Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 78

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 78
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 78 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 töluvert ósamræmi í svörum sjúklinga og aðstandenda. Til að hægt sé að bæta þjónustu og meðferð þarf að öðlast skilning á áhrifum þess að greinast með sjúkdóminn á líðan og lífsgæði fólks. Þegar tekist er á við veikindi og aðra erfiðleika getur lífsafstaða og bjargráðastíll skipt miklu máli. Markmið rannsóknarinnar er að kanna á heildstæðan hátt upplifun fólks sem nýlega hefur fengið greiningu á Alzheimerssjúkdómi og meta þær afleiðingar sem sjúkdómurinn hefur haft á líðan og lífsgæði þeirra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er megindleg. Sjúklingar svöruðu spurningalistum um líðan og lífsgæði sín og aðstandendur svöruðu list- um um sömu þætti hjá þeim. Niðurstöður: Niðurstöður fyrir 50 þátttakendur benda til að skertu innsæi fylgi þunglyndi og minni lífsgæði sjúklinga og meiri streita hjá aðstand- endum. Sjúklingar mátu líðan sína betri og lífsgæði og verklega færni meiri en aðstandendur. Forðandi bjargráðastíll, kvíði og þunglyndi höfðu neikvæða fylgni við bjartsýni. Ályktanir: Skert innsæi virðist hafa slæm áhrif á andlega líðan og lífs- gæði Alzheimerssjúklinga. Lítið samræmi var í svörum hópanna og að- standendur telja sjúklingana verr stadda en þeir gera sjálfir. Svartsýnir sjúklingar aðhyllast frekar forðandi bjargráðastíl og eru þunglyndari og kvíðnari en þeir sem eru bjartsýnir. V 54 Samspil félagslegs stuðnings, áfallastreitu og notkunar ávanabindandi efna meðal einstaklinga sem hafa fengið áfall Anna M. Hrólfsdóttir1, Edda B. Þórðardóttir2, Bryndís B. Ásgeirsdóttir3 1Landspítala, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum, læknadeild Háskóla Íslands, 3sálfræðideild Háskólans í Reykjavík anna.margrethrolfs@gmail.com Inngangur: Það er vel þekkt að einstaklingar með áfallastreituröskun (ÁSR) leiti í ávanabindandi efni, líkt og áfengi eða sígarettur, til þess að vinna bug á einkennum sínum. Það er hins vegar lítið vitað um hvaða áhrif félagslegur stuðningur hefur á þetta samband. Markmið rannsóknarinn- ar var að kanna samspilið á milli félagslegs stuðnings, ÁSR-einkenna og notkunar ávanabindandi efna meðal einstaklinga sem höfðu sögu um áfall. Efniviður og aðferðir: Spurningalistar voru póstsendir í janúar 2011 til 643 einstaklinga frá Breiðdalsvík, Flateyri, Súðavík og Raufarhöfn. Spurt var um bakgrunn, félagslegan stuðning og einkenni áfallastreitu en þau voru metin með The Posttraumatic Diagnostic Scale. Gagnaöflun stóð yfir frá janúar til lok júní 2011og samanstóð úrtakið af 490 einstaklingum, 247 konur og 241 körlum á aldrinum 18 til 90 ára (meðalaldur var 43 ár). Við greiningu gagnanna var notast við tvíþátta lógistíska aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Í ljós kom að einstaklingar sem fundu fyrir félagslegum stuðningi í kjölfar áfalls voru ólíklegri til þess að mæta greiningu á ein- kennum ÁSR samanborið við þá sem engan stuðning fengu. Þar að auki voru ÁSR-einkenni forspárþáttur fyrir daglegum reykingum ásamt því að hafa farið í meðferð vegna vímuefnavanda. Hins vegar fannst ekkert sam- band milli félagslegs stuðnings við daglegar reykingar né áfengisnotkun. