Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 89

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 89
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 89 V 92 Nýgengi illkynja mesóþelíóma samkvæmt krabbameinsskrá sem tekur til heillar þjóðar: Lýðgrunduð rannsókn Vilhjálmur Rafnsson1,2, Kristinn Tómasson3, Gunnar Guðmundsson2, Haraldur Briem3 1Rannsóknarstofu í heilbrigðisfræði, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Vinnueftirliti ríkisins, 4sóttvarnarlæknir, landlæknir vilraf@hi.is Inngangur: Illkynja mesóþelíóma sem asbest veldur hefur langan hul- iðstíma. Bann við notkun asbests kemur ekki fram í lækkuðu nýgengi fyrr en eftir áratugi. Markmiðið var að meta breytingar á nýgengi illkynja mesóþelíóma og hugsanleg áhrif banns á asbestinnflutning sem komið var á 1983 á Íslandi. Aðferðir: Þetta er lýðgrunduð rannsókn sem byggir á safnupplýsingum, uppruni gagna var Íslenska Krabbameinskráin, Dánarmeinaskráin og Þjóðskráin. Magn asbestsinnflutnings var fengið úr tollskýrslum. Niðurstöður: Innflutningur asbests náði hámarki 1980 og var þá um 15,0 kg/haus/ár og minkaði í 0,3 kg 10 árum eftir að bann var sett 1983, og varð nánast að engu á síðustu árum. Karlar voru 79% tilfella með mesóþelíóma, og 72% voru upprunnin í brjósthimnu. Nýgengi mesóþelíóma jókst stöð- ugt frá 1965 til 2014 þegar það var 21,4 á miljón íbúa meðal karla og 5,6 meðal kvenna. Ályktun: Nýgengi illkynja mesóþelíóma og dánartíðni þess jókst í íbúa- hópnum á tímanum sem til rannsóknar var þrátt fyrir bannið 1983. Þetta samræmist löngum huliðstíma illkynja mesóþelíóma. Vegna mikils inn- flutnings asbests miðað við höfðatölu er asbest í mörgum byggingum, vélum og mannvirkjum, og þess vegna er stöðug hætta á að menn verði útsettir fyrir asbestmengun vegna viðhalds og endurnýjun húsa og mann- virkja, og þegar skipta á asbesti út fyrir önnur efni eða þegar hreinsa á asbest burt þar sem það er fyrir. Það er því erfitt að spá fyrir um hvenær nýgengi mesóþelíóma lækkar í framtíðinni. Á síðasta 10 ára tímabili er ný- gengið á Íslandi hærra en það sem fundist hefur í nágrannalöndum okkar. V 93 Nýgengi sortuæxla meðal íslenskra flugmanna Eva M. Guðmundsdóttir1,2, Vilhjálmur Rafnsson2 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2læknadeild Háskóla Íslands emg5@hi.is Inngangur: Þekkt er að flugáhafnir eru í aukinni hættu á að fá húðkrabba- mein. Það er hins vegar ekki þekkt hvaða þættir liggja þar að baki. Mark- mið þessarar rannsóknar var að kanna staðlað nýgengishlutfall (standar- dized incidence ratio, SIR) sortuæxla meðal íslenskra karlkyns flugmanna miðað við nýgengi krabbameina meðal íslenskra karlmanna. Efniviður og aðferðir: Þetta er afturskyggn ferilrannsókn (cohort study) og nær yfir 552 íslenska karlkyns flugmenn sem höfðu hlotið atvinnu- flugmannsleyfi. Hópnum var skipt í tvo undirhópa, annars vegar flug- menn sem unnið höfðu hjá Flugleiðum (Icelandair) (n=286) og hins vegar flugmenn sem vitað er að ekki höfðu unnið hjá Flugleiðum (Icelandair) (n=266). Upplýsingar um starfstíma hvers og eins fengust hjá Icelandair. Upplýsingar um krabbamein fengust með samkeyrslu skráa hjá Krabba- meinsskrá Íslands. Starfstími flugmanna spannaði frá árunum 1944 til ársins 2003. Eftirfylgnitími krabbameina náði frá árinu 1955 til loka ársins 2014. Væntigildi fjölda krabbameinstilfella voru reiknuð á grunni mann- ára og nýgengis sortuæxla karla samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands. Niðurstöður: SIR fyrir sortuæxli allra