Bókatíðindi - 01.12.2011, Blaðsíða 84
82
Skáldverk «ÞÝDD» B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Dádýrsbani
Í slóð Pueblo-Indíána
FrankWaters
Þýð.:JónBergsteinsson
Sagan byggir á sannsögu
legum atburðum úr lífi
Puebloindíána á fyrri hluta
síðustu aldar. Bókin segir frá
Martinano, dádýrsbananum,
og er sígild saga um afbrot
og aflausn, og um baráttu
Indíána við lög og samfélag
hvíta mannsins. Spennandi
átakasaga sem jafnframt
veitir einstaka innsýn í lífs
hætti Indíána í suðvestur
hluta Bandaríkjanna.
266 bls.
Skrudda
ISBN 9789979655817
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Djöflanýlendan
Jamesrollins
Þýð.:ÁsdísGuðnadóttir
Háspennuskáldsaga ofin úr
bæði takmarkalausu hug
myndaflugi og nákvæmum
rannsóknum! Sagan gerist í
nútímanum – í Bandaríkjun
um, á Íslandi og í Japan – en
grafnar eru upp aldagamlar
upplýsingar og sagnir um
óttalegar uppfinningar og
horfinn (..samt ekki), ættbálk
úr Austurlöndum. Langt inni
í Klettafjöllum vekur hræði
leg uppgötvun – hundruð
múmía – alþjóðlega athygli
og ákafar deilur…
“Hræðileg leyndarmál,
andblær sögunnar, sagna
skáldskapur af bestu gerð,
stanslaus spenna … Enginn
– og ég meina enginn – gerir
þetta betur en Rollins.“ – Lee
Child
Bækur eftir metsöluhöf
undinn James Rollins hafa
komið út á 33 tungumálum.
496 bls.
Bókaútgáfan Æskan
ISBN 9789979767909
Djöflastjarnan
JoNesbø
Þýð.:BjarniGunnarsson
Glæpasögur Jo Nesbø hafa
farið sigurför um heiminn
og slegið rækilega í gegn
á Íslandi og hlotið fádæma
lof gagnrýnenda jafnt sem
lesenda. Þetta er þriðja bókin
á íslensku um Harry Hole.
480 bls.
Uppheimar
ISBN 9789979659686 Kilja
Edgar Sawtelle
DavidWroblewski
Þýð.:BöðvarGuðmundsson
David Wroblewski sló í gegn
með þessari skáldsögu sinni
og kemur nú út í íslenskri
þýðingu Böðvars Guðmunds
sonar.
Edgar, 14 ára mállaus
drengur, elst upp á býli þar
sem hundar eru ræktaðir.
Samband hans við föður og
móður er náið, en allt breyt
ist þegar Claude, föðurbróðir
hans, kemur á býlið. Faðir
drengsins deyr skömmu síðar
og telur Edgar sig vita hver
eigi sökina. Hann stingur af
inn í skóginn með hunda
sína þrjá. En Edgar getur ekki
gleymt æskuheimilinu og
snýr heim til að mæta morð
ingja föður síns.
Böðvar Guðmundsson er
einn þekktasti og virtasti rit
höfundur landsins. Meðal
bóka hans eru Híbýli vind-
anna (1995) og Lífsins tré
(1996). Nýjasta skáldsaga
hans, Enn er morgunn, kom
út árið 2009.
580 bls.
Tindur
ISBN 9789979653417
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Einn dagur
DavidNicholls
Þýð.:ArnarMatthíasson
„Einn dagur er falleg og vel
hugsuð skáldsaga sem allur
fjöldi lesenda getur notið.
Örugglega betri en myndin,“
sagði Páll Baldvin Baldvins
son í Fréttatímanum og gaf
henni fjórar stjörnur. Met
sölubók í allt sumar.
430 bls.
Bjartur
ISBN 9789935423375
Leiðb.verð: 2.680 kr. Kilja