Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Side 94
Handbœkur
að spyrja um sína viðkvæm-
ustu parta - og konur munu
vafalítið lesa yfir öxlina. Efn-
ið er sett fram af læknis-
fræðilegri nákvæmni en text-
inn er sérlega lifandi - fullur
af skopi og skondnu líkinga-
máli. Höfundurinn starfar
sem „karlalæknir" í Osló.
215 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0599-1
Verð: 1.980 kr.
LEIKIR OG LEIKFÖNG
fyrir börn frá fæðingu
til fimm ára aldurs
Maggie Jones
Þýðing: Álfheiður
Kjartansdóttir
Handbók fyrir foreldra um
hvernig má örva framfarir
barna með leikjum og leik-
föngum sem hæfa þroska-
stigi þeirra. Bókinni er skipt í
kafla og efnið miðað við ald-
ur. í hverjum kafla er að finna
nýjar hugmyndir um leiki úti
og inni, leikföng og fleira
sem eflir sjálfstraust og
sköpunargleði barna. Bókin
er prýdd fjölda litmynda.
96 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0514-2
Verð: 1.690 kr.
Léttaleiðin
t:£M
LÉTTA LEIÐIN TIL AÐ
HÆTTA REYKINGUM
Allen Carr
Þýðing: Aldís
Baldvinsdóttir
Aðferð Bretans Allens Carr
til að hætta reykingum er ein
sú þekktasta og útbreiddasta
í heiminum. Hún kallast á
frummálinu The Easy Way
og hefur fjöldi félaga og
klúbba risið upp til að beita
henni og hjálpa fólki til að
sigrast á þessari hættulegu
fíkn. Bókin hefur þegar verið
notuð mikið hér á landi á
ensku og margir haft gagn af
henni en nú verður hún öll-
um aðgengilegri á íslensku.
Fjallað er um vandamálið frá
öllum hliðum, rakin hættan af
reykingum, krufin til mergjar
hvers vegna menn ánetjast
og hvernig menn eiga að
losa sig úr viðjunum. Það er
tilvalið fyrir börn að gefa
reykjandi foreldrum sínum
þessa bók, svo þau losni við
þann kostnaðarsama og ó-
holla sið að eyðileggja líf sitt
með reykingum.
140 blaðsíður.
Fjölvi.
ISBN 9979-58-235-9
Verð: 1.680 kr.
LYKILLINN
AÐ AUSTURRÍKI
LYKILLINN AÐ SVISS
LYKILLINN
AÐ KANARÍEYJUM
Nú eru komnar út tíu bækur í
flokknum Lykilbækur Iðunn-
ar. Þetta eru litlar en efnis-
miklar ferðamannahand-
bækur, ríkulega mynd-
skreyttar, og þar eru
hverskyns gagnlegar upp-
lýsingar um vinsæla ferða-
mannastaði og lönd, t.d um
sögu, skoðunarverða staði,
gistingu, mat og drykk, versl-
anir, veðurfar og margt ann-
að. Áður eru komnar bækur
um Amsterdam, London,
París, New York, Flórída, Al-
garve og Suður-Portúgal og
Mallorca.
ÓBREYTTVERÐ
ÁJÓLABÓKUM
Bókaútgefendur
128 blaðsíður hver bók.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0200-4
/-0199-7/-0201-2
Verð: 1.480 kr. hver bók.
MERGUR MÁLSINS
íslensk orðatiltæki,
uppruni og notkun
Jón G. Friðjónsson
Áralöng vinna við frumheim-
ildir liggur til grundvallar
þessu verki. í því er fjallað
um meira en 6000 ólík orða-
tiltæki (orðtök, talshætti,
fastar líkingar, fleyg orð og
samstæður). 80% af efninu
hefur ekki verið fjallað um
áður. Gerð er grein fyrir
heimildum, búningi orðatil-
tækjanna, merkingu þeirra,
notkun, aldri og uppruna.
Greind eru dæmi úr fornu
máli og elstu dæmi úr síðari
alda máli. Gerð er grein fyrir
erlendum samsvörunum. í
verkinu eru hundruð teikn-
inga eftir Ólaf Pétursson,
sem skýra enn frekar þær
líkingar sem liggja að baki
orðatiltækjunum.
Örn og Örlygur
bókaklúbbur.
ISBN 9979-55-042-2
Kynningarverð: 7.900 kr.
NORSK-ÍSLENSK
ORÐABÓK
Ivar Orgland
og Frederik Raastad
Þessi orðabók nýtist öllum
sem vinna þurfa með norska
og íslenska tungu, jafnt
94