Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Qupperneq 62
Bœkur almenns efnis
srí chinmoy:
andlát
endurholdgun
ANDLÁT OG
ENDURHOLDGUN
Sri Chinmoy
Þýðing: Eymundur
Matthíasson
Sri Chinmoy er andlegur
meistari hinnar indversku
speki, fæddur í Bengal en
fluttist til Vesturlanda til þess
að deila andlegum auði sín-
um með einlægum leitend-
um. Hann fylgir í kenningu
sinni Leið Hjartans sem er
einfaldasta aðferðin til að
taka skjótum framförum. í
þessari bók er fjallað ítarleg-
ar en áður hefur verið gert
um kenningar endurholdg-
unar og er viðfangsefnið gert
auðskildara í formi spurn-
inga og svara. Hér er sýnt
fram á hvernig sálin heldur
áfram að þroskast og taka
framförum í mörgum hold-
tekjum. Verður því athyglis-
verðara eftir því sem fólk
kynnist því betur.
Fjölvi/Vasa.
ISBN 9979-832-32-0
Verð: 1.280 kr.
Á SLÓÐUM VILHJÁLMS
Helgi Hálfdanarson
í þessari snotru bók er rakinn
gangur mála úr nokkrum
þekktum leikritum eftir Willi-
am Shakespeare með frá-
sagnarsniði. Lesendur verða
þess brátt áskynja að því fer
fjarri að verk Shakespeares
séu einhver torveld háspeki.
Reynt er að koma til skila
sem mestu af aðalefni leikrit-
anna og eru frásagnirnar
nokkurs konar vegvísir inn í
leikritaheim meistarans.
185 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0531-2
Verð: 1.985 kr.
STÓRVIÐBURÐIR I MYNDUM OG MÁLI
ÁRIÐ
MEÐÍSLENZKUM SÉRKAFLA
1992
ÁRIÐ 1992
Stórviðburðir í myndum
og máli með íslenskum
sérkafla
Fjölþjóðaútgáfa sem kemur
út á 8 tungumálum. Skiptist í
þrjá meginkafla: Annál árs-
ins þar sem helstu viðburðir
eru raktir í myndum og máli;
greinar um ýmis svið mann-
lífs og menningar (alþjóða-
mál, vísindarannsóknir, um-
hverfismál, læknisfræði,
tækni, myndlist, kvikmyndir,
tísku, íþróttir o.fl.). Loks er
íslenskur sérkafli þar sem
helstu viðburðir eru raktir í
myndum og máli. - Ómetan-
legt fræðslu- og uppsláttarrit.
344 blaðsíður.
Bókhús Hafsteins.
ISBN 9979-9042-0-8
Verð: 7.410 kr.
ÁST OG SAMSKIPTI
STJÖRNU-
MERKJANNA
Gunnlaugur
Guðmundsson
í mörg ár hefur fólk velt því
fyrir sér hvernig eitt stjörnu-
merkið á við annað. í bókinni
Ást og samskipti stjörnu-
merkjanna er leitast við að
varpa Ijósi á þessa stóru
spurningu. Hver maður á sér
mörg stjörnumerki sem hafa
innbyrðis áhrif hvert á
annað.
í þessari bók er fjallað um
hið dæmigerða merki hvers
og eins. í henni eru tólf
kaflar, einn fyrir hvert
stjörnumerki, og gerð er
grein fyrir hvernig þessi
merki eiga saman í ást og
samskiptum.
Höfundurinn, Gunnlaugur
Guðmundsson, hefur um
langt árabil verið fremsti
stjörnuspekingur landsins,
skrifað fjölda bóka og greina
og flutt fyrirlestra um allt
land. í bókinni eru sam-
skiptatöflur sem á auðveldan
hátt sýna hvernig merkin
eiga saman. Þetta er hand-
hæg og aðgengileg bók um
flesta þætti mannlegra sam-
skipta.
256 blaðsíður.
Samútgáfan Korpus hf.
Verð: 2.980 kr.
BARNÁÞROSKABRAUT
Dag Hallen og
Oddbjorn Evenshaug
Þýðing: Gunnar
Finnbogason og fl.
Að ala upp börn og unglinga
í dag er erfitt og krefjandi
starf en um leið ákaflega
mikilvægt og gefandi.
Bók þessi er hjálp fyrir for-
eldra til að rækja foreldra-
hlutverk sitt betur. í bókinni
er fjallað um þroska barna
0-6 ára. Á aðgengilegan hátt
erfjallað um ýmsa þætti upp-
eldis eins og öryggi og
traust, samviskuna og fyrir-
gefninguna, „ég“ þróun
barnsins, aga, leik og vini
barnsins, sjónvarp, kvöld-
bænir, dauðann og margt
fleira.
160 blaðsíður.
Skálholtsútgáfan.
ISBN 9979-826-16-9
Verð: 2.240 kr.
BLÓÐSKÖMM Á ÍSLANDI
1270-1870
Már Jónsson
Btóðskömm á íslandi er
doktorsritgerð höfundar. I
bókinni er lýst hvernig og
hvers vegna skilgreining á
blóðskömm breyttist á ís-
landi frá lokum 13. aldar og
til loka þeirrar 19. Jafnframt
er gerð grein fyrir viðurlögum
62