Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 93

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 93
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 93 97.7). Death-censored graft survival was 98.0% (CI, 95.7-1.00), 95.5% (CI, 92.0-99.1) and 88.1% (CI, 80.4-96.5) at 1, 5 and 10 years, respectively. There was no difference in patient or graft survival between LD and DD grafts. Conclusions: Patient and graft survival are comparable to outcomes at large transplant centers, demonstrating the feasibility of running a quality transplant programme in a small country in collaboration with larger centers abroad. The proportion of LD grafts is high in Iceland compared with other nations. V106 Aukin æðakölkun í hálsslagæðum sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni og nýgreinda truflun á sykurefnaskiptum Þórarinn Á. Bjarnason1, Steinar O. Hafþórsson2, Linda B. Kristinsdóttir2, Erna S. Óskarsdóttir2, Thor Aspelund3, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason3, Karl Andersen4 1Lyflækningasviði Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3Hjartavernd, 4hjartadeild Landspítala thorarinn21@gmail.com Bakgrunnur: Sykursýki 2 (SS2) og forstig sykursýki (prediabetes) eru þekktir áhættuþættir fyrir æðakölkun. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif SS2 og forstig sykursýki á magn æðakölkunar í hálsslagæðum hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Aðferð: Sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild Landspítala sem ekki höfðu verið greindir með SS2 var boðið að taka þátt í rannsókninni. Mæl- ingar á sykurbúskap (fastandi glúkósi í plasma, HbA1c og sykurþolspróf) voru gerðar í innlögn og endurteknar þremur mánuðum seinna. Æða- kölkun í hálsslagæðum var metin með stöðluðum hálsæðaómunum þar sem sjúklingar voru flokkaðir eftir því hvort æðakölkun var til staðar eða ekki og heildarflatarmál æðakölkunar (HFÆ) reiknað. Niðurstöður: Tvöhundruð fjörutíu og fimm sjúklingar (78% karlar, meðal- aldur 64 ár) tóku þátt í rannsókninni. Sjúklingar með eðlilegan sykurefna- skipti voru 28,6%, 64,1% með forstig sykursýki og 7,3% með SS2. Æða- kalkanir í hálsslagæðum greindust hjá 48,5%, 66,9% og 72,2% sjúklinga með eðlilegan sykurefnaskipti, forstig sykursýki og SS2. Stigvaxandi HFÆ var hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti til sjúklinga greinda með SS2 þar sem 25,5% og 35,9% aukning á HFÆ sást hjá sjúklingum með ný- greint forstig sykursýki og SS2 miðað við sjúklinga með eðlileg sykurefna- skipti (p=0,04). Í fjölþátta aðhvarfsgreiningu var gagnalíkindahlutfall hjá sjúklingum með nýgreint forstig sykursýki eða SS2 2,17 (95% Cl 1,15-4,15) að hafa æðakölkun í hálsslagæðum samanborið við sjúklinga með eðlileg sykurefnaskipti. Ályktun: Algengi æðakölkunar í hálsslagæðum sjúklinga með BKH er hátt og er stigvaxandi hjá sjúklingum með nýgreinda truflun á sykurefna- skiptum. Nýgreint forstig sykursýki og SS2 hjá sjúklingum með BKA eru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir æðakölkun í hálsslagæðum. V 107 Faraldsfræði nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum 1985- 2013 Sólborg Erla Ingvarsdóttir1, Ólafur S. Indriðason2, Runólfur Pálsson2, Viðar Ö. Eðvarðsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2nýrnalækningaeiningu lyflækningasviðs, 3Barnaspítala Hringsins, Landspítala solborg.erla@gmail.com Inngangur: Nýrnasteinar eru ekki óalgengir meðal barna en tíðni þeirra hefur ekki verið vel rannsökuð í þeim aldurshópi. Markmið rannsóknar- innar var að kanna nýgengi og algengi nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum