Bókatíðindi - 01.12.2011, Síða 170
168
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Skáldið og ástin
Halldór Laxness: Bréf til Ingu
1927–1939
ritstj.:HalldórGuðmundsson
ogeinarlaxness
Bréf Halldórs Laxness til Ingi
bjargar Einarsdóttur veita
ógleymanlega innsýn í sálar
líf skáldsins unga, óbilandi
metnað hans, listræn við
horf, pólitík og hjartans mál.
Halldór og Ingibjörg giftu sig
1. maí 1930 og hjónabandið
hélt í tíu ár. Skrifum þessum
var ekki ætlað að birtast
opinberlega en nú hafa sonur
þeirra Ingu og Halldórs, Einar
Laxness, og Halldór Guð
mundsson, sem ritað hefur
ævisögu skáldsins, búið þau
til útgáfu svo úr verður gull
falleg bók sem varpar nýju
ljósi á Nóbelsskáldið.
311 bls.
FORLAGIð
JPV útgáfa
ISBN 9789935112064
Skip mitt braut við
Afríkuströnd
Örlagasaga Fjólu Steinsdóttur
Mileris
GeorgDavíðMileris
Fjóla fæddist í torfbæ en
eyddi mestum hluta ævinnar
í Afríku. 17 ára gömul fylgdi
hún Litháanum Vladimir til
Bretlands og nokkru síðar til
Afríku ásamt þremur börnum
þeirra. Nú er söguhetjan
komin heim og rifjar upp æv
intýralegt líf sitt. Sonarsonur
hennar skráir söguna.
224 bls.
Salka
ISBN 9789935170149
Sólarmegin
Líf og störf Herdísar
Egilsdóttur
GuðrúnPétursdóttirog
ÓlafurHannibalsson
Herdís Egilsdóttir er einstök
kona; kennari, rithöfundur,
brautryðjandi og mannvinur
sem markað hefur spor í líf
ótal barna og ungmenna. Hér
rifjar hún upp sitthvað sem á
dagana hefur drifið en ræðir
þó mest um börnin sem hún
hefur kennt og kynnst. Hún
segir frá kennsluaðferðum
sínum og heimspekinni
bak við þær og rifjar upp
skemmtilegar skólasögur
sem ylja lesendum. Þetta er
bók sem geislar af lífsgleði og
jákvæðni. Þótt lífið hafi ekki
alltaf verið Herdísi auðvelt
hefur hún ævinlega haldið
sig sólarmegin.
204 bls.
FORLAGIð
IÐUNN
ISBN 9789979105138
Sómamenn og
fleira fólk
minningarbrot og
mannlýsingar
BragiKristjónsson
Vart hefur nokkur samtíma
maður kynnst fleira áhuga
verðu fólki en Bragi Kristjóns
son. Hér segir frá bóhemum
og bófum, andans mönnum
og athafnaskáldum, sóma
mönnum og fleira fólki.
Þættir Braga varpa einstæðu
ljósi á lífið á Íslandi frá því um
miðja 20. öld og fram á okkar
tíma. Hér er að finna úrval úr
þáttum sem hann skrifaði
ungur að árum í Vikuna um
marga litríkustu Íslendinga
þess tíma, Hér er líka úrval úr
minningargreinum Braga,
sem sannarlega eru glitrandri
perlur, fullar af næmum
mannskilningi og þeim ein
stæða húmor sem gert hefur
Braga að einhverjum vinsæl
asta Íslendingi samtímans.
Bókinni fylgir DVDdiskur
með völdum atriðum úr Kilj
unni, en þar hefur Bragi slegið
rækilega í gegn síðustu árin.
Sögur útgáfa
ISBN 9789935416711
Steina-Petra
ÞorgrímurÞráinsson
Petra Sveinsdóttir á Stöðvar
firði er fyrir löngu þekkt
um víða veröld fyrir stærsta
steinasafn í heimi í einkaeign.
Hún byrjaði að safna steinum
árið 1946 og opnaði húsið
sitt og garðinn fyrir gestum
og gangandi árið 1974 því
allir vildur líta gersemarnar
augum. Gestir safnsins
skipta hundruðum þúsunda
og margir lýsa staðnum
sem himnaríki og Petru
sem einum af hornsteinum
þjóðarinnar. Í bókinni segir