Bókatíðindi - 01.12.2011, Page 128
126
Endurútgáfur «ÍsleNsKAr» B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Landslag er aldrei
asnalegt
BergsveinnBirgisson
Fyrsta skáldsaga Bergsveins
frá 2003, nú endurútgefin í
kilju. Hér er lýst lífi nokkurra
trillukalla í deyjandi sjávar
byggð og tilraunum þeirra
til að finna þorskinn, ástina
og guð. Glæsileg frumraun
sem var tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna.
239 bls.
Bjartur
ISBN 9789935423221
Leiðb.verð: 2.480 kr. Kilja
Litlu greyin
GuðrúnHelgadóttir
Myndir:GunnarKarlsson
Óvæntir atburðir eiga sér
stað þegar Trausti fer í sum
arbústað uppi í sveit með
mömmu og systrum sínum
tveim. Þar er ekki rólegheit
unum fyrir að fara eins og
til var ætlast. Amma kemur í
heimsókn og týnist! Enginn
veit hver dularfulli draugur
inn hans Trausta er og ýmis
legt kemur í ljós sem engan
hefði órað fyrir. Litlu greyin
hlaut Barnabókaverðlaun
skólamálaráðs Reykjavíkur
1994. Hún hefur verið ófáan
leg um langt skeið en er nú
loksins endurútgefin.
126 bls.
FORLAGIð
Vaka-Helgafell
ISBN 9789979221517
Lífsjátning–Endur-
minningar Guðmundu
Elíasdóttur söngkonu
IngólfurMargeirsson
Í þessari einstöku bók er
fjallað um fjölskrúðugt líf
Guðmundu Elíasdóttur, söng
konu. Hér er ekki bara talað
um sigra, frægð og frama,
eins og svo oft í íslenskum
ævisögum heldur einnig
fjallað hispurslaust um sorg,
vonleysi, ósigra og niður
lægingu. Og Guðmunda, sem
enn lifir í hárri elli, er lýsandi
dæmi um það hvernig sigr
ast má á erfiðleikum, hversu
miklir sem þeir eru, með
jákvæðnina og góða skapið
að vopni. „Að vera í vondu
skapi – Oj bara!“, var haft eftir
Guðmundu í blaðaviðtali s.l.
sumar.
288 bls.
Nýhöfn
Dreifing: Sögur útgáfa
ISBN 9789935905703
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Ljósa
Kristínsteinsdóttir
Ljósa elst upp seint á 19. öld
undir hvelfdum jökli með víð
sýni yfir sjó og sanda. Hana
dreymir um framtíð þar sem
hamingjan ríkir og sólin skín.
En veruleikinn ætlar henni
annað: þrátt fyrir góð efni
og ástríka fjölskyldu vofir yfir
henni ógn sem gefur engin
grið. Einstök örlagasaga um
vanmátt og styrk sem hlotið
hefur einróma lof lesenda.
Bókin hlaut Fjöruverðlaunin –
bókmenntaverðlaun kvenna
árið 2011.
242 bls.
FORLAGIð
Vaka-Helgafell
ISBN 9789979221289 Kilja
Maður lifandi
GesturÞorgrímsson
Maður lifandi var fyrst gefin
út árið 1960. Höfundur segir
frá æskuárum sínum í Laug
arnesi fyrir austan Reykjavík
á góðlátlega kíminn hátt.