Bókatíðindi - 01.12.2011, Blaðsíða 186
184
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Almanak Hins íslenska
þjóðvinafélags 2012
HeimirÞorleifsson,Þorsteinn
sæmundssonogGunnlaugur
Björnsson
Almanak Þjóðvinafélagsins
er aðgengileg handbók um
íslensk málefni. Í almanakinu
sjálfu er m.a. að finna dagatal
með upplýsingum um gang
himintungla, messur kirkju
ársins, sjávarföll, hnattstöðu
Íslands o. fl. Í Árbók Íslands
er fróðleikur um árferði,
atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit
Íslandsmóta, náttúruhamfar
ir, slys, mannalát, verklegar
framkvæmdir, vísitölur, verð
lag o. s. frv.
Fjöldi mynda er í ritinu.
208 bls.
Hið íslenska þjóðvinafélag
Dreifing: Sögufélag
ISSN 16702247
Leiðb.verð: 1.950 kr. Kilja
Andvari 2011
Nýr flokkur, LIII, 136. ár
ritstj.:Gunnarstefánsson
Tvö hefti koma út af Andvara
á árinu. Í hinu fyrra skrifa níu
fræðimenn um ýmsa þætti
sem varða ævi og verk Jóns
Sigurðssonar forseta í tilefni
af 200 ára afmæli hans. Aðal
grein í seinna hefti er ævi
ágrip Jakobs Benediktssonar
orðabókarritstjóra eftir Guð
rúnu Kvaran. Jakob var einn
helsti fræðimaður þjóðarinn
ar í hugvísindum á sinni tíð.
Auk orðabókarstarfa vann
hann að rannsóknum fornra
rita, fjallaði meðal annars
um verk Arngríms lærða og
gaf út Landnámu. – Í öðrum
greinum heftisins er auk
annars fjallað um Snöruna
eftir Jakobínu Sigurðardóttur,
íslenskar þýðingar á sögum
Hemingways og Annie, eigin
konu Jóns Leifs tónskálds.
160 bls.
Hið íslenska þjóðvinafélag
Dreifing: Sögufélag
ISSN 02583771
Leiðb.verð: 1.950 kr. Kilja
Anna Rósa grasa-
læknir og íslenskar
lækningajurtir
Annarósaróbertsdóttir
Í þessari ítarlegu og vönduðu
bók fléttast saman vísindi og
aldagömul þekking á 85 ís
lenskum lækningajurtum.
Hér birtist í fyrsta sinn á
prenti samantekt yfir vísinda
rannsóknir á þessum jurtum.
Fjallað er um sögu þeirra,
notkun og tínslu, greint frá
aðferðum við vinnslu og
gefnar uppskriftir. Bókin
er einstakt uppflettirit fyrir
unnendur íslenskrar náttúru,
prýdd fjölda glæsilegra ljós
mynda.
295 bls.
Anna Rósa grasalæknir ehf
ISBN 9789979709992
Leiðb.verð: 5.999 kr.
Á afskekktum stað
ArnþórGunnarsson
Bráðskemmtileg bók sem
byggir á viðtölum við sex
AusturSkaftfellinga: hjónin
Álfheiði Magnúsdóttur og
Gísla Arason, feðgana Sigurð
Bjarnason og Einar Rúnar Sig
urðsson, Þorvald Þorgeirsson
og Ingibjörgu Zophonías
dóttur. Sannkallað ferðalag í
tíma og rúmi.
222 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9789979797975
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is
www.boksala.is