einstaklingsgögn voru fengin úr heilsugæsluskrá, lyfjagagnagrunni og bólusetningaskrá Landlæknisembættisins fyrir árin 2005-2015 auk einstaklingsgagna um rörísetningar frá Sjúkratryggingum Íslands. Íbúafjöldi eftir aldri og almanaksári voru fengin hjá Hagstofu Íslands. Fjöldi rörísetninga á 1000 persónu-ár hjá börnum yngri en þriggja ára var reiknaður og borin saman milli ára og fyrir og eftir bólusetningu. Einnig var hlutflall hvers fæðingarárgangs 2005-2012, sem hafði farið í eina eða fleiri rörísetningu fyrir þriggja ára aldur, reiknað og hlutföllin milli ára borin saman. Niðurstöður: Engin marktæk breyting varð á fjölda eða hlutfalli rörísetn- inga fyrir og eftir bólusetningu. Framkvæmdar voru á bilinu 83-102 rörí- setningar á 1000 persónu-ár sem lækkaði ekki eftir bólusetningu. Hlutfall fæðingarárgangs sem hafði fengið eina eða fleiri rörísetningu var á bilinu 26-29% og var hæst á árunum eftir bólusetningu. Ályktanir: Upptaka Synflorix® bóluefnisins í almennar bólusetningar barna hafði ekki áhrif á fjölda rörísetninga á Íslandi. Fjöldi rörísetninga og fjöldi barna sem hafa fengið rör er óvenju hár á Íslandi samanborið við ná- grannalönd. Frekari rannsókna er þörf til að meta orsök þessa misræmis. M 7 Hefur notkun ceftriaxone breyst á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins? Sigmar A. Guðmundsson1, Elías S. Eyþórsson2, Helga Erlendsdóttir2, Ingileif Sigfúsdóttir3, Karl G. Kristinsson2, Ásgeir Haraldsson2 1Barnalækningar og sýklafræði, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Háskóli Íslands, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítali - Háskólasjúkrahús asgeir@lsh.is Inngangur: Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) eru algengar bakt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.