Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Qupperneq 30
WRSTHNN STEFÁNSSON
HEITBAUGURINN
Þorsteinn Stefánsson
Daníel er ungur íslendingur
sem fer einn til Danmerkur að
nema málaraiðn þótt hann sé
heitbundinn ungri stúlku á ís-
landi. Sagan er þroskasaga
þessa unga manns og sýnir á
nærfærinn hátt hvernig
tengsl hans við landið og fólk-
ið heima breytast í fjarlægð-
inni. Höfundur, Þorsteinn
Stefánsson, er Austfirðingur
sem hefur dvalið langdvölum
í Danmörku. Hann hefur
fengið margháttaðar viður-
kenningar fyrir ritstörf, m.a.
H.C. Andersen verðlaunin
fyrir bók sína Dalurinn.
130 blaðsíður.
Erla. Dreifing: Lindin h.f.
ISBN 9979-60-040-3
Verð: 1.995 kr.
íslensk skáldverk
til meðferðar vel þekkta at-
burði í atvinnulífi og stjórn-
málum, umfram allt þó sögu
síldarinnar. Sagt hefur verið
að söguhetja bókarinnar, ís-
landsbersi, sé einhver
skemmtilegasta persóna
sem komið hefur fyrir í sög-
um Halldórs Laxness.
306 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0040-5
Verð: 3.295 kr.
HAFBORG
Njörður P. Njarðvík
Hafborg er skáldsaga sem
leiðir hvern landkrabba inn í
hrollkaldan heim togarasjó-
mannsins og við blasir raun-
sönn mynd af félögunum um
borð sem eiga hið kaldrana-
lega haf að ævilöngum veru-
leika, þeim sigrum og ósigr-
um sem þeir takast stöðugt á
við - um borð og í landi -
gráglettnum samskiptum
skipverjanna þar sem hver
syngur með eigin nefi, ó-
skráðum lögum sem aldrei
verða rofin, einvígi manns og
hafs á ögurstund.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0226-8
Verð: 2.980 kr.
ÍSLENZK FORNRIT
HARÐAR
SAGA
llll) ISI.ENZKA FORNKITAFÉLAG
HARÐAR SAGA
Þórhallur Vilmundarson
og Bjarni Vilhjálmsson
gáfu út
Formála ritar Þórhallur
Vilmundarson
Harðar saga, skógarmanna-
saga er gerist á síðari hluta
10. aldar m.a. í Hvalfirði.
Bárðar saga Snæfellsáss,
landvætta- og tröllasaga er
gerist á landnámsöld. Þorsk-
firðinga saga, ýkjusaga er
gerist á landnámsöld. Flóa-
manna saga, gerist 870-
1020 og segir m.a. frá þeim
fóstbræðrum Ingólfi Arnar-
syni og Hjörleifi.
756 blaðsíður.
Hið íslenzka fornritafélag.
Dreifing: Hið íslenzka bók-
menntafélag.
Verð: 5.586 kr.
HARÐUR HEIMUR
Gunnar Dal
Hér er á ferðinni heimilda-
skáldsaga sem kom út í
sumar á sjötugsafmæli höf-
undar. Bókin hefur þegar
vakið óskipta athygli. Hún
styðst við heimssögulega at-
burði, stórveldafundinn í
Reykjavík 1986 og þau
straumhvörf sem urðu í kjöl-
far hans. Stjórnmálamenn,
innlendir sem erlendir, koma
við sögu. Framtíðarsýn höf-
undar í bókarlok er verð allr-
ar athygli. Harður heimur
flytur boðskap sem á sann-
arlega erindi til nútíma-
mannsins.
160 blaðsíður.
Víkurútgáfan.
ISBN 9979-9056-6-6
Verð: 2.960 kr.
HEIMSLJÓS l-ll
Halldór Laxness
Heimsljós er eitt öndvegisrita
heimsbókmenntanna og ein
ástsælasta skáldsaga ís-
lensku þjóðarinnar. Sagan
fjallar um líf Ólafs Kárasonar
Ljósvíkings, íslensks skálds,
stórbrotið lífshlaup þess
manns sem er einna smæst-
ur meðbræðra sinna. Fegurð
og þjáning þessa lífs hefjast
upp í goðsögulegar stærðir
þó sögusviðið sé lítið sjávar-
þorp. Heimsljós kemur nú í
nýrri útgáfu í tveimur bindum
en einnig er hægt að fá þau
saman í smekklegri
gjafaöskju.
Samtals 500 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0154-1
Verð: 3.295 kr. hvort bindi.
í gjafaöskju: 7.570 kr.
ÓBKEYTT
VERÐÁ
JÓLA-
BÓKUM
Bókaútgefendur
30