Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 88

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 88
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 88 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 Results: No notable differences were observed in PSL between SPP+/ Plasma (70/30%) and PI treated platelets when analysing them with a blood gas analyser and a hematoanalyser. On the other hand we did see a significant increase in the expression of CD62p and Annexin V and a decrease in the expression of CD42b in PI treated platelets analysed with flow cytometry on days 4 and 7 of storage. Conclusion: Pathogen inactivation increases the expression of the PSL markers CD62p, and Annexin –V that may indicate an increase in platelet activation during storage. V 89 Effect of pathogen inactivation on miRNA in platelets during storage Ólafur E. Sigurjónsson1, Níels Á. Árnason2, Ragna Landrö2, Óttar Rolfsson3, Björn Harðarson4 1Surgical services, The Icelandic Blood Bank, Landspítali University Hospital, 2The Icelandic Blood Bank, Landspítali University Hospital, 3University of Iceland, 4Landspitali - The National University Hospital oes@hi.is Introduction: The Platelet has a central role in hemostasis and represents an integral part of transfusion medicine. Platelets can be stored for a max- imum of 5-7 days due to the risk of pathogen contamination. To reduce the risk of pathogen contamination, methods have been developed that render pathogens inactive in platelet concentrates prior to storage (PI). Recent data supports the notion of miRNA being important in platelet function. In this project we analyzed the effect of PI on miRNA changes during storage. Methods: Two buffy coat derived platelets units were generated for each experiment (n=8), where one unit contained SPP+/ Plasma (70/30%) and the other unit was PI treated (containing SPP+/Plasma). MicroRNA profiles were assessed using Q-PCR on days 1, 2, 4 and 7 during storage. Results: Limited change was observed in the miRNA when comparing SPP+/Plasma (PI treated) units to SSP+ units. Significant down regulation (>60%, p< 0,05) of miR-96-5p was observed on day 2 and 4 fig 2. miR-96-5p targets VAMP8 mRNA. VAMP8 plays a role in platelet granule release. Down regulation of miR-96-5p was implicated in platelet hyperactivity. The down regulation of miR -1260a and miR-1260b is similar in both Intercept and control PC and could be an indication that these miRNA have target genes that become more active later in the storage period. Conclusion: Pathogen inactivation treatment does not alter the miRNA profile of platelets during storage compared to untreated platelets. V 90 HPR0 afbrigði ISAV veirunnar í eldislaxi á Íslandi Harpa M. Gunnarsdóttir1, Sigríður Guðmundsdóttir2, Heiða Sigurðardóttir2 1Fisksjúkdómadeild, 2rannsóknadeild fisksjúkdóma, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum harpamg@gmail.com Inngangur: Infectious salmon anaemia (ISA) eða blóðþorri, er smitsjúk- dómur af völdum veirunnar infectious salmon anaemia virus (ISAV), sem er af ætt Orthomyxovirus og veldur alvarlegum sýkingum í Atlants- hafslaxi (Salmon salar). Meinvirk afbrigði veirunnar (HPRvir) hafa úrfell- ingar á hábreytilega svæði genabútar 6, þar sem ómeinvirka afbrigðið (HPR0) er óskert. Próteinafurð genabútar 6 er hemagglutinin esterasi, yfirborðsprótein í veiruhjúpnum sem hefur með viðloðun veiru við hýsilfrumu að gera. ISAV HPR0 hefur greinst hérlendis í 0,63% af sýnum sem skimuð voru tímabilið 2011-2015. Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að ISAV-HPR0 er mjög útbreidd í umhverfi laxa. Markmið: Mat á gæðum raðgreininganiðurstaðna eftir mismunandi forvinnu sýna. Afla þekkingar á arfgerðum íslenskra HPR0 stofna ISAV og bera þá saman við stofna nágrannalanda. Efni og aðferðir: Alls 112 ISAV-HPR0 jákvæð sýni, sem safnast hafa við þjónusturannsóknir á Keldum (2011-2015), voru mögnuð upp fyrir ISAV- -HPR- svæði genabútar 6 með RT-PCR. BioAnalyzer niðurstöður voru notaðar til flokkunar sýna í hópa eftir því hvaða forvinnu þau fengu fyr- ir raðgreiningu. PCR afurðin var ýmist hreinsuð eða tópóklónuð. Sýnin voru send til Beckman Coulter Genomics í Bretlandi til raðgreiningar. Raðgreininganiðurstöður rýndar með forritinu Sequencer 5.4.1, innbyrðis samanburður með Geneiom 9.1.3, samanburður við erlend gagnasöfn á NCBI. Niðurstöður & ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að PCR hreinsun sýna fyrir raðgreiningu gefi marktækt fleiri nothæfar niður- stöður en séu sýnin tópóklónuð. Gæði raðgreininganiðurstaðna eru þó jöfn með hvorri aðferð sem er. Samanburður sýndi að aðeins einn HPR0 stofn ISAV greindist í verkefninu. Stofninn tilheyrir Evrópustofni með mest líkindi við stofna frá Noregi og Færeyjum. V 91 Saga um sjálfsofnæmissjúkdóma veldur ekki aukinni áhættu á framgangi góðkynja einstofna mótefnahækkunar Theodóra Rún Baldursdóttir, Þorvarður J. Löve, Sigrún H. Lund, Sigurður Y. Kristinsson Læknadeild Háskóla Íslands theodorb@landspitali.is Inngangur: Góðkynja einstofna mótefnahækkun (e. monoclonal gamm- opathy of undetermined significance, MGUS) er alltaf undanfari mer- gæxla (e. multiple myeloma). Rannsóknir hafa sýnt að 1-1,5% líkur eru á að MGUS þróist í mergæxli eða aðra eitilfrumusjúkdóma. Vitað er að magn M-próteins, mótefnaflokkur próteinsins og hlutfall léttra keðja í blóði hafa áhrif á líkur á framþróun MGUS. Aðrir áhættuþættir fyrir fram- þróun eru illa skilgreindir. Sjúklingar með sjálfsofnæmissjúkdóma eru í aukinni hættu á að þróa með sér MGUS. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort saga um sjálfsofnæm- issjúkdóma sé áhættuþáttur fyrir framgangi á MGUS. Efniviður og aðferðir: Rannsóknargögn voru fengin frá sænskum krabba- meins- og sjúklingaskrám. Einstaklingar greindir með MGUS á árunum 1985-2013 voru teknir með í rannsóknina. Munur á áhættu á framþróun var metinn með Cox lifunargreiningarlíkani og borin saman áhætta hjá MGUS einstaklingum með og án fyrri sögu um sjálfsofnæmissjúkdóm. Niðurstöður: 17.965 sjúklingar með MGUS voru með í rannsóninnni. 6.713 (37,4%) höfðu fyrri sögu um sjálfsofnæmissjúkdóm. Þeir með sjálfofnæmi- sjúkdóma voru marktækt eldri og höfðu marktækt lægra magn mótefnis við greiningu á MGUS. Þeir höfðu 16% lægri líkur á framgangi (HH 0,84, 95% ÖB 0,76-0,92). Ályktanir: Í þessari stóru lýðgrunduðu rannsókn kom í ljós að fyrri saga um sjálfsofnæmissjúkdóm er verndandi fyrir þróun MGUS yfir í illkynja blóðsjúkdóma. Ástæður fyrir þessu eru án efa fjölþættar en vera má að langvarandi bólga meðal þessa sjúklingahóps auki líkur á MGUS sem í eðli sínu sé meira góðkynja en mótefnahækkun af öðrum sökum. Einnig kann greiningarskakka að hluta að vera um að kenna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.