Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 93

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 93
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 93 97.7). Death-censored graft survival was 98.0% (CI, 95.7-1.00), 95.5% (CI, 92.0-99.1) and 88.1% (CI, 80.4-96.5) at 1, 5 and 10 years, respectively. There was no difference in patient or graft survival between LD and DD grafts. Conclusions: Patient and graft survival are comparable to outcomes at large transplant centers, demonstrating the feasibility of running a quality transplant programme in a small country in collaboration with larger centers abroad. The proportion of LD grafts is high in Iceland compared with other nations. V106 Aukin æðakölkun í hálsslagæðum sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni og nýgreinda truflun á sykurefnaskiptum Þórarinn Á. Bjarnason1, Steinar O. Hafþórsson2, Linda B. Kristinsdóttir2, Erna S. Óskarsdóttir2, Thor Aspelund3, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason3, Karl Andersen4 1Lyflækningasviði Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3Hjartavernd, 4hjartadeild Landspítala thorarinn21@gmail.com Bakgrunnur: Sykursýki 2 (SS2) og forstig sykursýki (prediabetes) eru þekktir áhættuþættir fyrir æðakölkun. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif SS2 og forstig sykursýki á magn æðakölkunar í hálsslagæðum hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Aðferð: Sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild Landspítala sem ekki höfðu verið greindir með SS2 var boðið að taka þátt í rannsókninni. Mæl- ingar á sykurbúskap (fastandi glúkósi í plasma, HbA1c og sykurþolspróf) voru gerðar í innlögn og endurteknar þremur mánuðum seinna. Æða- kölkun í hálsslagæðum var metin með stöðluðum hálsæðaómunum þar sem sjúklingar voru flokkaðir eftir því hvort æðakölkun var til staðar eða ekki og heildarflatarmál æðakölkunar (HFÆ) reiknað. Niðurstöður: Tvöhundruð fjörutíu og fimm sjúklingar (78% karlar, meðal- aldur 64 ár) tóku þátt í rannsókninni. Sjúklingar með eðlilegan sykurefna- skipti voru 28,6%, 64,1% með forstig sykursýki og 7,3% með SS2. Æða- kalkanir í hálsslagæðum greindust hjá 48,5%, 66,9% og 72,2% sjúklinga með eðlilegan sykurefnaskipti, forstig sykursýki og SS2. Stigvaxandi HFÆ var hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti til sjúklinga greinda með SS2 þar sem 25,5% og 35,9% aukning á HFÆ sást hjá sjúklingum með ný- greint forstig sykursýki og SS2 miðað við sjúklinga með eðlileg sykurefna- skipti (p=0,04). Í fjölþátta aðhvarfsgreiningu var gagnalíkindahlutfall hjá sjúklingum með nýgreint forstig sykursýki eða SS2 2,17 (95% Cl 1,15-4,15) að hafa æðakölkun í hálsslagæðum samanborið við sjúklinga með eðlileg sykurefnaskipti. Ályktun: Algengi æðakölkunar í hálsslagæðum sjúklinga með BKH er hátt og er stigvaxandi hjá sjúklingum með nýgreinda truflun á sykurefna- skiptum. Nýgreint forstig sykursýki og SS2 hjá sjúklingum með BKA eru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir æðakölkun í hálsslagæðum. V 107 Faraldsfræði nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum 1985- 2013 Sólborg Erla Ingvarsdóttir1, Ólafur S. Indriðason2, Runólfur Pálsson2, Viðar Ö. Eðvarðsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2nýrnalækningaeiningu lyflækningasviðs, 3Barnaspítala Hringsins, Landspítala solborg.erla@gmail.com Inngangur: Nýrnasteinar eru ekki óalgengir meðal barna en tíðni þeirra hefur ekki verið vel rannsökuð í þeim aldurshópi. Markmið rannsóknar- innar var að kanna nýgengi og algengi nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum