Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 12

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 12
12 Hógværð Í fyrsta lagi hef áttað mig á þessi fimm ár er að ég veit töluvert minna en ég hélt, en á samt að heita sérfræðingur; er það vel. Hógværð gagnvart flóknu viðfangsefni er bráðnauðsynlegt veganesti. Stjórn- málafræði sem vísindagrein, svipar til flestra annarra félagsvísindagreina. Margt í stjórnmálum er ómögulegt að mæla. Það þarf sambland af kennin- gum, tölfræðigreiningu, þekkingu á sögu, kynjafræði, mannfræði og hag- fræði (og mörgum öðrum tengdum greinum) og almennri skynsemi til að átta sig á þróun, í fortíð, framtíð og nútíð. Að átta sig á og greina ákvarða- natöku, átök og valdauppbyggingu er vandmeðfarið. Því er gott að vita að við höfum ekki öll svörin; er það vel. Hlutlægni Eitt það flóknasta við að vera stjórn- málafræðingur á Íslandi að mínu mati er þetta: þú getur annað hvort gert þig gildandi í stjórnmálum og hags- munabaráttu fyrir opnum tjöldum – eða ekki. Í síðara tilfellinu verður lítið mark á þér tekið. Þetta er þó ekki svona klippt og skor- ið, þótt ég hafi sjálfur valið þá leið að reyna að halda mér utan deilumála samtímans, ykkur til mikillar blessunar. Öll höfum við skoðanir. Það er réttur all- ra í lýðræðissamfélagi að berjast fyrir því sem fólk telur rétt. Þó er betra er að byggja upp góðan orðstír með skýrum og öflugum röksemdarfærslum. Það er í raun hlutverk fræðifólks að hafa skoðanir; að gagnrýna og greina. Einnig er mikilvægt að byggja grei- ningu sína og texta á vissri tegund hlutlægni – þegar svo á við – til dæ- mis þegar skrifaður er fræðitexti, min- nisblað, ritgerð eða unnin er frétt. Það þýðir þó alls ekki að hundsa eigi skoðanir. Mikilvægt er að geta litið á málefni frá hinum ýmsu sjónarmiðum og séð heildarmyndina. Þetta mun reyna á hjá ykkur flestum. Nákvæmni Það ætti kannski ekki að þurfa að taka það fram að þau sem starfa á sviði tengdu stjórnmálafræði verða eins og aðrir að vera nákvæm og el- jusöm. Nákvæmnin felst í að fara rétt með staðreyndir og vanda sig þegar við setjum fram fullyrðingar. Fullyrðin- garnar þurfa að vera skýrt rökstuddar til að forðast að vera gripinn í bólinu – þá missir einstaklingur trúverðuglei- ka – hvort sem um stjórnmálamanne- skju, fræðimanneskju eða skríbent er að ræða. Þetta á sérstaklega við nú á tíma up- plýsingaóreiðu þar sem stjórnmálafólk reynir á mörk staðreynda og skoða- na. Ef á að stunda rannsóknir í stjórn- málafræði, blaðaskrif eða taka þátt í stjórnmálaumræðu er best að vísa skýrt í gögn, dæmi og heimildir. Hægt er að spyrja sig: hvaðan kemur hei- mildin eða gögnin sem ég styðst við í röksemdafærslu minni? Get ég treyst þeim? Hvers vegna eða hvers vegna ekki? Hvaða hagsmunir búa að baki þessum staðhæfingum? Ég vona að þessi takmarkaða viska og innsýn nýtist ykkur. Ég tel að ef þið hafið þessa þrjá meginmola bakvið eyrun; hógværð, hlutlægni og nákvæmni, og reynið ykkar besta, gangi ykkur allt í haginn í þeim viðamiklu og flóknu ver- kefnum sem bíða okkar kynslóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.