Bókatíðindi - 01.12.2011, Blaðsíða 208

Bókatíðindi - 01.12.2011, Blaðsíða 208
206 Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I ­ 2 0 1 1 Margrét Hallgrímsdóttir, Karl Sigurbjörnsson og Þorsteinn Gunnarsson. Fyrri rit bóka­ flokksins eru um kirkjurnar í Árnesprófastsdæmi, Skaga- fjarðar-, Húnavatns-, Eyja- fjarðar-, Kjalarness-, Borgar- fjarðar- og Snæfellsness-­ og­ Dalaprófastsdæmi. Sjá hib.is 352 bls. Hið íslenska bókmenntafélag ISBN 978­9979­66­289­1 Leiðb.verð: 3.990 kr. K I R K J U R Í S L A N D S 19 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS • HÚSAFRIÐUNARNEFND • BISKUPSSTOFA HIÐ ÍSL ENSK A BÓK M EN N TA FÉ L AG MINJASAFN REYKJAV ÍKUR Laugarneskirkja Neskirkja Safnkirkjan í Árbæ Viðeyjarkirkja K I R K J U R Í S L A N D S KIRKJUR ÍSLANDS er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Í þessu bindi er sagt frá fjórum kirkjum í Reykjavíkurprófastsdæm- um, þremur í því vestra og einni í hinu eystra: Laugarneskirkju, Nes- kirkju, Safnkirkjunni í Árbæ og Viðeyjarkirkju. Höfundar eru séra Þórir Stephensen, Gerður Róbertsdóttir sagnfræðingur og arkitekt- arnir Pétur H. Ármannsson og Þorsteinn Gunnarsson. Viðeyjarkirkja er næstelsta kirkja landsins, teiknuð af ónafngreindum dönskum húsameistara og reist 1768-1774. Ásamt Viðeyjarstofu nýtur hún sín vel eftir vandaða aðalviðgerð sem fram fór 1987-1988. Hún skartar elstu kirkjuinnréttingum landsins, kaleik og patínu eftir Sigurð Þorsteinsson gullsmíðameistara og altarisbúnaði eftir Leif Breiðfjörð og Sigríði G. Jóhannsdóttur. Torfkirkjan í Árbæjarsafni er forn að stofni, byggð 1959-1961 úr viðum gömlu Silfrastaðakirkju í Skagafirði sem Jón Samsonarson forsmiður smíðaði 1842. Hún myndar fallega heild með gömlu bæjarhúsunum í Árbæ. Laugar- neskirkja var reist á árunum 1941-1949 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Hún er heilsteypt verk, í senn formfögur og tignarleg, og ber einkenni funksjónalismans. Árið 1989 hlaut hún velheppnaða endurbót hið innra. Neskirkja er tímamótaverk í íslenskri byggingarlistasögu, fyrsta nútímakirkjan hérlendis sem mótuð var af eiginleikum efnisins og notagildi. Eftir að hafa unnið samkeppni um kirkjuteikninguna 1943 gerði Ágúst Pálsson arkitekt teikningar að minni kirkju, án þess þó að kollvarpa hugmynd sinni. Bygging kirkjunnar, sem lauk ekki fyrr en 1957, olli miklum deilum þar sem tekist var á um hefðbundna formhugsun og módernisma. Frá þessu öllu er sagt á ítarlegan hátt í bókinni. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem þeir Guðmundur Ingólfsson, Ímynd, og Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hafa tekið, og teikningum af kirkjunum þremur, ýmist frumteikningum eða mælingarteikningum. ISBN 978-9979-66-291-4 9 789979 662914 Viðeyjarkirkja Safnkirkjan í Árbæ Neskirkja Laugarneskirkja K I R K J U R Í S L A N D S 18 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS • HÚSAFRIÐUNARNEFND • BISKUPSSTOFA HIÐ ÍSL ENSK A BÓK M EN N TA FÉ L AG MINJASAFN REYKJAV ÍKUR Dómkirkjan Fríkirkjan í Reykjavík Kristskirkja í Landakoti K I R K J U R Í S L A N D S KIRKJUR ÍSLANDS er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Í þessu bindi er sagt frá þremur friðuðum kirkjum í Reykjavík: Dómkirkjunni, Fríkirkjunni og Kristskirkju í Landakoti. Höfundar eru séra Þórir Stephensen, sagnfræðingarnir Gerður Róbertsdóttir og Gunnar F. Guðmundsson, Drífa Kristín Þrastardóttir sagn- og listfræðingur, Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur og arkitektarnir Pétur H. Ármannsson og Þorsteinn Gunnarsson. Dómkirkjan er með elstu kirkjum landsins, upphaflega teiknuð af danska húsameistaranum Andreas Kirkerup og reist 1787-1796. Á árunum 1847-1848 var hún hækkuð og byggð við hana kór og for- kirkja eftir uppdráttum Lauritz A. Winstrup sem fyrstur danskra húsameistara heimsótti Ísland til að ráðslaga um framkvæmdir. Merkustu gripir hennar eru ótvírætt skírnarfontur úr marmara eftir Bertel Thorvaldsen og altaristafla eftir danska listmálarann Gustav Theodor Wegener. Fríkirkjan var einnig byggð í áföngum: Sigvaldi Bjarnason forsmiður smíðaði