Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 95

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 95
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 95 Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúk- linga sem hófu blóðskilun á Landspítala á tímabilinu 2003-2014 og lifðu að lágmarki í 3 mánuði frá upphafi skilunar. Gögnum var safnað úr sjúkra- skrám skilunardeildar, m.a. uppýsingum um þyngd og skilunartíma. Meðalgildi fyrir fjórða mánuð meðferðar voru notuð (8-12 skilanir). Um- framþyngd við lok skilunar var skilgreind sem mismunur á þyngd í lok skilunar og þurrþyngd. Notast var við Cox-aðhvarfsgreiningu til að meta lifun sjúklinga. Niðurstöður: Alls byrjuðu 197 sjúklingar í blóðskilun á tímabilinu. Þar af lifðu 153 sjúklingar að lágmarki í 3 mánuði og höfðu nægar upplýsingar skráðar; 98 (64,0%) voru karlar. Umframþyngd við lok skilunar ≥0,3 kg sást hjá 36 (23,5%) sjúklingum og 63 (41,1%) voru ≤3,5 klst. í blóðskilun hverju sinni. 65 (42.3%) höfðu örsíunarhraða >10 ml/kg/klst. og 20 (13,0%) >13 ml/kg/klst. Cox-aðhvarfsgreining leiðrétt fyrir aldri, kyni, æðaaðgengi, albúmíni og URR sýndi ekki fram á tengsl milli lifunar og umframþyngd- ar ≥0,3 kg (HR 0,7, 95% CI, 0,34-1,41) og örsíunarhraða >10 ml/kg/klst. (HR 1,0, 95% CI, 0,60-1,69) eða >13 ml/kg/klst. (HR 1,18, 95% CI, 0,44-3,12). Ályktanir: Örsíunarhraði og umframþyngd við lok skilunar hjá nýjum blóðskilunarsjúklingum tengjast ekki lifun þeirra. Ekki var hægt að taka tillit til afgangsnýrnastarfsemi í líkaninu en það gæti skipt máli hjá þess- um sjúklingum. V 113 Glerungseyðandi áhrif meðferða við munnþurrk á Norðurlöndunum Ármann Hannesson1, Rakel Ó. Þrastardóttir2, Inga B. Árnadóttir2, W. Peter Holbrook2, Vilhelm G. Ólafsson2 1Rannsóknarstofu tannlæknadeildar, 2tannlæknadeild, Háskóla Íslands arh38@hi.is Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að mæla sýrustig efna sem notuð eru í meðhöndlun á munnþurrk á Norðurlöndunum og meta áhrif þeirra með tilliti til glerungseyðingar. Efniviður og aðferðir: Þrettán vörur á Norðurlandamarkaði sem notaðar eru við munnþurrk voru valdar fyrir rannsóknina og sýrustig þeirra mælt með pH mæli. Sítrónusafi var notaður sem jákvæð viðmiðunarlausn og kranavatn sem neikvæð viðmiðunarlausn. 14 krónuhlutar voru sagaðir í tvennt og vigtaðir. Hver krónuhluti var settur í 2mL lausn af efnunum sem sett var á veltigrind. Skipt var um lausnirnar á sólarhringsfresti og hver krónuhluti vigtaður eftir 2 vikur. Notast var við Spearmans fylgnistuðul til að meta samband sýrustigs og glerungseyðandi áhrif lausnanna sem þyngdarbreytingar á krónuhlutunum. Niðurstöður: Tvær vörur sýndu meiri glerungseyðandi áhrif en aðrar, GUM Hydral munnskol og úði, sem ollu 7.7% og 5.63% þyngdartapi. Af þeim 13 vörum sem rannsakaðar voru innihalda einungis GUM Hydral vörurnar sítrónusýru. HAp+ molarnir og Elmex sýndu litla gler- ungseyðingu miðað við lágt sýrustig en samspil innihaldsefnanna skipa þar stórt hlutverk. Sítrónusafinn mældist með sýrustig 2,3 og olli 64,86% þyngdartapi á tveim vikum á meðan kranavatn var með sýrustig 7,5 og olli engri eyðingu. Markverð neikvæð fylgni mældist milli sýrustigs og þyngdartaps (rs = −0.5456; P = 0.0289). Ályktanir: Flestar prófaðar vörur eru með öruggasta móti, með tveimur undantekningum (Gum Hydral munnskol og úði). Þar sem að sjúklingar sem þjást af munnþurrki hafa skertar varnir gegn glerungseyðingu og tannátu ætti hvorki að mæla með, né skrifa upp á meðferð með lágt sýru- stig sé hjá því komist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.