Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Qupperneq 56
Ljóö
til að tjá sig og ná sambandi
við lesandann.
Ástin, tilveran, trúin, ein-
veran og dauðinn birtast í
Ijóðunum. Þetta er þriðja
Ijóðabók Gunnars Hersveins.
52 blaðsíður.
íslensk bókadreifing hf.
Verð: 1.850 kr.
sóma sér vel í öndvegi hvers
heimilisbókasafns.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0198-9
Verð: 8.892 kr.
JÓLALJÓÐ
Gylfi Gröndal valdi
í fyrsta sinn er hér safnað í
eina bók jólaljóðum ís-
lenskra skálda á þessari öld.
Rúmlega 70 Ijóð eftir 52
skáld. Einstaklega fallegt og
áhrifamikið Ijóðaúrval eftir
mörg af okkar öndvegis-
skáldum. Kjörgripurájólum í
hendi þeirra sem unna ís-
lenskri Ijóðagerð.
128 blaðsíður.
Forlagið.
ISBN 9979-52-208-4
Verð: 1.980 kr.
wmmmmmmmmmmmammmmmmm
KVÆÐI OG LAUST MÁL l-ll
Jónas Hallgrímsson
Falleg og vönduð ný tveggja
binda útgáfa á Ijóðum og
öðrum verkum Jónasar Hall-
grímssonar. Haukur Hann-
esson annaðist útgáfuna og
skrifar ítarlegan inngang um
skáldið, líf þess og list. Þess-
ar glæsilegu bækur, sem
geyma allar Ijóðperlur þjóð-
skáldsins ástsæla, eru
bundnar í blátt flauel og
LAUSAVÍSUR
FRÁ 1400-1900
Safnað hefur Sveinbjörn
Beinteinsson
Hér eru á ferðinni 900 snjall-
ar vísur eftir þekkt skáld og
hagyrðinga. Meðal þeirra
eru: Páll Ólafsson, Sigurður
Breiðfjörð, Bólu-Hjálmar,
Kristján Fjallaskáld, Látra-
Björg, Skáld-Rósa, Æri-
Tobbi, Leirulækjar-Fúsi,
Steinunn í Höfn, Eyjólfur
Ijóstollurog Sölvi Helgason. í
þessari bók ættu flestir að
geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Kærkomin bók fyrir
hina mörgu hagyrðinga. (Ný
útg. 1993).
187 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
ISBN 9979-50-035-2
Verð: 1.990 kr.
Steinn
Steinarr
LJÓÐASAFN
Steinn Steinarr
Hér er á ferðinni nýtt heildar-
safn Ijóða Steins Steinarr
sem fyrst kom út fyrir tveimur
árum og seldist fljótt upp.
Bókin hefur að geyma öll
prentuð Ijóð skáldsins. Að
auki er bætt við safnið þrem-
ur tugum valinna Ijóða sem
Steinn lét eftir sig og höfðu
ekki áður verið prentuð í
bókum hans. Meðal þeirra
eru ómetanlegar perlur ís-
lenskrar Ijóðlistar. íslending-
ar hafa fyrir löngu skipað
Steini Steinarr á bekk með
öndvegisskáldum sínum og
Ijóð hans hafa fundið hljóm-
grunn hjá hverri nýrri kynslóð
í landinu. Ljóðasafn Steins
Steinarr er einn af hornstein-
um bókmennta þjóðarinnar.
296 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0060-X
Verð: 3.890 kr.
LJÓÐBLIK
Kristjana Emilía
Guðmundsdóttir
Myndir: Grímur Marínó
Steindórsson
Frumsamin Ijóð, skreytt
myndum af listaverkum sem
unnin eru úr málmi, grjóti og
striga. Verkin eru unnin út frá
Ijóðunum.
r
[* 1 lÓDHI.Ik °
l.jttjt omur ljói)ii) » i liUf’ii niniuni i- ;
I Unutr l>vss liljoniu i hjurta minu
1 Ijumi þess lýsir i súlu iniiini. [
■J
64 blaðsíður.
Ásútgáfan.
Verð: 2.100 kr.
LJÓÐLÍNUDANS
Sigurður Pálsson
Eitt besta skáld sinnar kyn-
slóðar sendir nú frá sér sjö-
undu Ijóðabók sína, en
kvæði Sigurðar hafa fyrir
löngu tekið sess meðal þess
lífvænlegasta og frumleg-
asta í Ijóðagerð samtímans.
Sigurður bregður á leik með
orðin en það er skapheitur
og alvöruþrunginn leikur þar
sem glímt er við mannlegt
hlutskipti og mannleg sam-
skipti.
88 blaðsíður.
Forlagið.
ISBN 9979-53-221-1
Verð: 1.980 kr.
56