Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 57
SAGA DAGANNA
Handbók, fræðirit og skemmtilestur
um hátíðahald Islendinga
fyrr og síðar. Bók fyrir alla fjölskylduna.
Laugavegi 18, sími 24240 • Síðumúla 7 - 9, simi 688577
Mál iMlog menning
í Sögu daganna eftir Áma Björnsson er fjallað um merkisdaga ársins og
hátíðir, rakin saga þeirra á Islandi frá upphafi til okkar tíma, og skýrður
uppruni þeirra og samhengi við atvinnuhætti, trúarbrögð og menningar-
sögu. Bókin er byggð upp á sama hátt
og handbókin vinsæla með sama
nafni sem lengi hefur verið ófáanleg,
en efnistök eru nú miklu ítarlegri og
fjallað um fleiri merkisdaga, og er hér
um nýtt verk að ræða. Saga daganna
er 829 blaðsíður með um 300
myndum.
í hátíðahaldi hverrar þjóðar koma
saman saga hennar, atvinnulíf og
náttúruaðstæður. Þessi bók er því
jafnframt einskonar könnun
íslenskrar þjóðarsálar fyrr og síðar.
Saga daganna er fróðleiksnáma
fyrir sérhvern lesanda, og lipur
stíltök verða til þess að umfjöllun
Árna er oftast hreinn skemmti-
lestur.