síðastliðin 30 ár. Efniviður og aðferðir: Í þessari afturskyggnu rannsókn var gagna aflað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Röntgen Domus Medica er tóku til sjúkdóms- (ICD), myndgreiningar- og aðgerða- kóða er skilgreindu nýrnasteina meðal einstaklinga <18 ára aldri. Aldurs- staðlað nýgengi nýrnasteina í þessum aldursflokki var reiknað út frá mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir tímabilin 1985-1989, 1990-1994, 1995-1999, 2000-2004, 2005-2009 og 2010-2013. Algengi var reiknað fyrir árin 1999-2013. Niðurstöður: Alls greindust 187 einstaklingar með sinn fyrsta stein á rann- sóknartímabilinu og af þeim voru 111 (59%) stúlkur. Miðgildi (spönn) aldurs við greiningu var 15,0 (0,2-17,99) ár. Árlegt nýgengi jókst úr að meðaltali 3,7/100,000 á fyrstu 5 árum rannsóknartímabilsins í 11,0/100,000 á árunum 1995-2004, en minnkaði svo niður í 7,8/100,000 á árunum 2010- 2013. Mesta aukning á nýgengi reyndist vera meðal stúlkna á aldrinum 14-17 ára en þar jókst nýgengið úr 9,8/100,000 árin 1985-1989 í 39,2/100,000 árin 2010-2013. Algengi nýrnasteinasjúkdóms meðal barna árin 1999-2013 var að meðaltali 44/100,000 hjá drengjum og 51/100,000 hjá stúlkum og breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Ályktanir: Nýgengi nýrnasteinasjúkdóms fór vaxandi á rannsóknar- tímabilinu, fyrst og fremst vegna mikillar aukningar á tíðni sjúkdómsins meðal stúlkna á aldrinum 14-17 ára. Þó svipuðum breytingum hafi ver- ið lýst í nýlegum erlendum rannsóknum vekur lækkandi nýgengi meðal drengja síðustu 10-15 árin athygli. V 108 Endurkomutíðni nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum 1985-2013 Sólborg Erla Ingvarsdóttir1, Ólafur S. Indriðason2, Runólfur Pálsson2, Viðar Ö. Eðvarðsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2nýrnalækningaeiningu lyflækningasviðs, 3Barnaspítala Hringsins, Landspítala solborg.erla@gmail.com Inngangur: Nýgengi nýrnasteinasjúkdóms í börnum hefur verið vaxandi en endurkomutíðni hefur lítið verið rannsökuð í þeim aldursflokki. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna endurkomutíðni steina í íslenskum börnum síðastliðin 30 ár. Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað úr sjúkraskrárkerfum Landspít- ala, Sjúkrahússins á Akureyri og Röntgen Domus Medica um sjúklinga með nýrnasteina með sjúkdóms- (ICD), myndgreiningar- og aðgerðakóð- um frá þessum stofnunum. Sjúkraskrár allra þátttakenda voru yfirfarnar til að skilgreina þýðið, sannreyna steinasjúkdóm og finna einkenni sem tengdust sjúkdómnum. Endurkoma nýrnasteina var skilgreind sem merki um nýjan stein á myndrannsókn eða klínísk endurkoma með blóðmigu og kviðverkjum. Kaplan-Meier-aðferð var notuð til að meta endurkomu og log-rank próf til að bera saman hópa. Niðurstöður: Alls greindust 187 börn með steinasjúkdóm á rannsóknar- tímabilinu, 76 (41%) voru drengir. Miðgildi (spönn) aldurs hjá drengjum var 14,6 (0,2-17,9) ár og 15,4 (0,8-17,9) ár hjá stúlkum. Eftirfylgdartími var 13,0 (0-36) ár, á þeim tíma fengu 67 (37%) annað steinakast 1,9 (0,9-18,9) árum eftir fyrstu greiningu. Marktækur munur reyndist vera á endur- komutíðni milli þeirra sem greindust árin 1985-1994, 1995-2004 og 2005- 2013 og var 5 ára endurkomutíðni þeirra 9%, 24% og 38% (p=0,002). Ályktanir: Í þessari lýðgrunduðu rannsókn reyndist endurkomutíðni nýrnasteina meðal íslenskra barna vera svipuð og hjá fullorðnum. Endur- komutíðni virðist vera að aukast og gæti það tengst bættri greiningu og skráningu á nýrnasteinaköstum og/eða umhverfisþáttum sem áhrif hafa á steinamyndun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.