Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Qupperneq 84
Ævisögur
og endurminningar
AÐALBJÖRG
OG SIGURÐUR
Vígslubiskupshjónin frá
Grenjaðarstað segja frá
Bragi Guðmundsson
Hér greinir frá æsku og upp-
vexti þeirra Aðalbjargar o'g
Sigurðar, skólagöngu, prests-
skap og húsmóðurhlutverki,
skólahaldi og öðrum félags-
störfum. Sögur eru sagðar af
fjölmörgu samferðafólki um
leið og litið er yfir farinn veg.
í bókinni eru allmargir vitnis-
burðir valinkunnra einstak-
linga um störf þeirra hjóna.
Fullyrða má að lesandinn
verður ekki svikinn af fallegri
og ríkulega myndskreyttri
bók sem hefur mikinn fróð-
leik að geyma.
320 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-175-8
Verð: 2.995 kr.
BENEDIKT FRÁ AUÐNUM
- ÍSLENSKUR ENDUR-
REISNARMAÐUR
Sveinn Skorri
Höskuldsson
Sveinn Skorri Höskuldsson
prófessor hefur með þessari
ævisögu hins þingeyska eld-
huga og frumherja unnið
mikið stórvirki. Af fádæma
alúð og eljusemi hefur hann
endurskapað liðið samfélag
svo íslenskir lesendur fá bet-
ur skilið það samfélag og
þær hugsjónir sem velmeg-
un nútímans hvílir á. Um leið
er sögð saga eins af eftir-
minnilegustu persónuleikum
aldamótakynslóðarinnar.
619 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0525-8
Verð: 3.880 kr.
BETRI HELMINGURINN
Margir höfundar
Frásagnir kvenna sem giftar
eru þekktum einstaklingum.
Gyða Stefánsdóttir, maki
Sigurður Helgason fv. sýslu-
maður; Guðrún Ingólfsdóttir,
maki Ásgrímur Halldórsson
framkv.stj.; Steinunn Berg-
steinsdóttir, maki Sigurður
G. Tómasson dagskrárstjóri
Rásar 2; Guðrún Kristjáns-
dóttir, maki Einar Kristjáns-
son rithöfundur; Árný Erla
Sveinbjörnsdóttir, maki Öss-
BETRI
HELMINGURINN
ur Skarphéðinsson umhverf-
isráðherra.
208 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-174-8
Verð: 2.780 kr.
EARVIN MAGIC
JOHNSON
William Novak
Þýðing: Hersteinn
Pálsson
í þessari dramatísku, áhuga-
verðu og uppörvandi sjálfs-
ævisögu hleypir Earvin
„Magic" Johnson okkur inn í
líf sitt, sorgir og sigra, bæði
inni á körfuboltavellinum og
fyrir utan. Á sinn sérstæða
hátt segir hann af fjölskyldu
sinni og vinum eins og
Kareem Abdul Jabbar, Pat
Riley, Isiah Thomas og
Michael Jordan. Magic segir
einnig frá reynslu sinni sem
meðlimur hins svokallaða
draumaliðs á Ólympíuleikun-
um 1992 og hetjulegri bar-
áttu við HIV vírusinn al-
ræmda.
364 blaðsíður.
Hjari s.f.
ISBN
Verð: 2.490 kr.
EKKERT MÁL!
Sagan á bak við Jón Pál
Ólafur H. Torfason
Jón Páll Sigmarsson varð á
skammri ævi einn fárra,
heimsþekktra íslendinga 20.
aldar. Saga hans á þessari
bók er fléttuð saman við
þætti úr sögu íslenskra
kraftamanna frá öndverðu
og yfirlit um þróun aflrauna-
íþrótta og líkamsræktar.
Jón Páll stundaði margs-
konar íþróttir en varð víð-
kunnur fyrir einstæð afrek
84