Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 77
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 77
fyrir að meiri líkur séu á því að þær slíti FK er heildarfjöldi þeirra sem slíta
FK að miklum meirihluta karlar.
V 50 Samanburður á styrk grindarbotnsvöðva hjá
keppnisíþróttakonum og óþjálfuðum konum
Ingunn Lúðvíksdóttir1, Hildur Harðardóttir2,3, Þorgerður Sigurðardóttir3,
Guðmundur Freyr Úlfarsson4
¹Menntavísindasviði Háskóla Íslands, ²kvennadeild Landspítala, ³læknadeild, ⁴umhverfis- og
byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands
hhard@landspitali.is
Inngangur: Regluleg þjálfun hefur í för með sér heilsufarslegan ávinning
en viðvarandi hátt æfingaálag getur haft neikvæðar afleiðingar.
Efniviður og aðferðir: Meginmarkmið var að bera saman styrk grindar-
botnsvöðva (G) meðal keppnisíþróttakvenna (K) og óþjálfaðra kvenna
(Ó), skoða tíðni þvagleka og þekkingu við að spenna G rétt. Framskyggn
samanburðarrannsókn þar sem borinn var saman styrkur G hjá K og Ó. Ó
stunduðu enga reglubundna þjálfun en K stunduðu keppnisíþrótt (hand-
bolta, fótbolta, körfubolta, fimleikum, tennis, badminton, crossfit) > 3 ár.
Allar voru heilsuhraustar og höfðu ekki fætt. Styrkur G var mældur hjá
þátttakendum og athugað hvort þær kynnu að spenna G rétt. Þátttakend-
ur svöruðu spurningalista (hæð, þyngd, aldur, hreyfing, þekkingu á G,
þvagleki). Niðurstöður hópanna voru síðan bornar saman.
Niðurstöður: Þátttakendur voru 34; 18 K og 16 Ó. Þær voru sambæri-
legar í aldri og hæð, en Iíkamsþyngdarstuðull (LÞS) var 22,8 og 25kg/m²
(p<0,05) hjá K og Ó. K og Ó stunduðu líkamsþjálfun í 11,4 og 1,3 klst./
viku (p<0,05). Meðaltalsstyrkur G hjá K og Ó var 44,5 hPa og 42,7 hPa
(p=0,721). Þvagleka fengu 61,1% K (n=11) en 12,5 % Ó(n=2). Undir miklu
æfingaálagi fengu allar K þvagleka. Hjá 22% K varð þvagleki við hnerra/
hósta. Þekking á G var betri hjá K en Ó og þær voru líklegri til að gera
grindarbotnsæfingar reglulega.
Ályktanir: Ekki var marktækur munur á styrk G á milli K og Ó. Hátt hlut-
fall K með þvagleka kom á óvart og að þær séu líklegri að fá þvagleka.
Grindarbotnsvöðva þarf að þjálfa sérstaklega.
V 51 Sex-related differences in knee valgus moment during a cutting
maneuver by athletes aged 9-11
Haraldur B. Sigurðsson1, Þórarinn Sveinsson2, Kristín Briem2
1Faculty of Medicine, 2Department of Physical Therapy, University of Iceland
harbs@hi.is
Introduction: The knee valgus moment is a risk factor for future anter-
ior cruciate ligament (ACL) injury, and contributes directly to ACL load.
Risk of ACL injury is higher for females and under fatigue. Little is known
about sex related differences in knee valgus moment in athletes aged 9-11,
their limb differences, or how they are affected by fatigue.
Methods: Soccer and team handball athletes (N=125) were recruited from
local sports clubs, and had reflective markers placed on key anatomic
locations. Athletes performed 5 repetitions on each leg of a cutting maneu-
ver, then underwent a 5-min fatigue protocol before repeating the task.
Data were collected using an 8 camera motion capture system (Qualisys)
and two AMTI force plates, sampling at 200Hz. Statistical analysis was
performed with a mixed models ANOVA for main effects and interactions
of age, sex, fatigue, and side.
