Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 61
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 61
eríur í nefkoki barna en geta valdið alvarlegum sýkingum. Í lok síðustu
aldar fjölgaði sýkingum af völdum fjölónæmra pneumókokka. Því þurfti
að nota breiðvirk sýklalyf, oftast ceftriaxone, gegn alvarlegum sýkingum
og eyrnabólgu sem mögulega orsökuðust af fjölónæmum pneumókokk-
um. Í kjölfarið jókst notkun ceftriaxone mikið.
Árið 2011 hófust bólusetningar með 10-gildu próteintengdu pneumó-
kokkabóluefni á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að meta mögulega
breytingu á notkun ceftriaxone á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
eftir upphaf bólusetninga gegn pneumókokkum.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Borin voru saman
tímabilin fyrir (2008-2010) og eftir (2011-2015) upphaf bólusetninganna.
Upplýsingar fengust úr tveimur gagnasöfnum, annars vegar var leitað
eftir hjúkrunarmeðferð með ceftriaxone, hins vegar var leitað eftir öllum
útskriftargreiningum fyrir eyrnabólgu. Gagnasöfnin voru sameinuð og
flokkuð eftir aldri, kyni, greiningum og meðferð. Tölfræðiútreikningar
voru gerðir með R og var notast við t-próf og lógistíska aðhvarfsgreiningu
með innifalinni poisson greiningu.
Niðurstöður: Komum vegna eyrnabólgu fækkaði ómarktækt um 47,2/
ári úr 614 í 566,8/ári (95%ÖB -45,9-140,3, p=0,1944). Hlutfallsleg áhætta á
ceftriaxone meðferð var minni á seinna tímabilinu (RR=0,589, 95%ÖB 0,56-
0,66, p<0,001), óháð útskriftargreiningu og leiðrétt fyrir aldri. Hlutfallsleg
áhætta á ceftriaxone meðferð fyrir sjúklinga með eyrnabólgu var einnig
minni (RR=0,35 (95%ÖB 0,297-0,416, p<2 x 10-16), einnig leiðrétt fyrir aldri.
Umræður: Lítil og ómarktæk fækkun varð á komum vegna eyrnabólgu
milli tímabila. Notkun ceftriaxone á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
minnkaði marktækt, bæði heildarnotkun og notkun við eyrnabólgu.
Niðurstöðurnar sýna að verulega dró úr notkun ceftriaxone eftir upphaf
bólusetninga.
M 8 Faraldsfræði Haemophilus influenzae fyrir og
eftir bólusetningu á Íslandi
Hildigunnur Sveinsdóttir1,2, Jana B. Björnsdóttir2, Helga Erlendsdóttir2, Martha Á.
Hjálmarsdóttir2, Ásgeir Haraldsson2, Karl G. Kristinsson2, Gunnsteinn Haraldsson2
1Sýklafræðideild LSH, 2Læknadeild Háskóla Íslands, Lífvísindasetur Háskóla Íslands
his37@hi.is
Árið 2011 var próteintengda pneumókokkabóluefnið Synflorix® tekið
inn í almenna bólusetningu barna á Íslandi. Burðarprótein bóluefnisins er
prótein D (PD) úr H.influenzae. Genið hpd sem skráir fyrir PD er vel varð-
veitt, en er þó ekki til staðar í öllum stofnum. Markmiðið var að kanna far-
aldsfræði H.influenzae í heilbrigðum leikskólabörnum og eyrnasýkingum.
Einnig að kanna hlutfall hpd neikvæðra stofna og hvaða áhrif bólusetning
með PD burðarpróteini hefur.
H.influenzae stofnar voru einangraðir úr nefkokssýnum sem var safnað
úr heilbrigðum leikskólabörnum (2009, 2012-2016) og sýnum úr miðeyra
sem bárust á sýklafræðideild Landspítala (2012-2015). Leitað var að hpd
með PCR með sértækum prímerum, til að staðfesta hpd neikvæða stofna
var leitað að fuculose-kínasa geninu. Leitað var að hjúpuðum stofnum
með bexA prímerum og þeir hjúpgreindir með hjúpgerðarsértækum
prímerum.
Frá 3097 leikskólabörnum og fengust 2271 H.influenzae stofnar
(heildarberatíðni 73,3%). Beratíðni sveiflaðist frá 61,5-86,9% milli ára en
lækkaði ekki í kjölfar bólusetningar. Hlutfall hpd neikvæðra stofna var
6,1% (4,6-7,4%). Hlutfall hjúpaðra stofna var 0-2,2%, hjúpgerð f var al-
gengust. Sýnum frá sýkingum í miðeyra af völdum H.influenzae fækkaði í
kjölfar bólusetninga úr 235 árið 2012 í 85 árið 2015. Hlutfall hpd neikvæðra
stofna var 7,2% (5,9-8,6%) og breyttist ekki marktækt eftir bólusetningu.
