Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 89

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 89
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 89 V 92 Nýgengi illkynja mesóþelíóma samkvæmt krabbameinsskrá sem tekur til heillar þjóðar: Lýðgrunduð rannsókn Vilhjálmur Rafnsson1,2, Kristinn Tómasson3, Gunnar Guðmundsson2, Haraldur Briem3 1Rannsóknarstofu í heilbrigðisfræði, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Vinnueftirliti ríkisins, 4sóttvarnarlæknir, landlæknir vilraf@hi.is Inngangur: Illkynja mesóþelíóma sem asbest veldur hefur langan hul- iðstíma. Bann við notkun asbests kemur ekki fram í lækkuðu nýgengi fyrr en eftir áratugi. Markmiðið var að meta breytingar á nýgengi illkynja mesóþelíóma og hugsanleg áhrif banns á asbestinnflutning sem komið var á 1983 á Íslandi. Aðferðir: Þetta er lýðgrunduð rannsókn sem byggir á safnupplýsingum, uppruni gagna var Íslenska Krabbameinskráin, Dánarmeinaskráin og Þjóðskráin. Magn asbestsinnflutnings var fengið úr tollskýrslum. Niðurstöður: Innflutningur asbests náði hámarki 1980 og var þá um 15,0 kg/haus/ár og minkaði í 0,3 kg 10 árum eftir að bann var sett 1983, og varð nánast að engu á síðustu árum. Karlar voru 79% tilfella með mesóþelíóma, og 72% voru upprunnin í brjósthimnu. Nýgengi mesóþelíóma jókst stöð- ugt frá 1965 til 2014 þegar það var 21,4 á miljón íbúa meðal karla og 5,6 meðal kvenna. Ályktun: Nýgengi illkynja mesóþelíóma og dánartíðni þess jókst í íbúa- hópnum á tímanum sem til rannsóknar var þrátt fyrir bannið 1983. Þetta samræmist löngum huliðstíma illkynja mesóþelíóma. Vegna mikils inn- flutnings asbests miðað við höfðatölu er asbest í mörgum byggingum, vélum og mannvirkjum, og þess vegna er stöðug hætta á að menn verði útsettir fyrir asbestmengun vegna viðhalds og endurnýjun húsa og mann- virkja, og þegar skipta á asbesti út fyrir önnur efni eða þegar hreinsa á asbest burt þar sem það er fyrir. Það er því erfitt að spá fyrir um hvenær nýgengi mesóþelíóma lækkar í framtíðinni. Á síðasta 10 ára tímabili er ný- gengið á Íslandi hærra en það sem fundist hefur í nágrannalöndum okkar. V 93 Nýgengi sortuæxla meðal íslenskra flugmanna Eva M. Guðmundsdóttir1,2, Vilhjálmur Rafnsson2 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2læknadeild Háskóla Íslands emg5@hi.is Inngangur: Þekkt er að flugáhafnir eru í aukinni hættu á að fá húðkrabba- mein. Það er hins vegar ekki þekkt hvaða þættir liggja þar að baki. Mark- mið þessarar rannsóknar var að kanna staðlað nýgengishlutfall (standar- dized incidence ratio, SIR) sortuæxla meðal íslenskra karlkyns flugmanna miðað við nýgengi krabbameina meðal íslenskra karlmanna. Efniviður og aðferðir: Þetta er afturskyggn ferilrannsókn (cohort study) og nær yfir 552 íslenska karlkyns flugmenn sem höfðu hlotið atvinnu- flugmannsleyfi. Hópnum var skipt í tvo undirhópa, annars vegar flug- menn sem unnið höfðu hjá Flugleiðum (Icelandair) (n=286) og hins vegar flugmenn sem vitað er að ekki höfðu unnið hjá Flugleiðum (Icelandair) (n=266). Upplýsingar um starfstíma hvers og eins fengust hjá Icelandair. Upplýsingar um krabbamein fengust með samkeyrslu skráa hjá Krabba- meinsskrá Íslands. Starfstími flugmanna spannaði frá árunum 1944 til ársins 2003. Eftirfylgnitími krabbameina náði frá árinu 1955 til loka ársins 2014. Væntigildi fjölda krabbameinstilfella voru reiknuð á grunni mann- ára og nýgengis sortuæxla karla samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands. Niðurstöður: SIR fyrir sortuæxli allra