hana 1902-1903, tveimur árum síðar var hún lengd eftir uppdráttum Rögnvalds Á. Ólafssonar húsa- meistara og 1924 var byggður við hana kór. Auk altaristöflunnar, sem er máluð eftir þekktri töflu Carls H. Bloch, setur útskurður Stefáns Eiríkssonar myndskera mikinn svip á kirkjuna hið innra. Krists- kirkja, reist 1926-1929, er glæsilegt byggingarlistaverk eftir Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins, þar sem íslensk minni, burstir og stuðlaberg, eru ofin saman við gotnesk stíleinkenni. Af ríkulegri kirkjulist ber hæst Maríulíkneski frá 14. eða 15. öld, sem gæti verið íslenskt verk, Kristsmynd eftir Campanya frá Barcelona og stóra útskorna töflu eftir ítalska myndskerann Filippo Noflaner. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem þeir Guðmundur Ingólfsson, Ímynd, og Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hafa tekið, og teikningum af kirkjunum þremur, bæði frumteikningum og upp- dráttum að endurbyggingum. ISBN 978-9979-66-290-7 9 789979 662907 Kristskirkja í Landakoti Fríkirkjan í Reykjavík Dómkirkjan VÆNTANLEGT mars 2012 Kirkjur Íslands 18. og 19. bindi ritstj.:­Þorsteinn­Gunnarsson­ og­Jón­Torfason Friðaðar kirkjur í Reykjavíkur- prófastsdæmum eru 7 talsins. Kirkjunum er lýst í máli og myndum frá sjónarhóli bygg­ ingarlistar, stílfræði og þjóð­ minjavörslu, hverjir teiknuðu, smíðuðu og máluðu, birtar frumteikningar, myndir og uppmælingar teik ningar. Kirkjumunum er lýst og gerð grein fyrir tilurð. Kirkjan er táknmynd þess besta í bygg­ ingar­ og listasögu þjóðarinn­ ar, þetta eru glæsilegar lista­ verkabækur. Útgefendur eru Þjóðminjasafn Íslands, Húsa­ friðunarnefnd, Biskupsstofa og prófastsdæmið. Meðútgef­ andi er Bókmenntafélagið, sem einnig annast dreifingu. Ritnefnd skipa Margrét Hall­ grímsdóttir, Karl Sigurbjörns­ son og Þorsteinn Gunnarsson. Fyrri rit bókaflokksins eru um kirkjurnar í Árnesprófastsdæmi, Skagafjarðar-, Húnavatns-, Eyjafjarðar-, Kjalarness-, Borg- arfjarðar-, Snæfellsness-­ og­ Dala-, og Rangárvallaprófasts- dæmi. Sjá hib.is 610 bls. Hið íslenska bókmenntafélag ISBN 978­9979­66­292­1 Leiðb.verð: 5.490 kr. Konur eiga orðið allan ársins hring Dagatalsbók 2011 ritstj.:­Kristín­Birgisdóttir Myndskr.:­Myrra­leifsdóttir Fimmta árið í röð eiga konur á Íslandi orðið í dagatalsbók SÖLKU. Hnyttnar tilvitnanir frá orðheppnum konum og skreytingar Myrru gera bókina ómissandi fyrir allar dömur. 224 bls. Salka ISBN 978­9935­17­010­1 Kilja Kredda í kreppu Frjálshyggjan og móteitrið við henni stefán­snævarr Hugmyndin að bókinni varð til á andvökunóttum í októ­ ber 2008. Hún var skrifuð með hjartablóði höfundar til að vara lesendur við hug­ myndafræði sem átti ólítinn þátt í hruni Íslands og kreppu heimsins. Höfundur gerir gagnrýna úttekt bæði á frjáls­ hyggju og vinstrisósíalisma og kynnir miðjuna hörðu og hentistefnuna mjúku sem móteitur gegn formúlutrú og ofstæki. 380 bls. FORLAGIð Mál og menning ISBN 978­9979­3­3225­1 ób Landfræðissaga Íslands I-V Fimm bindi í gjafaöskju Þorvaldur­Thoroddsen­o.fl. Upprunalegt verk Þorvalds í 4 bindum, myndskreytt, ásamt lykilbók með viðaukum og skrám í veglegri gjafaöskju. Þetta undirstöðurit um könnunarsögu og náttúru landsins og aðra þætti menn­ ingarsögu þjóðarinnar hefur að geyma frásagnir af hug­ myndum manna um Ísland og íbúana og af rannsóknum á landinu frá upphafi vega fram á daga höfundar. Höf­ undar ítarefnis: Eyþór Einars­ son, Freysteinn Sigurðsson, Guðrún Ólafsdóttir, Gunnar Jónsson, Karl Skírnisson, Leifur A. Símonarson og Páll Imsland. 1258 bls. Ormstunga ISBN 978­9979­63­106­4 Leiðb.verð: 23.500 kr. Landshagir 2011 Hagstofa­Íslands Hversu vel þekkir þú íslenskt samfélag? Árbók Hagstofu Ís­ lands, Landshagir, kemur nú út í 21. sinn með nýju talna­ efni um flesta þætti íslensks samfélags. Bókin skiptist í 23 kafla og í henni eru yfir 300 töflur, 50 gröf og fjöldi skýr­ ingarmynda og ljósmynda. Bókin er bæði á íslensku og ensku og hentar vel til gjafa innanlands sem utan. 464 bls. Hagstofa Íslands ISBN 978­9979­770­47­3 Leiðb.verð: 4.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.