Bókatíðindi - 01.12.2011, Blaðsíða 178
176
Matur og drykkur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Heimsréttir Rikku
FriðrikaHjördísGeirsdóttir
Myndir:GísliegillHrafnsson
Sjónvarpskokkurinn Rikka
leggur upp í sælkeraleiðang
ur í eldhúsinu og ferðast um
átta lönd. Hún gefur einfaldar
og girnilegar uppskriftir að
frægum og frábærum réttum
sem einkenna matargerð
hvers lands um sig, kemur
með eigin tilbrigði við suma
réttina og gefur góð ráð sem
nýtast í matargerðinni.
93 bls.
FORLAGIð
Vaka-Helgafell
ISBN 9789979221524
Hollt nesti heiman að
MargrétGylfadóttir,
sigurrósPálsdóttirog
sigurveigKáradóttir
Myndir:Gunnarsverrisson
Hér eru um 70 uppskriftir að
nesti, hver annarri ljúffengari
og hollari. Einnig fylgja fróð
leiksmolar svo nestisgerðin
verður skemmtileg og lær
dómsrík, ekki síst ef börnin
eru höfð með í ráðum.
120 bls.
Salka
ISBN 9789935170026 Kilja
Ísbókin
JónBrynjarBirgisson
Loksins er komin út íslensk
ísbók. Í bókinni er að finna
tugi uppskrifta að ljúffengum
ís ásamt fjölbreyttum fróðleik
um sögu íssins, framleiðslu,
íssmökkun, hráefni og margt
fleira. Meðal uppskrifta má
nefna mangósjerbet, skyrís
með rabarbara, frosinn
súkkulaðibúðing, möndluís
með dökku súkkulaði, eggja
púnsís, sykursnauðan ís og
auðvitað vanilluís. Leiðbein
ingarnar í bókinni miðast við
að hægt sé að gera ísinn með
eða án ísvélar.
96 bls.
Útseta ehf.
ISBN 9789979709695
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Jólamatur Nönnu
Nannarögnvaldardóttir
Myndir:GísliegillHrafnsson
Viltu halda hefðbundin jól,
ódýr jól, góðærisjól, frönsk
jól eða hollustujól? Hér
segir Nanna frá fjölda ólíkra
hátíðamálsverða og gefur
uppskriftir að aðalréttum,
meðlæti og sósum, forréttum
og eftirréttum, auk ýmiss
konar jólagóðgætis. Viltu
þrautreyndar uppskriftir að
hefðbundnum jólamat, ný
stárlegar útfærslur á gamal
kunnum réttum eða eitthvað
alveg nýtt og spennandi? Þú
finnur það allt í þessari bók,
sem prýdd er fjölda glæsi
legra ljósmynda sem vekja
sanna jólastemningu.
199 bls.
FORLAGIð
IÐUNN
ISBN 9789979105114
Jólakortin
færðu í
Ég ætla að spara í ár!Ég tla að spara í ár!
®