flugmanna (N=552) var 3,31 (95% öryggismörk (ÖM) 1,33-6,81), fyrir Icelandair flugmenn 5,48 (95% ÖM 2,00-11,92) og fyrir aðra flugmenn 0,98 (95% ÖM 0,01-5,45). Ályktanir: Flugmenn eru í marktækt meiri hættu á að fá sortuæxli en íslenskir karlar almennt. Flugáhafnir eru útsettar fyrir ýmsum þáttum í vinnu sinni. Ekki er þekkt hvort geimgeislar í háloftunum séu áhættu- þáttur krabbameina meðal flugáhafna. Þekktasti orsakavaldur húðkrabba- meina er útfjólublá geislun frá sólinni. Næstu rannsóknir munu miða að því að greina hvaða hlutverki útfjólublátt ljós og geimgeislar gegna, sem áhættuþættir fyrir húðkrabbamein. V 94 Krabbamein í legbol á Landspítalanum Freyja S. Þórsdóttir1, Ásgeir Thoroddsen2, Þóra Steingrímsdóttir2 1HÍ og LSH, 2Landspítali freyjasif91@gmail.com Inngangur: Á Íslandi greinast árlega um 30 konur með legbolskrabba- mein. Orsakir sjúkdómsins eru ekki að fullu þekktar þótt ýmsir áhættu- þættir séu þekktir, svo sem aldur, offita og hormónameðferð. Kjörmeð- ferð er skurðaðgerð þar sem legið er fjarlægt ásamt eggjastokkum og eggjaleiðurum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um legbolskrabbamein á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá yfirsýn yfir sjúkdóminn hér- lendis, svo sem aldursdreifingu, áhættuþætti, einkenni, greiningaraðferð- ir, meingerð, meðferð og horfur. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til kvenna sem greindust með legbolskrabbamein á árunum 2010-2014 og gengust und- ir meðferð á Landspítalanum. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkra- skrám, aðgerðarlýsingum, meinafræðisvörum, myndgreiningarsvörum og svæfingarskýrslum. Niðurstöður: Alls greindust 108 konur á rannsóknartímabilinu eða að meðaltali 21,6 á ári. Meðalaldur var 62,9±11 ár en 83,3% kvennanna voru komnar yfir tíðahvörf. Meðal líkamsþyngdarstuðull (BMI) var 32,2±8,1 kg/ m2 en 59% höfðu offitu og voru 20% í ofþyngd. Um 93% kvennanna leit- uðu til læknis vegna óeðlilegra blæðinga. Rúmlega helmingur kvennanna greindist innan þriggja mánaða frá fyrstu einkennum. Algengasta mein- gerðin (90,7%) var legslímulíkt kirtilfrumukrabbamein (endometrioid aden- ocarcinoma). Nær allar konurnar (97,2%) fóru í aðgerð en af þeim fengu 34,3% eftirmeðferð í formi geisla og/eða krabbameinslyfja. Á rannsóknar- tímabilinu fengu 11,1% sjúklinganna endurkomu krabbameinsins. Fimm ára lifun reiknaðist 80,9%. Marktækur munur var á lifun kvenna eftir stig- un sjúkdómsins og gráðun. Ályktanir: Horfur kvenna með legbolskrabbamein eru beintengdar gráðun og stigun sjúkdómsins. Sjúklingahópurinn hér á landi svipar til erlendra hópa hvað varðar þekkta áhættuþætti, einkenni, meingerð og meðferð sjúkdómsins. V 95 Skyldleiki methisillín næmra Stapyhlococcus aureus stofna úr blóðsýkingum á Íslandi frá árunum 2003-2008 Sóldís Sveinsdóttir1,2,3, Gunnsteinn Haraldsson2, Karl G. Kristinsson2, Helga Erlendsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Lífvísindasetri Háskóla Íslands sos60@hi.is Inngangur: Staphylococcus aureus er einn algengasti sýkingavaldur blóð- sýkinga í mönnum og býr yfir mörgum fjölbreyttum meinvirkniþáttum, m.a. Panton-Valentine leukocidin (PVL). spa gen S. aureus nýtist til að flokka stofna í mismunandi spa-gerðir. Markmið rannsóknarinnar var að leita að PVL og spa týpugreina methisillín næma S. aureus stofna úr blóð- sýkingum á Íslandi og kanna þannig skyldleika þeirra. Efniviður og aðferðir: Allir tiltækir S. aureus stofnar úr blóðsýkingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.