Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 42

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 42
Þýdd skáldverk FERÐ ALLRA FERÐA Nadine Gordimer Þýðing: Ólöf Eldjárn Nadine Gordimer slær á marga strengi í smásögunum þrettán í þessu safni og frá- sagnarsnilld hennar nýtur sín afar vel. Sögurnar, sem flest- ar eru nýjar, eru fjölbreyttar að efni, efnistökum og sögu- sviði en fjalla þó allar um hlut- skipti manna á einn eða ann- an hátt. Nadine Gordimer hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1991. 178 biaðsíður. Mál og mennlng. ISBN 9979-3-0532-0 Verð: 2.680 kr. FIMMFINGRAMANDLAN Torgny Lindgren Þýðing: Hannes Sigfússon Sögur Torgny Lindgrens í þessu safni eru af tvennum toga: „Smásögurnar“ (úr Merabs skönhet) eru kostu- legar og skarpar lýsingar sem opna skemmtilega sýn á mannlífið og „þjóðsögurn- ar“ (úr Legendeh) eru hlaðn- ar furðum og táknum sem fá lesandann til að skoða ýmsa hluti í nýju Ijósi. Þessar sögur eru góðir fulltrúar fyrir þennan sænska sagnasnill- ing sem hefur hlýjuna og kímnina svo rækilega á valdi sínu. Syrtla 123 blaðsíður. Mál og menning. ISBN 9979-3-0559-2 Verð: 1.595 kr. ÓDAUÐLEG ÁST Ljúdmíla Petrúshevskaja Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Sögur Ljúdmílu Petrús- hevskaju komu ekki út á bók fyrr en ritskoðun hafði verið aflétt í Rússlandi, nú er hún talin meðal fremstu skálda landsins. Hún segir fyrst og fremst sögur af fólki, líkt og hún taki einhvern einn úr hin- um nafnlausa múg og ein- beiti sér að því að sýna okk- ur sérstök örlög hans. Sögur hennar eru raunsæjar, hnit- miðaðar, fyndnar, íburðar- lausar en áhrifaríkar sneið- myndir af lífi borgarbúans. Syrtla. 115 blaðsíður. Mál og menning. ISBN 9979-3-0570-3 Verð: 1.595 kr. FLÓTTAMAÐURINN J.M.Dillard Þýðing: Pétur Halldórs- son/Ragnar Hauksson Richard Kimble, skurðlækn- ir, gamall kunningi íslenskra sjónvarpsáhorfenda, er sak- laus dæmdur fyrir morð á konu sinni. Þegar honum gefst tækifæri til að flýja gríp- ur hann það til að leita að hinum raunverulega morð- ingja, einhenta manninum sem enginn annar trúir að sé til. Á hælum Kimbles er Samuel Gerard, lögreglu- maður sem hefur sitt verk að vinna: Að handsama flótta- manninn, lífs eða liðinn. - Persónurnar úr þessum gamla, vinsæla sjónvarps- þætti eru nú komnar á bók og í samnefnda kvikmynd, sem sýnd var í Sambíóun- um. 192 blaðsíður. Frjáls fjölmiðlun hf. - Úrvalsbækur. ISBN 9979-840-06-4 Verð: 895 kr. FRANSKUR LEIKUR Vigdis Hjorth Þýðing: Ásgeir Ásgelrsson Skáldsagan Franskur leikur fjallar um sérstakt kynferðis- legt samband milli Láru Bu- vik, sem sér um útvarpsþátt hjá norska ríkisútvarpinu, og hins Ijóshærða og hávaxna verkfræðings, Hennings. Lára leitar í hlutverkið sem 1 kyntákn og þolandi en Henn- ing sem stjórnandi. Andleg tengsl eru engin og þegar á líður veita ástarleikirnir Láru ekki þá fullnægingu sem hún leitar að og þarfnast. Höfundur bókarinnar, Vigdis Hjorth, hefur skipað sér í hóp vinsælustu og fremstu rithöfunda Norð- manna af yngri kynslóð. ..þetta er prýðissaga, fjallar um mikilvægt efni samtíðar okkar, og þannig að hún er í senn víðtæk og hnitmiðuð." - Örn Ólafsson, DV13. september 1993. 160 blaðsíður. Almenna bókafélagið hf. ISBN 9979-4-0081-1 Verð: 2.844 kr. FÖÐURLAND Robert Harris Þýðing: Guðbrandur Gíslason Hvernig hefði verið umhorfs í Þýskalandi árið 1964 ef Hitler hefði enn verið við völd? Þessi hraðskreiða spennu- saga hefur komið róti á hugi manna á tímum umdeildrar samlögunar og sameiningar í Evrópu og hefur farið um Vesturlönd eins og eldur um sinu síðustu misseri. 368 blaðsíður. Mál og menning. ISBN 9979-3-0462-6 Verð: 787 kr. 42 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.