Bókatíðindi - 01.12.2011, Blaðsíða 159
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1 Ævisögur og endurminningar
157
Stórmerkileg og vönduð ævi
saga um mann sem braust
úr sárri fátækt til mennta.
Hann réðst til prestsstarfa
í litlu þorpi sem breyttist á
skömmum tíma í síldarbæinn
Siglufjörð og bjargaði þjóð
lagaarfi Íslendinga frá því að
falla í gleymsku og dá. Hann
var mikill athafnamaður og
rómantíker – margbrotinn
maður sem kenndi til í storm
um sinnar tíðar.
496 bls.
Veröld
ISBN 9789935440051
Leiðb.verð: 6.990 kr.
Brautryðjandinn –
ævisaga Þórhalls
Bjarnarsonar
(1885–1916)
ÓskarGuðmundsson
Hinn frjálslyndi ritstjóri og
útgefandi, kennari og skóla
maður, alþingismaður og
búnaðarfrömuður, Þórhallur
Bjarnarson, var biskup lands
ins 1908–1916. Af einstakri
ljúfmennsku aflaði hann sér
vinsælda á unga aldri og
þótti snemma líklegur til
forystu í íslensku þjóðfélagi.
Ungur naut hann atlætis Jóns
Sigurðssonar í Kaupmanna
höfn – og sjálfur var hann
gæfusmiður margra manna.
Ævisaga hans spannar tíma
bilið frá gamla bændasam
félaginu í ánauð til frjálshuga
borgaralegs þjóðfélags á
mótunarskeiði. Þórhallur var
um margt mikilhæfur maður
og ævisaga hans greinir frá
sigrum hans og sorgum og
varpar um leið ljósi á spenn
andi tímabil í sögu Íslend
inga.
Höfundurinn hefur náð
að fanga sögu merkilegs
fólks, spegla ótrúlega tíma
á sköpunarskeiði samfélags
á Íslandi, og spinna þráð í
þróttmikla sögu af Þórhalli
Bjarnarsyni.
552 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 9789979792918
Leiðb.verð: 6.890 kr.
Bruninn í Skildi
DagnýGísladóttir
Bruninn í Skildi er einn sá
mannskæðasti í Íslandssög
unni að vitað sé en þann 30.
desember létu 10 manns lífið,
þar af 7 börn, þegar eldur
varð laus á jólatrésskemmtun
Ungmennafélags Keflavíkur.
Á örskotsstundu breyttist
gleðistund í andhverfu sína
og missirinn í litlu þorpi var
mikill. Margir hlutu alvarleg
brunasár og þeirra beið löng
sjúkdómslega.
Í ritinu eru teknar saman
upplýsingar um atburðinn og
birt viðtöl við þá sem sóttu
skemmtunina örlagaríku og
aðstandendur þeirra sem
létust.
143 bls.
Dagný Gísladóttir
ISBN 9789979708735
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Stórfenglegar
minningamyndir
„Þú álfu vorrar yngsta land” kvað ættjarðar-
skáld. Vissulega er Ísland ungt á jarðsögulegan
mælikvarða. Blágrýtið í Austurfjöllunum gegnt
mér er þó fornt innan Íslands, víst 10-12
milljóna ára gamalt, margfalt eldra en
mannkynið. Og svo er jarðarhnötturinn aðeins
ungur depill í óendanlega fornum geimnum,
Ísland depill á jarðarkúlunni, Sauðárkrókur
depill innan Íslands og ég sjálfur depill innan
þess depils. Af þeirri ástæðu skyldi maður hafa
sig hægan.
Hannes Pétursson hefur stundum verið
kallaður síðasta þjóðskáldið. Hér skyggnist
skáldið yfir svið bernsku sinnar norður í
Skagafirði, rifjar upp mannlífið á Króknum,
sumrin frammi í sveit, vegagerð á stríðsárunum
og dregur upp minnisstæðar myndir af
samferðarmönnum í listilega smíðaðri frásögn.