Bókatíðindi - 01.12.2011, Side 226
224
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Tímarit um
menntarannsóknir
7. árgangur
ritstj.:Gretarl.Marinósson
Efni ritsins er fjölbreytt að
vanda. Höfundar greina, sem
allar eru ritrýndar, kynna nýtt
framlag til þekkingar hver á
sínu fræðasviði sem tengjast
menntun í víðum skilningi:
Fötlunarfræði, menntaheim
speki, námskrárfræði, há
skólafræði, námssálarfræði,
fjölmenningarfræði og stjórn
unarfræði menntastofnana.
Þær sýna þá fjölbreytni sem
nú er í menntarannsóknum.
115 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9789979549000
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
Tími heimspekinnar í
framhaldsskólanum
KristínHildursætran
Frjáls og öguð hugsun heim
spekinnar höfðar ekki síst til
ungs fólks sem þarf svigrúm
til að spyrja spurninga út
frá sínum eigin forsendum
en jafnframt þann aga sem
birtist í kröfunni um rök
stuðning. Í bókinni er reynt
að kynna og skýra þau verð
mæti sem felast í ástundun
heimspekinnar og sýna fram
á kennslufræðileg, efnahags
leg og samfélagsleg gildi
hennar. Sérstaklega er litið
til framhaldsskólanema og
leitast við að hlusta á raddir
þeirra sjálfra. Í gagnrýninni
hugsun heimspekinnar og
sjálfstæðum vinnubrögðum
felst virðing fyrir margbreyti
leika, þjálfun í að takast á við
óvissu í spurn, forvitni, frelsi
og ögun, allt þættir sem
geta nýst í framhaldsskólum
landsins. Kristín Hildur Sætr
an er M.Paed. í heimspeki
og kennir við Háskólann í
Reykjavík.
220 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9789979548782
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Trolls – Philosophy
and Wisdom
BrianPilkington
Samkvæmt þjóðsögum eru
tröll ógurlegar skepnur en
kannski eru þau friðsælar og
bráðgreindar verur sem lifa
í sátt og samlyndi við nátt
úruna? Listamaðurinn Brian
Pilkington er mikill trölla
vinur og í bókinni kynnumst
við nýrri hlið á þessum for
vitnilegu verum. Brian hefur
teiknað íslensk tröll um árabil
og í þessari glæsilegu bók er
fallegt safn nýrra mynda sem
sýna tröll í íslenskri náttúru
ásamt vísdómsorðum þeirra
sem rituð eru á ensku.
64 bls.
FORLAGIð
Mál og menning
ISBN 9789979332039
Tröllaspor
Íslenskar tröllasögur II
skrás.:Aldasnæbjörnsdóttir
Í þessu seinna bindi verksins
birtast tröllasögur frá Norð
austur og Suðausturlandi.
Þar með eru komnar saman
í eitt verk allar þekktar sögur
af íslenskum tröllum. Auk
þess birtast í þessu bindi
sögur og kvæði um Grýlu og
hennar hyski, Leppalúða og
jólasveinana.
317 bls.
Skrudda
ISBN 9789979655794
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Tækileg vitni
sverrirTómasson
Ritgerðir um ísl. fornbók
menntir og túlkun þeirra,
t.d. Íslendingabók og Heims-
kringlu. Sjá hib.is
411 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 9789979662792
Leiðb.verð: 4.900 kr.
Ungbarnanudd
Dýrleifskjóldalog
HeiðaGuðmundsdóttir
Nudd hefur fylgt manninum
frá örófi alda. Þessari gull
fallegu bók er ætlað að kenna
aðferðir til að nálgast barnið
þitt, tengjast því og örva
snertiskynið með nuddi.
Höfundur bókarinnar,
Dilla, hefur 20 ára reynslu af
ungbarnanuddi og setur sitt
persónulega mark á leiðbein
ingarnar sem allar eru sýndar
á skýran og einfaldan hátt
með fallegum litmyndum
Heiðu ljósmyndara (www.
heida.is).