Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 62

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 62
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 62 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 sykraðra vara. Gosdrykkjaneysla er mun meiri á Íslandi en öðrum Norðurlöndum, og hér er verðið langlægst. Virðisaukaskattur og vöru- gjöld á gosdrykkjum og sykri hafa þó verið breytileg, og allt árið 2014 var vörugjald á gosdrykkjum, 21kr á lítra. Vörugjöld voru afnumin á sykruðum matvælum 1. janúar 2015, og virðisaukaskattur á matvæli hækkaði jafnframt úr 7% í 11%. Samband verðlags og neyslu verða rakin í fyrirlestrinum. M 11 Áhrif skattlagningar á holdafar. Kerfisbundin samantekt Linda Björk Árnadóttir Lýðheilsufræðingur lindabjorkarnadottir@gmail.com Offita í heiminum hefur nærri tvöfaldast á síðustu 30 árum. Ein af megin- ástæðum þess er talin aukin neysla á orkuríkri en næringarsnauðri fæðu ásamt hreyfingarleysi. Meðal Norðurlandaþjóðanna er hlutfall offitu hæst á Íslandi, eða 21%. Á heimsvísu eru meira en 1,9 milljarðar fullorðinna einstaklinga í ofþyngd eða offitu. Rannsóknir gefa til kynna að mikil neysla sykraðra drykkja sé ein af lykilorsökum ofþyngdar og offitu. Markmið meistaraverkefnisins var að taka saman á kerfisbundinn hátt niðurstöður rannsókna á mögulegum áhrifum skattlagningar á sykruðum drykkjum á holdafar einstaklinga. Leitað var í gagnasöfnum að rannsókn- um sem birtar höfðu verið fram til janúar 2015 um framangreint efni. Niðurstöður þessa yfirlits benda til þess að ef 20% skattur yrði lagður á sykraða drykki gæti sú aðgerð leitt til þyngdartaps á bilinu 0,4 kg til 1,7 kg að meðaltali á ári hjá fullorðnum einstaklingum eftir skattlagningu sam- kvæmt fjórum af rannsóknunum. Alls 5 rannsóknir sýndu fram á að tíðni offitu gæti einnig lækkað á bilinu 1,3-3%. Vísbendingar eru um að áhrif skattlagningar gætu aukist umtalsvert við hærra skattstig. Öllum rann- sóknunum ber saman um að tengsl af álagningu skatta á sykraða drykki yrðu mest á neyslu ungs fólks og karlmanna – sérstaklega ungra karla, en þær veita þó ekki einhlítt svar við því hversu mikil neysluáhrifin yrðu. M 12 Hærri álögur á gosdrykki - áhrifarík leið til að draga úr sykurneyslu Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Elva Gísladóttir Embætti Landlæknis holmfridur@landlaeknir.is Sykurneysla er óhóflega mikil hér á landi og eru sykraðir gosdrykkir sú fæðutegund sem leggur mest til sykurneyslunnar. Mikil neysla á sykur- ríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykur- sýki af tegund 2. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að verðstýring með sköttum eða vörugjöldum á sykraða gosdrykki geti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu. Áhrifin séu mest þar sem þörfin er brýnust, það er hjá börnum og ungmennum og þeim sem drekka mest af gosdrykkjum. Niðurstöður rannsókna frá Berkley í Kaliforníu og Mexíkó þar sem þessi leið var farin staðfesta þetta. Sömuleiðis minnkaði sykur- og gosdrykkja- framboð hér á landi árið 2014, eina heila árið sem vörugjöld voru við lýði. Áður hafa verið vörugjöld hér á landi á sykri, gosdrykkjum og sælgæti en þau verið almenns eðlis frekar en að heilsusjónarmið lægju til grundvallar og því ekki líkleg til að hafa áhrif til bættrar lýðheilsu. Í nýrri aðgerðaáætl- un Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um langvinna sjúkdóma í Evrópu er ein af forgangsaðgerðum að hvetja til heilbrigðra neysluvenja með skatt- lagningu á óhollum vörum á borð við gosdrykki. Embætti landlæknis leggur til að stjórnvöld hækki álögur á gosdrykki þannig að þeir séu að minnsta kosti skattlagðir í samræmi við almenna skattheimtu í landinu, það er 24% virðisaukaskatt í stað 11%. Jafnframt að nýta þá fjármuni sem koma inn til að lækka álögur á grænmeti og ávexti og eyrnamerkja hluta af álögunum fyrir forvarnastarf. Þannig gætu stjórnvöld skapað aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta og aukins jöfnuðar til heilsu. M 13 Nýgengi kransæðastíflu á Íslandi í aldurshópnum 25-74 ára á tímabilinu 1981-2009 Elías F. Guðmundsson, Thor Aspelund, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Vilmundur Guðnason Hjartavernd elias@hjarta.is Inngangur: Nýgengi kransæðastíflu hefur farið lækkandi á Íslandi undanfarna áratugi. Lækkunina má að miklu leyti skýra með hagstæðri þróun áhættuþátta. Áreiðanlegar rannsóknir á nýgengi krefjast vandaðrar skráningar á tilfellum og hefur Ísland tekið þátt í MONICA-rannsókninni frá árinu 1981, sem er fjölþjóðleg rannsókn á kransæðastíflu. Markmið þessarar rannsóknar var að meta breytingar í nýgengi kransæðastíflu á Íslandi í aldurshópnum 25-74 ára á tímabilinu 1981-2009. Efniviður og aðferðir: Gögnin voru fengin úr hjartaáfallaskrá Land- læknisembættisins sem er í umsjá Hjartaverndar og nær til allra tilfella kransæðastíflu á landinu meðal karla og kvenna á aldrinum 25-74 ára. Skráningin fór fram samkvæmt stöðluðum skilmerkjum. Reiknað var aldursstaðlað nýgengi með tölfræðiforritinu Joinpoint sem getur tímasett marktækar breytingar í tíðni. Leiðrétt var fyrir ólíkri aldurssamsetningu milli ára samkvæmt aldurssamsetningu á Íslandi árið 2009. Niðurstöður: Nýgengi kransæðastíflu lækkaði um 66,5% á tímabilinu bæði hjá körlum og konum, eða að jafnaði um 3,7% á ári samkvæmt mati úr Joinpoint-líkani. Ekki varð marktæk breyting í hraða lækkunar á tímabilinu sem var til skoðunar. Nýgengi meðal kvenna var mun lægra en meðal karla yfir allt tímabilið, eða rúmlega þrisvar sinnum lægra. Ályktanir: Nýgengi kransæðastíflu á Íslandi lækkaði mikið á tæplega þriggja áratuga rannsóknatímabili. Mikilvægt er að viðhalda áreiðan- legum skráningum á kransæðastíflu og að fylgjast áfram með þróun áhættuþátta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.