Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 42
Þýdd skáldverk
FERÐ ALLRA FERÐA
Nadine Gordimer
Þýðing: Ólöf Eldjárn
Nadine Gordimer slær á
marga strengi í smásögunum
þrettán í þessu safni og frá-
sagnarsnilld hennar nýtur sín
afar vel. Sögurnar, sem flest-
ar eru nýjar, eru fjölbreyttar
að efni, efnistökum og sögu-
sviði en fjalla þó allar um hlut-
skipti manna á einn eða ann-
an hátt. Nadine Gordimer
hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1991.
178 biaðsíður.
Mál og mennlng.
ISBN 9979-3-0532-0
Verð: 2.680 kr.
FIMMFINGRAMANDLAN
Torgny Lindgren
Þýðing: Hannes Sigfússon
Sögur Torgny Lindgrens í
þessu safni eru af tvennum
toga: „Smásögurnar“ (úr
Merabs skönhet) eru kostu-
legar og skarpar lýsingar
sem opna skemmtilega sýn
á mannlífið og „þjóðsögurn-
ar“ (úr Legendeh) eru hlaðn-
ar furðum og táknum sem fá
lesandann til að skoða ýmsa
hluti í nýju Ijósi. Þessar
sögur eru góðir fulltrúar fyrir
þennan sænska sagnasnill-
ing sem hefur hlýjuna og
kímnina svo rækilega á valdi
sínu. Syrtla
123 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0559-2
Verð: 1.595 kr.
ÓDAUÐLEG ÁST
Ljúdmíla Petrúshevskaja
Þýðing: Ingibjörg
Haraldsdóttir
Sögur Ljúdmílu Petrús-
hevskaju komu ekki út á bók
fyrr en ritskoðun hafði verið
aflétt í Rússlandi, nú er hún
talin meðal fremstu skálda
landsins. Hún segir fyrst og
fremst sögur af fólki, líkt og
hún taki einhvern einn úr hin-
um nafnlausa múg og ein-
beiti sér að því að sýna okk-
ur sérstök örlög hans. Sögur
hennar eru raunsæjar, hnit-
miðaðar, fyndnar, íburðar-
lausar en áhrifaríkar sneið-
myndir af lífi borgarbúans.
Syrtla.
115 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0570-3
Verð: 1.595 kr.
FLÓTTAMAÐURINN
J.M.Dillard
Þýðing: Pétur Halldórs-
son/Ragnar Hauksson
Richard Kimble, skurðlækn-
ir, gamall kunningi íslenskra
sjónvarpsáhorfenda, er sak-
laus dæmdur fyrir morð á
konu sinni. Þegar honum
gefst tækifæri til að flýja gríp-
ur hann það til að leita að
hinum raunverulega morð-
ingja, einhenta manninum
sem enginn annar trúir að sé
til. Á hælum Kimbles er
Samuel Gerard, lögreglu-
maður sem hefur sitt verk að
vinna: Að handsama flótta-
manninn, lífs eða liðinn. -
Persónurnar úr þessum
gamla, vinsæla sjónvarps-
þætti eru nú komnar á bók
og í samnefnda kvikmynd,
sem sýnd var í Sambíóun-
um.
192 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
- Úrvalsbækur.
ISBN 9979-840-06-4
Verð: 895 kr.
FRANSKUR LEIKUR
Vigdis Hjorth
Þýðing: Ásgeir Ásgelrsson
Skáldsagan Franskur leikur
fjallar um sérstakt kynferðis-
legt samband milli Láru Bu-
vik, sem sér um útvarpsþátt
hjá norska ríkisútvarpinu, og
hins Ijóshærða og hávaxna
verkfræðings, Hennings.
Lára leitar í hlutverkið sem
1
kyntákn og þolandi en Henn-
ing sem stjórnandi. Andleg
tengsl eru engin og þegar á
líður veita ástarleikirnir Láru
ekki þá fullnægingu sem hún
leitar að og þarfnast.
Höfundur bókarinnar,
Vigdis Hjorth, hefur skipað
sér í hóp vinsælustu og
fremstu rithöfunda Norð-
manna af yngri kynslóð.
..þetta er prýðissaga,
fjallar um mikilvægt efni
samtíðar okkar, og þannig
að hún er í senn víðtæk og
hnitmiðuð." - Örn Ólafsson,
DV13. september 1993.
160 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
ISBN 9979-4-0081-1
Verð: 2.844 kr.
FÖÐURLAND
Robert Harris
Þýðing: Guðbrandur
Gíslason
Hvernig hefði verið umhorfs í
Þýskalandi árið 1964 ef Hitler
hefði enn verið við völd?
Þessi hraðskreiða spennu-
saga hefur komið róti á hugi
manna á tímum umdeildrar
samlögunar og sameiningar í
Evrópu og hefur farið um
Vesturlönd eins og eldur um
sinu síðustu misseri.
368 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0462-6
Verð: 787 kr.
42
J