Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 35

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 35
35 talið er að um 10 börn látist í mica námum í hverjum ei- nasta mánuði. Raj Bhushan, sem vinnur fyrir barnavern- darhópinn BBA Jharkhand á Indlandi, greinir frá því að fjölskyldur barnanna sem látast í námunum eru oft þaggaðar niður með greiðslu gegn því að til- greina ekki dauða barnsins síns til yfirvalda. Þetta er daglegt brauð barnanna og hafa mörg þeirra ekki annarra kosta völ þar sem heilu fjölskyldurnar vin- na allan daginn til þess að eiga fyrir einni máltíð. Af hverju heldur barnaþræl- kun áfram að vera við lýði innan mica námuvinn- slugeirans og hvað er hægt að gera til þess að spor- na gegn því? Eitt af stærstu vandamálu- num við barnaþrælkun í mica námunum tengist því að flestar námurnar á Indlandi og Madagaskar eru ólöglegar. Með öðrum orðum er engin löggæs- la eða eftirlit með þeim og þar með heldur barnaþræl- kun áfram við tilheyrandi lífshættulegar aðstæður. Eftirlitsleysið þýðir einnig að kaupendur komast upp með það að borga heilu fjölskyldunum, sem vinna við námurnar, sem nemur um 300 íslenskum krónum á viku. Í skýrslu Terres des Hommes kemur fram að lausnin sé hins vegar ekki endilega sú að sniðganga kaup á mica frá þessum löndum. Það mundi bitna á viðkvæmum hópi fólks í mjög fátækum héruðum þar sem aðgengi að skóla og heilbrigðisþjónustu er lítið sem ekkert. Það er fól- kið sem vinnur við námu- gröftinn. Engin verslun á mica mundi þýða að það missir allar þær litlu tekjur sem það hefur og þar með möguleikann á að halda uppi sjálfum sér eða fjöls- kyldunum. Annað vandamál er það hversu lítið gagnsæi er á framleiðslukeðju mica. Nær allt efnið sem kemur frá ólöglegu námunum á Ind- landi og Madagaskar, sem og hluti af því sem kemur frá löglegum mica námum hvaðanæva að úr heimi- num er flutt beint til Kína í verksmiðjur. Þar blandast ólöglegt og löglegt mica saman þegar unnið er úr því áður en það er selt til áfram stórfyrirtækja eða þriðja aðila. Fyrirtækin vita því oft ekki upprunann á því mica sem þau nota til framleiðslu og hvort það sé þá tengt barnaþrælkun eða ekki. Þetta er því hluti af því vandamáli sem skor- tur á gagnsæi framleiðslu- keðjunnar er. Rannsóknir á vegum Terres des Hommes leiddu í ljós að nær ekkert þeirra fyrirtækja sem kaupa mica eru að rannsaka eða reyna að rekja hvaðan það kemur. Einnig rannsaka fy- rirtækin ekki vinnuskilyrðin í námunum sem mica er sótt í. Þau nýta sér hið lit- la gagnsæi framleiðslu- keðjunnar til þess að líta framhjá vandamálinu og axla ekki ábyrð. Til þess að takast á við þetta og koma í veg fyrir barnaþrælkun væri langbest ef fyrirtækin sem kaupa og vinna með mica myndu axla ábyrgð á því hvaðan efnið kemur og nota vald sitt til að tryg- gja ábyrga vinnslu, það er að segja krefjast öruggari vinnuaðstæðna og hær- ri launa fyrir fullorðna. Þá gæti fólk búið við almenni- leg lífskjör og þyrfti ekki að láta börnin sín vinna í stað þess að ganga í skóla. Ein- nig væri árangursríkt að beita stjórnvöld á Indlandi og Madagaskar þrýstingi til að lögleiða mica námur og auka þar með löggæslu og eftirlit, sem aftur gæti komið í veg fyrir barnaþrælkun í námunum. Mynd: mica mining in India in 2016. @Terre des Hommes NL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.