Bókatíðindi - 01.12.2011, Blaðsíða 224
222
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Sæborgin
Stefnumót líkama og tækni í
ævintýri og veruleika
ÚlfhildurDagsdóttir
Hér er fjallað um sæborgir
(svo sem gervimenni, vél
menni, klóna) í bókmennt
um og myndmáli. Jafnframt
er gefið yfirlit yfir erlenda
umræðu um líftækni og
sæborgir og sérstök áhersla
lögð á tengsl hennar við
bókmenntir og afþreyingar
menningu.
Ritið gefur innsýn í stöðu
íslenskrar umræðu um líf
tækni í alþjóðlegu samhengi
og hér er kannað hvernig
þekking getur búið í ólíkum
tegundum skáldskapar ekki
síður en fræðum. Tengsl
tækni og menningar eru
könnuð og þá sérstaklega
birtingarmyndir þeirra í
skáldskap. Hvaða áhrif hefur
tæknin á einstakling og
samfélag? Hvaða áhrif hefur
tæknin á hugmyndir um
mennsku? Hver er framtíð
mannkyns í tæknivæddu
samfélagi?
476 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9789979549062
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Táknin í málinu
sölvisveinsson
Tákn í ritmáli og myndmáli
eru mörg og margslungin.
Hér er gerð grein fyrir
merkingu, sögu og ólíkum
birtingarmyndum mörg
hundruð tákna og tilvísanir
í bókmenntir og listaverk frá
ýmsum tímum notaðar til að
skýra gildi þeirra og notkun.
Í bókinni er meðal annars
fjallað um liti, dýr, guðlegar
verur, stjörnumerki, trúar
tákn, tölur, frjósemistákn,
verkfæri og ótalmargt annað.
Sölvi Sveinsson hefur áður
sent frá sér fróðleiksrit um ís
lenska málshætti, íslensk orð
tök og uppruna orða. Fjöldi
skýringarmynda er í bókinni.
464 bls.
FORLAGIð
IÐUNN
ISBN 9789979105107
Textar og túlkun
Greinar um íslensk fræði
sveinnYngviegilsson
Í bókinni eru farnar fjöl
breyttar leiðir að íslenskum
menningararfi og erlendum
tengslum hans. Einstök bók
menntaverk, textategundir
og höfundar eru tekin til
skoðunar, en hér er einnig
að finna greinar um nýleg
fræðirit sem bjóða upp á
rökræður um afmörkuð svið
íslenskrar menningar. Látið
er reyna á aðferðir og hugtök
eins og mælskufræði, mynd
málstúlkun, listræna heild,
textatengsl, sálgreiningu og
kenningar um rými í skáld
skap. Greinarnar veita innsýn
í íslenska bókmenntasögu
allt frá siðbreytingu til okkar
daga, en þungamiðja bókar
innar er umfjöllun um róman
tík 19. aldar og áhrif hennar á
yngri bókmenntir.
292 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9789979549130
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
A magic world evolving
Thingvallavatn
A world heritage site
ritstj.:PéturM.Jónassonog
PállHersteinsson
Þingvellir hafa verið vett
vangur margra merkustu
atburða Íslandssögunnar
og þeir eru einnig meðal
merkustu staða landsins frá
sjónarhóli náttúrfræðinnar. Í
þessari glæsilegu og vönd
uðu bók fjalla margir fremstu
vísindamenn okkar um
mótun svæðisins, jarðfræði,
veðurfar, gróður og dýralíf.
Bókin kemur nú út í glæ
nýrri útgáfu á ensku. Þegar
bókin kom fyrst út á íslensku
árið 2002 hlaut hún Íslensku
bókmenntaverðlaunin.
303 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 9789935100092
Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is
www.boksala.is