Bókatíðindi - 01.12.2011, Page 115
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1 Ljóð og leikrit
113
Daloon dagar
Bergþórasnæbjörnsdóttir
Í Daloon dögum fylgjum við
ljóðmælanda er hann ráfar
um innviði hversdagsins.
Þar er alltaf þriðjudagur, RO
YAL búðingur rennur niður
hlíðarnar og sumt fólk fer
ekki einu sinni í grænmetis
deildina…
Þetta er fyrsta ljóðabók
Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
Kápumynd er eftir Rakel
McMahon.
72 bls.
Útúrdúr
ISBN 9789979998242
Leiðb.verð: 2.490 kr. Kilja
Drauganet
BergsveinnBirgisson
Bergsveinn Birgisson sló í
gegn á síðasta ári með Svari
við bréfi Helgu. Nú sendir
hann frá sér magnaða ljóða
bók með teikningum eftir
Kjartan Hall.
88 bls.
Bjartur
ISBN 9789935423412
Leiðb.verð: 2.280 kr. Kilja
Döggin skær
BjarniValtýrGuðjónsson
Döggin skær er þriðja ljóða
bók Bjarna Valtýs, en þær fyrri
eru: Égleitaþínvor, 2009, og
Ásólnæturtíð, 2010.
Bjarni Valtýr var á áttunda
ári þegar hann tók sín fyrstu
spor í ljóðagerð. Var þá ekki
um annað að ræða en mis
góðar vísur af einföldustu
gerð þar sem endarímið sat
í öndveginu en stuðlar og
efnistök nokkrum þrepum
neðar. Síðan hefur margt á
dagana drifið í þeim efnum
og yrkisefnin orðið fleiri en
tölu verði á komið. Má þar
telja meðal fyrirferðarmesta
efnis auk almennra kvæða
lausavísur, gamanbragi og
afmælisljóð.
Við könnun á efni þessara
ljóða gæti það verið líklegt
til eftirtektar hve mörg þeirra
fjalla um fornsagnapers
ónur og lífsmáta þeirra, þar á
meðal nokkur hinna lengstu.
Væri skýringa leitað liggur sú
staðreynd fyrir að höfundur
ólst upp í námunda við þau
sagnasvið er sum hver hafa
þótt einna áhrifamest ís
lenskra gullaldarsagna.
83 bls.
Sigurjón Þorbergsson
ISBN 9789935906601
Leiðb.verð: 2.800 kr. Kilja
Feyktu mér stormur
HörðurAndristeingrímsson
Feyktu mér stormur er önnur
ljóðabók Harðar og inniheld
ur andleg ljóð með trúarlegu
stefi. Frábær og innblásin ljóð
sem fá mann til að hugsa um
tilgang lífsins og tilverunnar.
Hörður Andri Steingrímsson
ISBN 9789979720447
Fjögur bandarísk
ljóðskáld
Carlsandburg
Þýð.:HallbergHallmundsson
Fjögur bandarísk ljóðskáld
inniheldur 92 ljóð eftir skáld
in Carl Sandburg, William
Carlos Williams, Anne Sexton
og Alan Dugan. Bókin er sam
prentuð hefti númer 12.15. í
flokknum LJÓðAKVER sem
Hallberg tók að gefa út eftir
að hann fluttist til Reykjavíkur
frá New York. Hallberg dó í
janúar síðastlinum og hans
hinsta ósk var að ættingjar
hans gæfu út ljóðaþýðing
arnar sem hann dó frá. Nú er
sú vinna hafin.
144 bls.
Brú – Forlag
Dreifing: JPV Útgáfa
ISBN 9789979971283
Leiðb.verð: 2.450 kr. Kilja
Heimsókn
ÞorgeirÞorgeirsson
Í bókinni Heimsókn er að
finna þrjá ljóðaflokka. Efnis
tökin eru úr hinu hversdags
lega en nálæga umhverfi höf
undar. Þar sem persónuleg
nálgun og vitranir eiga sér
stað, er birtast í æskudraum
um og djúpum tjörnum for
tíðar. Spáð er í framtíðina
með upprennandi kynslóð
barnabarna, þar sem lífs
gátan er innan seilingar.
108 bls.
Kjölur
ISBN 9789979960249
Leiðb.verð: 3.280 kr.
Hinn óséði vegur
Friðjónstefánsson
Friðjón Stefánsson rithöf
undur (1911–1970) var fyrst
og fremst smásagnahöf