Results: Overall, females had a significantly lower mean (SD) knee valgus
moment than males (0.08 (0.24) vs. 0.15 (0.26) Nm/kg; p=0.018). A sex by
side interaction was found for the knee valgus moment (p<0.001) due to
greater inter-limb differences seen for male compared to female particip-
ants. Moderate correlations were found between the valgus and internal
rotation moments of the knee (r=0.53; p>0.001) and between hip and knee
frontal plane moments (r=0.53; p<0.001).
Conclusions: Sex dependent differences in knee valgus moment and
sex-specific side asymmetries exist from an early age. This may have
implications for injury prevention studies where interventions may be tar-
geted towards young athletes.
V 52 Árstíðabundinn munur á svefntruflunum og andlegri líðan
Arndís Valgarðsdóttir1, Ingunn Hansdóttir1, Erla Björnsdóttir2, Lárus S.
Guðmundsson3, Björg Þorleifsdóttir4
1Sálfræðideild, heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 2Landspítala, 3lyfjafræðideild Háskóla
Íslands, 4Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild Háskóla Íslands
arndis@undraland.com
Inngangur: Svefntruflanir eru algengt vandamál og geta dregið úr vellíð-
an, lífsgæðum og starfsgetu, haft slæm áhrif á heilsufar og alvarlegar fé-
lagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Rannsóknir hafa sýnt að árstíða-
bundnar birtusveiflur hafa neikvæð áhrif á svefngæði og svefntíma og
á veturnasvefntruflanir. Markmið rannsóknarinnar er að kanna árstíða-
bundinn mun á svefnlengd, svefntruflunum, andlegri líðan og lífsgæðum
Íslendinga.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru á aldrinum 18-70 ára og notast
var við lagskipt slembiúrtak. Fjöldi þátttakenda var 1225 að vetri og 938
að sumri. Hlutfall kvenna var 59,1% að vetri og 59,4% að sumri. Mælitæki
voru sjálfsmatskvaðinn Basic Nordic Sleep Questionnaire sem metur eðli og
alvarleika svefntruflana, andleg líðan var metin með Depression Anxiety
Stress Scales sem metur þunglyndi, kvíða og streitu og HL-prófið var notað
til að meta heilsutengd lífsgæði. Svefnlengd og svefnvenjur voru metnar
með spurningum um hátta- og fótaferðartíma á virkum dögum jafnt sem
frídögum.
Niðurstöður: Svefntruflanir og andleg líðan var marktækt verri að vetri
en sumri. Þátttakendur áttu erfiðara með að sofna, að sofa í einum dúr og
svefninn var minna endurnærandi yfir vetrartímann. Konur vöknuðu oft-
ar upp, svefn þeirra var minna endurnærandi og kvíði og streita þeirra var
meiri að vetri samanborið við karla. Ekki var árstíðamunur á svefnlengd
eða lífsgæðum. Tengsl milli svefntruflana, andlegrar líðan og lífsgæða
sýndu að því meiri sem svefntruflanir voru, því verri var andleg líðan og
lífsgæði fólks.
Ályktanir: Svefntruflanir eru meiri að vetri en að sumri og algengari hjá
konum. Vanlíðan fólks, þunglyndi, kvíði og streita, var mest ef svefn var
ekki endurnærandi.
V 53 Að greinast með Alzheimerssjúkdóm: Áhrif á líðan og lífsgæði
Arndís Valgarðsdóttir1, Daníel Ólason1, Erla S. Grétarsdóttir2, Kristín Hannesdóttir3,
Jón Snædal4
1Sálfræðideild, heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 2geðsviði Landspítala, 3AstraZeneca,
4Landakoti, Landspítala
arndis@undraland.com
Inngangur: Skert innsæi er algengt hjá Alzheimerssjúklingum og getur
valdið því að sjúklingar gera sér illa grein fyrir sjúkdómnum og ofmeti
eigin getu. Í rannsóknum á Alzheimerssjúkdómnum hefur því tíðkast að
afla upplýsinga frá aðstandendum og fagfólki en upplýsingar frá sjúk-
lingunum sjálfum að mestu skort. Rannsóknir á lífsgæðum, þunglyndi,
verkjum og getu til athafna meðal Alzheimerssjúklinga hafa leitt í ljós