flugmanna (N=552) var 3,31 (95% öryggismörk (ÖM) 1,33-6,81), fyrir Icelandair flugmenn 5,48 (95% ÖM 2,00-11,92) og fyrir aðra flugmenn 0,98 (95% ÖM 0,01-5,45). Ályktanir: Flugmenn eru í marktækt meiri hættu á að fá sortuæxli en íslenskir karlar almennt. Flugáhafnir eru útsettar fyrir ýmsum þáttum í vinnu sinni. Ekki er þekkt hvort geimgeislar í háloftunum séu áhættu- þáttur krabbameina meðal flugáhafna. Þekktasti orsakavaldur húðkrabba- meina er útfjólublá geislun frá sólinni. Næstu rannsóknir munu miða að því að greina hvaða hlutverki útfjólublátt ljós og geimgeislar gegna, sem áhættuþættir fyrir húðkrabbamein. V 94 Krabbamein í legbol á Landspítalanum Freyja S. Þórsdóttir1, Ásgeir Thoroddsen2, Þóra Steingrímsdóttir2 1HÍ og LSH, 2Landspítali freyjasif91@gmail.com Inngangur: Á Íslandi greinast árlega um 30 konur með legbolskrabba- mein. Orsakir sjúkdómsins eru ekki að fullu þekktar þótt ýmsir áhættu- þættir séu þekktir, svo sem aldur, offita og hormónameðferð. Kjörmeð- ferð er skurðaðgerð þar sem legið er fjarlægt ásamt eggjastokkum og eggjaleiðurum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um legbolskrabbamein á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá yfirsýn yfir sjúkdóminn hér- lendis, svo sem aldursdreifingu, áhættuþætti, einkenni, greiningaraðferð- ir, meingerð, meðferð og horfur. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til kvenna sem greindust með legbolskrabbamein á árunum 2010-2014 og gengust und- ir meðferð á Landspítalanum. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkra- skrám, aðgerðarlýsingum, meinafræðisvörum, myndgreiningarsvörum og svæfingarskýrslum. Niðurstöður: Alls greindust 108 konur á rannsóknartímabilinu eða að meðaltali 21,6 á ári. Meðalaldur var 62,9±11 ár en 83,3% kvennanna voru komnar yfir tíðahvörf. Meðal líkamsþyngdarstuðull (BMI) var 32,2±8,1 kg/ m2 en 59% höfðu offitu og voru 20% í ofþyngd. Um 93% kvennanna leit- uðu til læknis vegna óeðlilegra blæðinga. Rúmlega helmingur kvennanna greindist innan þriggja mánaða frá fyrstu einkennum. Algengasta mein- gerðin (90,7%) var legslímulíkt kirtilfrumukrabbamein (endometrioid aden- ocarcinoma). Nær allar konurnar (97,2%) fóru í aðgerð en af þeim fengu 34,3% eftirmeðferð í formi geisla og/eða krabbameinslyfja. Á rannsóknar- tímabilinu fengu 11,1% sjúklinganna endurkomu krabbameinsins. Fimm ára lifun reiknaðist 80,9%. Marktækur munur var á lifun kvenna eftir stig- un sjúkdómsins og gráðun. Ályktanir: Horfur kvenna með legbolskrabbamein eru beintengdar gráðun og stigun sjúkdómsins. Sjúklingahópurinn hér á landi svipar til erlendra hópa hvað varðar þekkta áhættuþætti, einkenni, meingerð og meðferð sjúkdómsins. V 95 Skyldleiki methisillín næmra Stapyhlococcus aureus stofna úr blóðsýkingum á Íslandi frá árunum 2003-2008 Sóldís Sveinsdóttir1,2,3, Gunnsteinn Haraldsson2, Karl G. Kristinsson2, Helga Erlendsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Lífvísindasetri Háskóla Íslands sos60@hi.is Inngangur: Staphylococcus aureus er einn algengasti sýkingavaldur blóð- sýkinga í mönnum og býr yfir mörgum fjölbreyttum meinvirkniþáttum, m.a. Panton-Valentine leukocidin (PVL). spa gen S. aureus nýtist til að flokka stofna í mismunandi spa-gerðir. Markmið rannsóknarinnar var að leita að PVL og spa týpugreina methisillín næma S. aureus stofna úr blóð- sýkingum á Íslandi og kanna þannig skyldleika þeirra. Efniviður og aðferðir: Allir tiltækir S. aureus stofnar úr blóðsýkingum

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.