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að félagslegur stuðningur í kjölfar áfalls sé sérstaklega mikilvægur til þess að minnka líkur á þróun ÁSR. Þar að auki getur ÁSR aukið líkur á að einstaklingar leiti í ávanabindandi efni í kjölfar áfalls. V 55 Áhrif þreytu á lífaflfræði hnés og búks í gabbhreyfingu hjá stúlkum og drengjum Hjálmar J. Sigurðsson1,2, Kristín Briem2, Þórarinn Sveinsson2 1Rannsóknarstofu í hreyfivísindum, 2Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands thorasve@hi.is Inngangur: Kvenkyns íþróttamenn eru mun líklegri til að slíta fremra krossband en karlar og þreyta eykur líkur á sliti. Markmið þessarar rannsóknar er að meta áhrif þreytu á hreyfingar hnés og búks í breið- skurðarsniði í gabbhreyfingu hjá börnum fyrir kynþroska. Efniviður og aðferðir: Alls voru 128 einstaklingar (76 stúlkur og 52 drengir) fengnir til þátttöku hjá íþróttaliðum á Reykjavíkursvæðinu. Eftir upphitun gerðu þau gabbhreyfingu, þar sem stigið var á kraftplötu á með- an 8 myndavélar voru notaðar til að taka upp hreyfingar í þrívídd. Eftir að þátttakendur voru þreyttir á skautabretti voru mælingar endurteknar. Fyrri helmingurinn af standfasanum er skoðaður. Niðurstöður: Hámarks láréttur gagnkraftur hækkaði við þreytu (7,71 N/ kg og 8,18 N/kg; p<0,001). Við upphaf standfasa voru hnén í meiri frá- færslu þegar þátttakendur voru þreyttir (0,1° og 1,0°; p=0,019) og einnig var hún meiri hægra megin (1,0° og 0,1; p=0,008). Hreyfing í hné jókst meira hægra megin við þreytu (p=0,018) og áhrifin af þreytu voru meiri hjá stúlkum (p=0,025). Hámarks fráfærsla jókst einnig meira hægra megin í þreytu (p=0,011). Hliðarsveigja á búk að stöðufæti var meiri vinstra megin en hægra megin (10,1° m.v. 8,7°; p<0,001). Við upphaf standfasa var hallinn á búk meiri eftir þreytu (2,1°og 3,0°; p=0,049). Hreyfing á búk í átt að stöðufæti minkaði við þreytu (8,9° og 9,9°; p=0,006). Ályktanir: Þreyta hefur áhrif á hreyfimunstur hjá ókynþroska einstakling- um og eykur álag á hnéliðinn í gabbhreyfingu. Þetta bendir til þess að það sé best að byrja forvarnaræfingar gegn krossbandaslitum um og fyrir unglingsárin. V 56 The effects of omega-3 PUFA on human natural killer cells in vitro Andrea Jóhannsdóttir1,2,3, Ingunn H. Bjarkadóttir1,2,3, Jóna Freysdóttir1,2,5, Ingibjörg Harðardóttir4 1Department of Immunology and 2Centre for Rheumatology Research, Landspitali, 3Faculty of Pharmaceutical Sciences, 4Biochemistry and Molecular Biology and 5Department of Immunology, Faculty of Medicine, Biomedical Center ih@hi.is Introduction: Dietary omega-3 polyunsaturated fatty acids (PUFA) en- hance resolution of inflammation and induce an early increase in natural killer (NK) cell numbers. As depletion of NK cells hampers resolution onset we hypothesize that NK cells may be involved in the effects of omega-3 PUFA on resolution of inflammation. The aim of this study was to determine the effects of the omega-3 PUFA eicosapentaenoic acid (EPA) and docosahexaenoic acid (DHA) on human NK cell activity in vitro. Materials and methods: Human NK cells were incubated with/wit- hout EPA or DHA prior to their stimulation with IL-12 and IL-15. Ex- pression of surface receptors was determined by flow cytometry and cytokine concentration in the supernatants was measured by ELISA. Results: EPA and/or DHA increased NK cell expression of the chemokine receptor CCR7 and the homing receptor CD62L and decreased NK cell secretion of the pro-inflammatory cytokines TNF-α, IL-13 and GM- -CSF compared with that by NK cells cultured without fatty acids. Conclusions: The omega-3 PUFA-induced increase in NK cell expression of CCR7 and CD62L may make the NK cells better able to travel to lymph nodes where they may have indirect effects on the inflammatory process through Th1 cells. Furthermore, as neutrophil apoptosis and removal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.