Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 86

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 86
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 86 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 notaður er til að meta kæfisvefn en það eru ekki allir sammála um hver viðmiðunargildi AHI í börnum eigi að vera. Markmið rannsóknarinnar er að meta algengi kæfisvefns í börnum 12-18 ára sem skráð eru í Heilsuskóla Barnaspítalans. Einnig að bera saman nýjan vísi sem metur öndunarerfiði við hina hefðbundnu vísa. Spurningalistinn er borinn saman við AHI og og nýja vísinn. Efniviður og aðferðir: Þýðið voru einstaklingar skráðir í Heilsuskóla Barnaspítalans á aldrinum 12-18 ára á meðan rannsóknartímabilinu stóð. Notað var svefnmælitæki til greiningar, ásamt því að leggja fyrir þátttak- endur spurningalista um svefnvenjur barna og skoðaðar voru bakgrunns- breytur í sjúkraskrá. Niðurstöður: Algengi kæfisvefns er á bilinu 11-90% í þessu úrtaki barna eftir því hvaða viðmiðunargildi AHI var notað. Engin fylgni var á milli breyta úr sjúkraskrá og AHI eða spurningalista og AHI. Marktækt sam- band fannst á milli nýja vísins og LÞS (líkamsþyngdarstuðuls) barnanna. Ályktanir: Algengi kæfisvefns í úrtakinu er hátt. Stór hluti barnanna er með kæfisvefn. Skilgreingar á kæfisvefni mælt með AHI í börnum eru á reiki. Með hækkandi líkamsþyngdarstuðli barnanna hækkaði nýi vísirinn um öndunarerfiði. V 82 Felt neglect in childhood and experience of physical and pscyhological abuse Geir Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir Faculty of Social and Human Sciences, University of Iceland geirgunnlaugsson@hi.is Introduction: Child neglect is regularly reported to the Icelandic Govern- ment Agency for Child Protection, but data is lacking on its prevalence in the population. The aim of the study is to estimate the prevalence of felt neglect in childhood among Icelandic adults, and analyse their exper- icence of physical and emotional abuse as children. Materials and methods: In a random sample from Registers Iceland of 1500 adult Icelandic citizens, 966 (64%) answered questions in a telephone interview on felt neglect in childhood and their experience of physical and emotional abuse. Results: 105/966 (11%) respondents felt they had been neglected in child- hood, five answered “do not know” and six denied to answer. Experience of neglect was varied but gave evidence to difficult family situation and be given great responsibility as children. Those who felt neglected were more likely to report experience of physical and emotional abuse in child- hood, both in scope and content, compared to those who reported no such experience (p=0.0001). Conclusions: About one in ten Icelandic adults consider themselves to have been neglected in childhood, and report experience of diverse physical and emotional abuse. Parents need appropriate support and in- formation to help them use positive upbringing practices for their children to benefit in terms of improved short- and long-term health and wellbeing. V 83 Kviðverkir á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins - framhaldsrannsókn Viðar Róbertsson1, María B. Magnúsdóttir1,2, Sigurður Þorgrímsson1,2, Úlfur Agnarsson1,2, Þráinn Rósmundsson1,2, Ásgeir Haraldsson 1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala vir6@hi.is Inngangur: Kviðverkir eru algengt vandamál hjá börnum og oft leita börn með kviðverki endurtekið læknishjálpar. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort börn sem komu með kviðverki á bráðamóttöku Barnaspít- ala Hringsins (BBH) árið 2010 hafi þurft frekari þjónustu spítalans. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem komu vegna kviðverkja á BBH árið 2010 og áttu að minnsta kosti eina endurkomu af einhverjum orsökum á rannsóknartímabilinu 2010-2015. Upplýsingar um aldur, kyn, komutíma og ICD-10 greininganúmer voru skráðar og einstaklingar flokkaðir í hópa eftir sjúkdómsgreiningum. Niðurstöður: Af 1118 börnum sem komu með kviðverki á BBH árið 2010 áttu 947 (84,7%) endurkomur á rannsóknartímabilinu. Samtals voru endurkomur 7282. Stúlkur áttu 4551 (62,5%) endurkomur en drengir 2731 (37,5%) (p=0,109). Algengasta ástæða endurkomu var greiningahópur- inn “Einkenni, teikn og afbrigðilegar klínískar og eða rannsóknarniður- stöður sem ekki eru flokkuð annars staðar” (12,9%). Þar á eftir fylgdu “Meltingarfærasjúkdómar” (12,6%) og “Smitsjúkdómar” (6,9%). Börn í greiningarhópnum “Óskýrðir kviðverkir” árið 2010 voru 436, þar af áttu 369 (84,9%) endurkomu á rannsóknartímabilinu. Þessi hópur átti flestar endurkomur á rannsóknartímabilinu (42,3%). Stúlkur voru eldri (p<0,001) og áttu fleiri endurkomur en drengir (p=0,017). Ályktanir: Ljóst er að kviðverkir eru umfangsmikið vandamál barna. Börn sem koma á BBH vegna kviðverkja þurfa oft á áframhaldandi þjónustu LSH að halda. Mest er sjúkdómsbyrði barna með óskýrða kviðverki. Ekki er óalgengt að börn sem greinast með óskýrða kviðverki fái sértæka sjúk- dómsgreiningu við endurkomu. Mikilvægt er að komast að sértækri sjúk- dómsgreiningu sem fyrst svo hægt sé að veita þessum börnum viðeigandi meðferð. V 84 Áverkadauði barna á Íslandi 1980-2010: Lýðgrunduð rannsókn Þórdís K. Þorsteinsdóttir1, Steinunn Eiríksdóttir2, Arna Hauksdóttir2, Brynjólfur Mogensen2 1Hjúkrunarfræðideild, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum, læknadeild Háskóla Íslands thordist@hi.is Inngangur: Áverkar hafa verið ein aðal dánarorsök barna í heiminum en dregið hefur úr algengi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðnin sé al- gengari meðal drengja, höfuðáverkar algengasti áverkinn og aldurshóp- ur, lýðfræðileg staða og slysstaður virðist hafa áhrif. Markmiðið var að rannsaka faraldsfræði áverkadauða íslenskra barna, frá 0-17 ára, frá 1980 til 2010. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýsandi og lýðgrunduð og byggði á gögnum dánarmeinaskrár og Hagstofu Íslands. Greind voru tilvik yfir tímabilið, áverkaflokkur, aldur, kyn, slysstaður (dreifbýli/þéttbýli) auk fjölda fullorðinna og systkina á heimilinu. Algengi, þróun yfir tíma og hlutföll eftir bakgrunnsþáttum voru reiknuð með Poisson aðhvarfsgrein- ingu, kí-kvaðrat prófi og líkindahlutfalls prófi eftir því sem við átti. Niðurstöður: Á tímabilinu létust 263 börn af völdum slysaáverka. Drengir voru 69,2%. Algengustu dánarorsakir voru höfuðáverkar (41,1%), drukkn- anir (17,5%), fjöláverkar (14,1%), áverkar á brjóstholi (7,6%) og köfnun (6,8%). Flestir voru 15-17 ára (41,1%). Fleiri dauðsföll áttu sér stað í dreif- býli (58,5%), og meirihluti bjó með tveimur fullorðnum (77,2%) og tveimur eða færri systkinum (89,4%). Það dró úr nýgengi yfir rannsóknartímabilið þar sem hlutfall fyrir drengi fyrir 100.000 íbúa á ári lækkaði úr 1,9 á fyrsta þriðjungi rannsóknartímabilsins í 0,5 á seinasta þriðjungi (p=<0,05). Fækk- un á nýgengi var ekki tölfræðilega marktæk fyrir stúlkur. Frá 2001 til 2010 voru drengir 55% og stúlkur 45%. Ályktanir: Áverkadauðsföllum meðal barna á Íslandi fækkaði yfir rannsóknartímabilið, sérstaklega á meðal drengja. Þó niðurstöður rann- sóknarinnar séu góðs viti þarf að stefna að því að draga enn frekar úr áverkadauðsföllum barna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.