síðastliðin 30 ár. Efniviður og aðferðir: Í þessari afturskyggnu rannsókn var gagna aflað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Röntgen Domus Medica er tóku til sjúkdóms- (ICD), myndgreiningar- og aðgerða- kóða er skilgreindu nýrnasteina meðal einstaklinga <18 ára aldri. Aldurs- staðlað nýgengi nýrnasteina í þessum aldursflokki var reiknað út frá mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir tímabilin 1985-1989, 1990-1994, 1995-1999, 2000-2004, 2005-2009 og 2010-2013. Algengi var reiknað fyrir árin 1999-2013. Niðurstöður: Alls greindust 187 einstaklingar með sinn fyrsta stein á rann- sóknartímabilinu og af þeim voru 111 (59%) stúlkur. Miðgildi (spönn) aldurs við greiningu var 15,0 (0,2-17,99) ár. Árlegt nýgengi jókst úr að meðaltali 3,7/100,000 á fyrstu 5 árum rannsóknartímabilsins í 11,0/100,000 á árunum 1995-2004, en minnkaði svo niður í 7,8/100,000 á árunum 2010- 2013. Mesta aukning á nýgengi reyndist vera meðal stúlkna á aldrinum 14-17 ára en þar jókst nýgengið úr 9,8/100,000 árin 1985-1989 í 39,2/100,000 árin 2010-2013. Algengi nýrnasteinasjúkdóms meðal barna árin 1999-2013 var að meðaltali 44/100,000 hjá drengjum og 51/100,000 hjá stúlkum og breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Ályktanir: Nýgengi nýrnasteinasjúkdóms fór vaxandi á rannsóknar- tímabilinu, fyrst og fremst vegna mikillar aukningar á tíðni sjúkdómsins meðal stúlkna á aldrinum 14-17 ára. Þó svipuðum breytingum hafi ver- ið lýst í nýlegum erlendum rannsóknum vekur lækkandi nýgengi meðal drengja síðustu 10-15 árin athygli. V 108 Endurkomutíðni nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum 1985-2013 Sólborg Erla Ingvarsdóttir1, Ólafur S. Indriðason2, Runólfur Pálsson2, Viðar Ö. Eðvarðsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2nýrnalækningaeiningu lyflækningasviðs, 3Barnaspítala Hringsins, Landspítala solborg.erla@gmail.com Inngangur: Nýgengi nýrnasteinasjúkdóms í börnum hefur verið vaxandi en endurkomutíðni hefur lítið verið rannsökuð í þeim aldursflokki. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna endurkomutíðni steina í íslenskum börnum síðastliðin 30 ár. Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað úr sjúkraskrárkerfum Landspít- ala, Sjúkrahússins á Akureyri og Röntgen Domus Medica um sjúklinga með nýrnasteina með sjúkdóms- (ICD), myndgreiningar- og aðgerðakóð- um frá þessum stofnunum. Sjúkraskrár allra þátttakenda voru yfirfarnar til að skilgreina þýðið, sannreyna steinasjúkdóm og finna einkenni sem tengdust sjúkdómnum. Endurkoma nýrnasteina var skilgreind sem merki um nýjan stein á myndrannsókn eða klínísk endurkoma með blóðmigu og kviðverkjum. Kaplan-Meier-aðferð var notuð til að meta endurkomu og log-rank próf til að bera saman hópa. Niðurstöður: Alls greindust 187 börn með steinasjúkdóm á rannsóknar- tímabilinu, 76 (41%) voru drengir. Miðgildi (spönn) aldurs hjá drengjum var 14,6 (0,2-17,9) ár og 15,4 (0,8-17,9) ár hjá stúlkum. Eftirfylgdartími var 13,0 (0-36) ár, á þeim tíma fengu 67 (37%) annað steinakast 1,9 (0,9-18,9) árum eftir fyrstu greiningu. Marktækur munur reyndist vera á endur- komutíðni milli þeirra sem greindust árin 1985-1994, 1995-2004 og 2005- 2013 og var 5 ára endurkomutíðni þeirra 9%, 24% og 38% (p=0,002). Ályktanir: Í þessari lýðgrunduðu rannsókn reyndist endurkomutíðni nýrnasteina meðal íslenskra barna vera svipuð og hjá fullorðnum. Endur- komutíðni virðist vera að aukast og gæti það tengst bættri greiningu og skráningu á nýrnasteinaköstum og/eða umhverfisþáttum sem áhrif hafa á steinamyndun.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.