Bókatíðindi - 01.12.2011, Blaðsíða 176
174
Matur og drykkur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Góður matur – gott líf
í takt í við árstíðirnar
IngaelsaBergþórsdóttirog
GísliegillHrafnsson
Í þessari einstöku bók sýna
hjónin Inga og Gísli Egill
hvernig fjölskyldan öll getur
notið þess besta sem lífið
hefur að bjóða með því að
þiggja gjafir náttúrunnar:
rækta, tína, veiða, verka
og nýta, elda og framreiða
hollan og góðan mat árið um
kring. Þetta er miklu meira
en matreiðslubók – því girni
legum uppskriftum fylgja
einnig leiðbeiningar um
öflun og meðhöndlun á árs
tíðabundnu íslensku hráefni.
Hér er sagt frá brauðbakstri,
söltun, reykingu, ostagerð,
pylsugerð, meðferð villi
bráðar og tínslu villtra jurta
en einnig ræktun og garða
gróðri. Bókin er prýdd fjölda
stórglæsilegra litmynda.
250 bls.
FORLAGIð
Vaka-Helgafell
ISBN 9789979221418
Grillað
Einfalt – gott – girnilegt.
Bestu BBQ uppskriftirnar
VölundursnærVölundarson,
sigurðurGíslasonog
stefánIngisvansson
Myndir:GunnarKonráðsson
Hér töfra þrír meistarkokkar
fram einfalda, góða og girni
lega rétti úr öllu mögulegu;
fiskur, kjöt, pítsa, ávextir,
grænmeti o.fl. Að auki er
kafli með ljúffengum krydd
blöndum, sósum, drykkjum
og eftirréttum.
138 bls.
Salka
ISBN 9789935418777 Kilja
HaPP HaPP húrra
UnnurGuðrúnPálsdóttirog
ernasverrisdóttir
Í HaPPeldhúsinu eru græn
meti, ávextir, hnetur og fræ í
öndvegi. Litatónar ávaxta og
grænmetis bera með sér lífs
gleði og orku og með hæfi
legu magni af hreinu kjöti
og fiski verður til dásamlegur
matur. Í bókinni eru fjöl
margar uppskriftir af hollum
réttum, skreyttum fallegum
ljósmyndum. Þetta er bók
sem getur bætt heilsu þína
og veitt þér gleði og ánægju
í eldhúsinu. Njóttu og gefðu
þér tíma til að elda og skapa.
Þú færð það margfalt til baka.
Bókafélagið
ISBN 9789935426154
Heilsudrykkir
AuðurIngibjörgKonráðsdóttir
Í þessari fallegu bók er fjöldi
uppskrifta að einföldum,
hollum og umfram allt
ljúffengum drykkjum. Höf
undurinn, Auður Ingibjörg
Konráðsdóttir, hefur getið sér
gott orð sem heilsukokkur
en hún heldur úti vefsíðunni
heilsukokkurinn.is.
80 bls.
Bókafélagið
ISBN 9789935426062