Hlutfall hjúpaðra stofna var 0-2,4%, algengasta hjúpgerðin var e.
Bólusetning með Synflorix hefur lítil áhrif á beratíðni H.influenzae hjá
heilbrigðum leikskólabörnum á Íslandi en sýkingum í miðeyra af völdum
H.influenzae fækkaði. Hlutfall hjúpaðra stofna var svipað milli ára. Hlutfall
hpd neikvæðra stofna breyttist ekki eftir að bólusetningar hófust.
M 9 Líkamsþyngd og algengi sykursýki hjá fólki 50 til 70 ára 1967-
2012 í rannsóknum Hjartaverndar á almennu þýði
Thor Aspelund, Elías F. Guðmundsson, Bolli Þórsson, Vilmundur Guðnason
Hjartavernd
thor@hi.is
Inngangur: Aukin líkamsþyngd og vaxandi algengi sykursýki er alþjóð-
legt vandamál og er jafnvel talað um heimsfaraldur.
Efniviður og aðferðir: Hóprannsóknir Hjartaverndar hafa byggst á
slembivali af íbúum höfuðborgarsvæðisins. Þátttaka karla og kvenna
hefur verið góð eða 70% til 80%. Til eru þverskurðar gögn frá 1967 til
2012, með nokkurra ára bili, um líkamsþyngd og algengi sykursýki (af
tegund 2) hjá fólki 50 til 70 ára. Hér er gerð grein fyrir þróun líkams-
þyngdar og algengi sykursýki karla og kvenna 50-70 ára 1967-2012.
Aldursleiðréttar niðurstöður eftir kyni voru birtar.
Niðurstöður: Meðallíkamsþyngdarstuðull karla jókst úr 25,9 í 28,7 og
kvenna frá 25,2 til 27,2. Aldursstöðluð meðalþyngd karla fór úr 78,6 kg í
92,8 kg. Aukning í meðalþyngd karla leiðrétt fyrir aldri og hæð var 11,1 kg
á tímabilinu. Meðalþyngd kvenna fór úr 65,3 kg í 75,4 kg. Aukning í með-
alþyngd kvenna leiðrétt fyrir aldri og hæð var 8,8 kg. (Aldursstöðluð með-
alhæð karla og kvenna jókst um 5,5 cm á tímabilinu.) Algengi sykursýki
jókst frá 5,8% hjá körlum í 12,0% og hjá konum úr 2,7% í 4,1%. Hækkun
var marktækt meiri hjá körlum bæði fyrir þyngd og sykursýki.
Ályktanir: Meðallíkamsþyngdarstuðull hefur stöðugt aukist undanfarna
áratugi, einkum eftir 1980, og marktækt meira hjá körlum en konum.
Sykursýki eykst í hlutfalli við vaxandi ofþyngd.
M 10 Þróun sykurneyslu á Íslandi - mögulegir
áhrifa- og skýringaþættir
Laufey Steingrímsdóttir1, Hólmfríður Þorgeirsdóttir2, Daði Már Kristófersson3
1Matvæla- og næringarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Embætti Landlæknis, 3Háskóli Íslands,
Hagfræðideild
laufey@hi.is
Rannsóknir benda eindregið til þess að áhrif óhóflegs sykurs á heilsu og
líkamsþyngd séu alvarlegri en lengi var talið. Hér verður greint frá þróun í
neyslu sykurs á Íslandi undanfarna áratugi, og leitast við að greina mögu-
lega skýringaþætti á þróuninni.
Notuð voru gögn um fæðuframboð af vef Embættis landlæknis, ásamt
niðurstöðum landskannanna á mataræði frá 1990, 2002 og 2012.
Samkvæmt tölum um fæðuframboð var neysla á sykri nánast óbreytt
í fjölda áratuga allt til síðustu aldamóta, eða um 53 kg/mann/ár, en hefur
lækkað jafnt og þétt síðan. Á árunum 2001-2005 var neyslan 50,3 kg/mann/
ár, 47,1 kg árið 2008, 45,4 kg árið 2011 og 41,8 kg árið 2014.
Neysla gosdrykkja samkvæmt fæðuframboði náði hámarki á árunum
2001 til 2005, 154 lítrar/mann/ár, og var frá 152 til 146 lítrar á mann til
ársins 2013. Árið 2014 hafði neyslan lækkað í 133 lítra á mann.
Samkvæmt landskönnun á mataræði1990 var meðalneyslan á viðbætt-
um sykri, reiknuð sem hlutfall orku (E%), 8,4E%. Árið 2002 hafði sykur-
neyslan hækkað í 10,6E%, en lækkað aftur í 8,9E% árið 2011.
Verðlag, aðgengi og fræðsla,hafa áhrif á neyslu gosdrykkja og annarra